Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 12
12 16. mars 2008 SUNNUDAGUR Í hugum margra er réttvísin samtvinnuð köldum armi lag- anna og ómanneskjulegum dómstólum þar sem leitast er við að refsa svo menn sem mis- stíga sig eða virða ekki reglur samfélagsins fái makleg málagjöld. En réttvísin getur einnig tekið menn mýkri höndum og jafnvel veitt brotamönnum sem og þolendum hjálparhönd. Þetta er meðal annars inntak svokallaðrar upp- byggilegrar réttvísi. Á vef dómsmálaráðuneytisins má finna skilgreiningu á henni og þar segir meðal annars: „Uppbyggileg réttvísi er heiti á hugmyndafræði sem felur í sér að leitast er við að ná sáttum milli brota- manns og brotaþola í kjölfar afbrots. Sáttamiðlun er sú aðferð sem oftast er beitt í því skyni. Í sáttamiðlun felst að brotamaður og brotaþoli eru leiddir saman til að koma hinum brotlega í skilning um þau rangindi sem hann hefur viðhaft og fá hann til að friðmæl- ast við brotaþola með það fyrir augum að þeir komist að samkomulagi um málalok.“ Árið 2006 hleypti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra af stað tilrauna- verkefni með það fyrir augum að nota sáttamiðlun sem eitt af tækjum réttvís- innar. Hafsteinn er verkefnastjóri og hefur því veg og vanda af þessari nýj- ung sem boðið er upp á um allt land en svo verður árangurinn metinn í október á þessu ári. Sátt náðst í öllum málum nema einu Skilyrði eru sett fyrir því hvaða mál megi fara í sáttamiðlun. Þau brot sem falla innan þeirrar skilgreiningar eru þjófnaður, gripdeild, húsbrot, hótun, eignaspjöll, nytjastuldur, minni háttar brot gegn valdstjórninni og minni hátt- ar líkamsárás. Gerandi verður að hafa játað brot sitt og bæði gerandi og þol- andi verða að hafa samþykkt að málið sé tekið þessum tökum. „Áður en þeir koma svo til sáttafund- ar er ég búinn að tala við þá,“ útskýrir Hafsteinn. „Þá hlusta ég á þeirra sögu, undan og ofan af því sem þeim finnst um málið. Ég segi þeim svo frá því út á hvað sáttamiðlun gengur, útskýri fyrir þeim hugmyndafræðina og hverju þeir mega búast við á fundinum. Þegar ég tala við þá eru þeir þegar búnir að sam- þykkja það að fara í sáttamiðlun en sumir eru jafnvel enn með nokkrar efa- semdir.“ Þegar þeir svo mæta til fundar tekur Hafsteinn, eða lögreglumaður sem fengið hefur þjálfun í sáttamiðlun, á móti þeim en aðkoman er afar ólík því sem menn eiga að venjast í hefðbundn- um réttarsal. „Ég tek til léttar veitingar og færi til borðs þannig að þau séu ekki á milli manna. Með því er ég að reyna að fá menn til að setja sig í aðrar stellingar þannig að þetta séu ekki tvö lið sitt hvor- um megin við borð sem tefla til sigurs og jafnvel með því að beita kænsku. Á sáttafundi sitjum við í hring, sem getur reyndar orðið nokkuð stór því það geta verið allt frá fjórum upp í fimmtán manns á fundi og andrúmsloftið er því nokkuð ólíkt því sem gerist í réttarsöl- um. Enda lítum við svo á að þetta sé fundur geranda og þolanda, það kemur enginn lögfræðingur fram fyrir þeirra hönd. Við gerum enga kröfu um að þeir nái sáttum heldur einfaldlega sköpum við skilyrðin til þess. En það er nú oft svo að þegar fólk fær forsöguna, sér að það hafi kannski ýmislegt gengið á sem tengist þessu máli og þegar menn setja sig í spor hvor annars og reyna að horfa fram á veginn, þá skapast venjulega grundvöllur fyrir sátt enda hefur það farið svo að við höfum fengið rúmlega þrjátíu mál og sættir hafa náðst í öllum nema einu.