Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 6
6 16. mars 2008 SUNNUDAGUR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 15 49 0 3 /0 8 + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leiðina, flugvallarskattar og gjöld. Sölutímabil: 13.–16. mars. Ferðatímabil: 1.–30. apríl. KAUPMANNAHÖFN Verð frá 8.800 kr.* Vortilboð: TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ! KABÚL „Það eina sem uppreisnar- mennirnir gera betur en við er að vekja athygli fjölmiðla,“ segir Carlos Branco, herforingi og tals- maður ISAF, hins alþjóðlega gæslu- liðs NATO í Afganistan, í samtali við Fréttablaðið. „Og þótt fréttir berist stundum af auknum átökum, þá stafar það ekki af því að árásum þeirra hafi fjölgað heldur erum það við sem tökum frumkvæðið og ráðumst á þá,“ segir hann. Þegar rætt er við fulltrúa alþjóð- lega gæsluliðsins í Afganistan er ekki að heyra að þeir séu sérlega svartsýnir á ástandið. Að vísu segjast þeir reikna með að það taki áratugi að koma Afgan- istan nokkurn veginn á réttan kjöl eftir þrjátíu ára stríðsástand, en af átökum við talibana og aðra upp- reisnarhópa næstu misserin hafa þeir litlar áhyggjur. Branco segir að í september 2006 hafi orðið straumhvörf í baráttunni við uppreisnarhópana. Eftir það hafi alþjóðaliðið í Afganistan í raun haft yfirhöndina. Ástandið nú sé allt annað en í byrjun síðasta árs, þegar þeir virt- ust vera að sækja í sig veðrið og búist var við hörðum átökum. „Árið 2007 var alltaf verið að spá nýrri hrinu árása frá þeim: vorher- ferð, sumarherferð og hausther- ferð, en aldrei varð neitt úr því.“ Einstaka árásir hafi verið bundn- ar við tiltölulega fá svæði í suður- hluta landsins. Í norðanverðu Afganistan hafi ekkert orðið vart við starfsemi uppreisnarmanna í seinni tíð. Sprengjuárás í Kabúl á fimmtu- dagsmorgun, skömmu áður en hópur íslenskra fjölmiðlamanna kom þangað, sýnir þó að fáu er að treysta. Höfuðborgin er eitt af þeim svæðum í landinu, þar sem allt getur gerst. Árásin, sem er ein sú alvarlegasta í Kabúl í langa hríð, varð átta manns að bana og fimmt- án særðust. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er væntanleg í þriggja daga heimsókn til Afganist- ans, dagana 17.-19. mars. Bjartsýni í Afganistan Yfirmenn NATO í Afganistan telja andstæðingana ekki líklega til stórræða á næst- unni, þrátt fyrir reglulegar fréttir af sprengjuárásum og átökum við andspyrnuhópa. HÖFUM YFIRHÖNDINA Carlos Branco herforingi, talsmaður ISAF, hins alþjóð- lega gæsluliðs NATO í Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐSTEINN SVÍÞJÓÐ Mikil bylgja bankarána ríður yfir Svíþjóð. Bankarán hafa verið framin þar annan hvern dag það sem af er þessu ári, eftir því sem kemur fram í sænska dag- blaðinu Aftonbladet. Tuttugu og níu bankar hafa þegar verið rænd- ir á árinu, á 59 opnunardögum bankanna. Frá árinu 2000 hafa verið fram- in frá tuttugu og fjórum upp í fimmtíu bankarán á ári í Svíþjóð. Það sem af er þessu ári hafa bankaránin verið 29, eða annan hvern dag. Swedbank hefur oftast orðið fyrir barðinu á ræningjum. Ef ránatíðnin helst svipuð út árið verða ránin orðin um 140 talsins í árslok, sem yrði algert met. „Ein af ástæðum þess að ránin eru svona tíð er sú að ræningjarn- ir fá svo lítið af peningum í hvert skipti. Þeir verða því að ræna fleiri banka,“ segir Thord Modin, yfirmaður í sænsku rannsóknar- lögreglunni. Um skipulagða glæpastarfsemi er að ræða sem talið er að nái til um 600 einstaklinga. Talið er að sömu menn standi á bak við banka- ránin. Þarna séu fyrst og fremst félagsmenn mótorhjólaklúbba á ferð. Í um helmingi tilfella hefur einhver verið handtekinn og í nokkrum tilfellum hafa menn verið ákærðir. - ghs Stefnir í metár í bankaránum í bylgju sem ríður yfir Svíþjóð: Bankarán annan hvern dag METÁR? Ýmislegt bendir til að metár verði í bankaránum í Svíþjóð ef fram heldur sem horfir. BRETLAND, AP Alistair Darling, sem tók við af Gordon Brown sem fjár- málaráðherra er hann flutti sig yfir í forsætisráðuneytið í fyrra, lækkaði hagvaxtarvæntingar og boðaði auknar lántökur breska rík- issjóðsins er hann kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Efnahagslegar kringumstæður fjárlagagerðarinnar fyrir fjárlaga- árið 