“ Sáttafundur með bréfþurrkum og léttum veitingum „Við erum alltaf með bréfþurrkur á þessum fundum en það er einfaldlega til að segja fólki að því er velkomið að láta tilfinningar sínar í ljós,“ segir Haf- steinn. „Við erum jú tilfinningaverur og því þurfum við kerfi sem tekur mið af því. Og það er auðvitað ekki átakalaust að vera tilfinningavera og það endur- speglast oft á þessum fundum. Sérstak- lega ef gerandi og þolandi þekkjast, þá eru þær jafnvel enn sterkari. Eitt sinn sat ég sáttafund vegna líkamsárásar sem ég taldi að myndi vara í klukku- stund en það var svo mikið undir kraum- andi að það tók þrjá klukkutíma og fjöl- margar bréfþurrkur að losa um ágreininginn. Sáttin var síðan sú að það yrði borgað til ákveðins líknarfélags og síðan rætt annars staðar við aðra sem tengdust þessu máli til að ganga endan- lega frá ágreiningnum.“ Gjörðir manna spretta af ótta og kær- leika „Þetta er ákaflega þakklátt starf,“ segir Hafsteinn. „Ég verð jafnvel nokkuð meyr yfir því að sjá fólk sem áður var stríðandi aðilar fallast í faðma og ég sé að því er létt og líður mun betur en í upphafi máls. Það myndast þá kærleiks- ríkt andrúmsloft. Í þessu starfi sé ég það sem ég hef lengi trúað; að fólk bregst við af tveimur grunntilfinning- um, það er að segja af ótta og kærleika. Það má smætta allt niður í þessar grunn- tilfinningar. Allt sem við gerum er sprottið af þessum tveimur pólum. Þannig að ef þeir sem eiga í ágreiningi hittast við kjöraðstæður eins og við reynum að skapa þá breytist oftast afstaða hvors til hins. Þetta er kostur sem farið er á mis við í hefðbundnum réttarhöldum þar sem mönnum er hald- ið hvorum í sínu horni og þeir fá aldrei tækifæri til að gera málin upp sín á milli þar sem tilfinningarnar eru teknar með í spilið. Þeim málum lýkur svo með nið- urstöðu en það getur verið langur vegur frá henni og svo til sáttar. Til dæmis getur þolandi unnið málið án þess að vera sáttur við niðurstöðuna. Því það sem fólk vill er að við það sé talað, að það sé hlustað á það og það sé komið til móts við þarfir þess. Ef það er framið afbrot þá veldur það skaða og hann framkallar ákveðnar þarfir og þær kalla svo á ákveðin viðbrögð. Og viðbrögðin eiga að vera þannig að þau bæti skað- ann, komi til móts við þarfirnar og í veg fyrir annað afbrot. Og svo má ekki gleyma því að það er fólk sem verður fyrir skaðanum, það eru ekki lögin sem verða fyrir honum, því þarf að koma til móts við fólkið, það eru viðskiptavinir kerfisins.“ Fyrirgaf morðingjanum strax Oft kynnist sáttamiðlari forsögu þeirra sem til hans koma. En þegar varpað er ljósi á sögu hans sjálfs glittir fljótlega í mikinn harmleik sem þó reynist honum gott veganesti í starfinu. Þessi harm- leikur komst í kastljós fjölmiðla þegar fjallað var um málefni Baldvins Kristj- ánssonar sem er geðfatlaður og hefur verið vistaður á réttargeðdeildinni að Sogni síðustu fimmtán ár fyrir morð á stúlku sem hann framdi á sambýli þar sem hann dvaldi. Þessi stúlka hét Haf- dís og var systir Hafsteins. „Þau voru kunningjar, hann var eiginlega heima- gangur hjá okkur og við fórum nokkr- um sinnum með Hafdísi á Reykjalund að heimsækja hann þegar ég var strák- ur. Síðan fer hún inn á þetta sambýli að heimsækja hann en á þeim tíma voru einhverjar framkvæmdir þar og því var eftirlitið með honum minna en ella. Það er þá sem hann stingur hana í magann með hnífi og felur hana svo undir rúmi. Ég var skiptinemi úti í Bandaríkjun- um þegar ég frétti þetta. Ég varð nátt- úrulega afar sorgmæddur út af þessu en þó kraumaði aldrei mikil reiði undir og ég reyndi aldrei að finna fró í því að honum yrði refsað heiftarlega eða neitt slíkt. Mig grunar að ástæðan sé sú að ég fyrirgaf honum strax enda gat hvorki reiðin né nokkuð annað fært mér Haf- dísi aftur. Þannig að þegar ég fer að kynna mér þessa hugmyndafræði sem sáttamiðl- unin byggir á uppgötvaði ég að í raun hafði ég alltaf aðhyllst hana án þess að gera mér grein fyrir því. Ég trúði alltaf á fyrirgefninguna og mikilvægi þess að geta sett sig í spor annarra. Hafdís var