2008 eru þær erfiðustu síðan Verkamannaflokkurinn komst til valda fyrir ellefu árum. Ræður þar mestu alþjóðlega lánsfjárþurrðin vegna undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum, og háar skuldir ríkissjóðs sem hrönnuðust upp í embættistíð fyrirrennarans. En í stað þess að einblína á þessa neikvæðu þætti lagði Darling áherslu á ráðstafanir sem stuðluðu að umbótum í umhverfis- og félagsmálum, þar á meðal hækkun skatta á áfengi og eyðslufreka bíla. „Þetta eru ábyrg fjárlög, til þess fallin að tryggja stöðugleika Bretlands andspænis hnattrænni óvissu,“ tjáði ráðherrann þing- heimi. Er hann kynnti endurskoð- aða hagspá ríkisstjórnarinnar með lækkuðum hagvaxtarhorfum lagði hann áherslu á að Bretland væri ekki eitt um að eiga í vanda vegna alþjóðlegu lánsfjárkrepp- unnar. - aa Skuldastaða breska ríkissjóðsins stórversnar samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi: Kreppan sverfur af hagvexti TIL ÞINGS Alistair Darling með fjárlaga- töskuna góðu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLDI BANKARÁNA Á ÁRI 2000 24 2001 31 2002 51 2003 41 2004 27 2005 49 2006 45 2007 40 2008 29* * 29 fyrstu mánuði ársins. Með sama áframhaldi gætu þau orðið hátt í 140 í lok ársins. BRUNI Eldur kviknaði í mannlaus- um sumarbústað í Skorradal á föstudagskvöld. Það tók slökkvi- liðið í Borgarnesi tæpan klukku- tíma að ráða niðurlögum eldsins. Bústaðurinn er talinn ónýtur. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu varð reyks vart um klukk- an hálfsjö. Í fyrstu var talið að hitaleiðsla hefði farið í sund- ur. Um leið og ljóst var að eldur var í húsinu, sem stendur á landi Mófellsstaða, voru dælu- og tank- bílar sendir á staðinn. Rífa þurfti þak og eina hlið af húsinu. Upptök eldsins eru í rann- sókn hjá lögreglu. - sþs Þurftu að rífa þakið af: Bústaður brann í Skorradalnum SKATTAMÁL Stjórnskipaður vinnu- hópur, sem falið var að gera til- lögur að samræmdu kerfi gjald- heimtu til að hvetja til aukinnar notkunar umhverfisvænni far- artækja og eldsneytis, mun skila tillögum sínum til ríkisstjórn- arinnar fyrir páska. Þetta stað- festi Ingvi Már Pálsson, formað- ur vinnuhópsins, í samtali við Fréttablaðið. Til stendur að á grundvelli til- lagna vinnuhópsins verði samin ný lög sem gengið geti í gildi um næstu áramót. - aa Gjaldheimta af bílum: Vinnuhópur skilar af sér ÚTBLÁSTUR Stefnt er að vistvænna gjaldheimtukerfi. Sprengisandur í samband GSM-samband er nú í fyrsta sinn komið á Sprengisand, Fljótin í nágrenni Siglufjarðar og á Gemlu- fallsheiði milli Þingeyrar og Flateyrar. Tæknimenn Vodafone hafa sett upp senda á þessum svæðum. SAMSKIPTI TRYGGINGAMÁL Um þessar mund- ir er Tryggingastofnun að endur- greiða 32 þúsund sjúkratryggðum einstaklingum kostnað vegna heil- brigðisþjónustu, samtals að upp- hæð um 72 milljónir króna. Um er að ræða greiðslur sem viðtakendur hafa greitt umfram hámarkskostnað og sem þeir hefðu væntanlega ekki endurheimt ef ekki væri fyrir nýlegt sjálfvirkt greiðslufyrirkomulag. Þessar end- urgreiðslur nema í heild rúmlega 72 milljónum króna. - jss Endurgreiðslur TR: Um 32 þúsund fá 72 milljónir SJÁVARÚTVEGUR Togararallið, eða stofnmæling á botnfiski á Íslands- miðum, er nú í fullum gangi en það hófst í febrúarlok. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, munu niðurstöður mælinga og aldurs- greininga liggja fyrir í byrjun næsta mánaðar en stofnmatið sjálft í lok maí eða byrjun júní. Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son hefur tekið þátt í togararallinu en það hefur þó aðallega verið við loðnuleit úti fyrir Vestfjörðum. Að sögn Jóhanns hefur ekkert fund- ist sem gefur til kynna að vestur- ganga sé á næsta leiti. - jse Hafrannsóknastofnun: Togararall í fullum gangi GLAÐIR Í BRAGÐI Þessir menn virðast bjartsýnir þrátt fyrir ástandið sem ríkt hefur í Afganistan síðustu ár. FRÉTTABLÐIÐ/GUÐSTEINN. GUÐSTEINN BJARNASON SKRIFAR FRÁ AFGANISTAN gudsteinn@frettabladid.is KJÖRKASSINN Liggur meira á Vaðlaheiðar- göngum en Sundabraut? Já 27,4% Nei 72,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Líst þér vel á að lögreglan noti valdbeitingarhunda? Segðu þína skoðun á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.