þroskaheft þannig að ég þekkti ágæt- lega til málefna þeirra sem eiga við ein- hvers konar fötlun að stríða og því átti ég auðveldara með að setja mig í hans spor. Þannig að það var aldrei þessi heift sem oft fylgir svona málum og byggir nokkuð á inntaki Biblíunnar um refsingar. Enda trúi ég því að þeim mun fyrr sem einhver fyrirgefur þeim mun meira rými hefur hann fyrir gleði og kærleika. Í þessu sambandi myndi ég hvetja menn til að lesa bók Katy Hut- chinson „The story of Bob“ en þar segir frá konu sem missti ástkæran eigin- mann sinn eftir að á hann var ráðist. Hún reiddist aldrei út í gerandann og samfélagið áfelldist hana fyrir það. Nú fer hún hins vegar vítt og breitt um heiminn og heldur fyrirlestra og jafnvel stundum með gerandanum.“ Sættir í stað refsinga Uppbyggileg réttvísi er hugmyndafræði sem nú þegar hefur sett nokkurn svip á refsivörslukerfið hér á landi. Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson er verkefnastjóri tilraunaverkefnis sem miðar að því að gera sáttamiðlun að úrræði fyrir afbrotamenn og þolendur. Jón Sigurður Eyjólfsson talaði við hann og komst að því að hugsjónamaðurinn sýndi hugmyndafræðina í verki eftir mikinn harmleik. HAFSTEINN HAF- STEINSSON Rúmlega þrjátíu mál hafa farið í sáttamiðlun og hefur sátt náðst í öllum nema einu. Þegar tilrauna- verkefninu um þetta úrræði í réttvísinni lýkur í október mun lögreglan taka við sáttamiðluninni ef ákveðið verður að bjóða enn þá upp á þennan kost. „Það sem mér finnst skipta mestu máli varðandi sáttamiðlun er að með henni er verið að styrkja stöðu brotaþolanna sem fá eitthvað um það að segja hvernig málunum lýkur og þá berum við þá von að þeir verði sáttari við málalok en ella. Í annan stað er þetta heppilegt úrræði fyrir unga brotamenn því þeir standa andspænis þeim sem þeir brutu gegn og virkilega takast á við málið með honum og með þessu vonum við að það verði til þess að þeir brjóti síður af sér aftur. Í síðasta lagi er þetta mun einfaldara og hagkvæmara en að fara með málið fyrir dóm og það er nóg álag á kerfinu fyrir.“ Styrkir stöðu þolanda „Verkefnið hefur fram til þessa gengið ágætlega hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu enda um að ræða bæði mikilvægt og nauðsynlegt úrræði í réttarvörslukerfinu. Þá er úrræðið jákvætt og vænlegt til árangurs og líklegt til að stuðla að auknum gæðum við úrlausnir mála en það er mat embætt- isins að sáttamiðlunin hafi jákvæð áhrif gagnvart báðum málsaðilum og sé til þess fallin að auka tiltrú almennings á réttarvörslukerfið. Þá felur úrræðið jafnframt í sér skilvirkni við meðferð mála. Um er að ræða tilraunaverkefni og því hefur embættið í kjölfar stöðuskýrslu eftirlitsnefndarinnar sett af stað vinnu við rýni innri verkferla með það fyrir augum að móta næstu skref í skipulagi verkefnisins hjá embættinu með framtíðarfyrirkomulag þess að leiðarljósi.“ „Ég tel að sáttamiðlun sé ávinningur fyrir alla: brotaþola, geranda og samfélagið í heild. Enda eru það tilmæli frá Evr- ópuráðinu að boðið skuli upp á sáttamiðlun á öllum stigum sakamáls og jafnvel á því stigi þegar komið er að afplánun. Svo má náttúrulega minnast á það að ef sættir verða og brotamaður stendur við sín orð fer hann ekki á sakaskrá fyrir það brot.“ Sáttamiðlun á öllum stigum Vænlegt til árangurs DÍS SIGURGEIRSDÓTTIR Lögfræðingur í dómsmála- ráðuneytinu og formaður eftirlitsnefndarinnar. RAGNA BJARNADÓTTIR Löglærður fulltrúi hjá ríkissaksóknara. HÓLMSTEINN GAUTI SIGURÐSSON Lögfræðingur hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R „Uppbyggi- leg réttvísi er heiti á hugmynda- fræði sem felur í sér að leitast er við að ná sáttum milli brotamanns og brotaþola í kjölfar afbrots.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.