Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 18

Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 18
18 16. mars 2008 SUNNUDAGUR Þ etta er fallegasta íþrótt í heimi,“ segir Amable Hernández, áhugamaður um hanaat sem hefur tekið að sér nokkra Íslendinga til að sýna þeim aðra af vinsælustu íþróttagreinunum í Dóminíska lýðveldinu. Þegar blóðið fer að renna og fjaðrirnar tætast af fiðurfénu finnst fávís- um útlendingum sem ekki hafa séð sport af þessu tagi áður erfitt að taka undir orð Hernández. Þegar heimamenn í Dóminíska lýðveldinu eru spurðir hvaða íþróttagreinar séu vinsælastar eru svörin alltaf á eina leið. Hafnabolti og hanaat bera höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Dóminíska lýðveldið deilir eyj- unni Hispaníólu með Haítí, en þessi eyja í Karíbahafinu er rétt austan við Kúbu. Landsmenn eru flestir afkomendur spænskra landnema og afrískra þræla og í minna mæli þeirra frumbyggja eyjarinnar sem ekki var útrýmt af Spánverjum. Þegar ekið er um sveitir Dóm- iníska lýðveldisins má sjá hana- atshringi í svo til hverjum bæ. Hernández leiðbeinir okkur eftir holóttum vegum að hanaatshring í smábæ nærri borginni Puerto Plata á norðanverðri eyjunni. Þar er fólk þegar farið að hópast saman áður en atið hefst. Þessi hanaatshringur er ekki stór, fjórar þéttpakkaðar sæta- raðir ná allt í kringum hringinn. Þegar leikar taka að æsast klifra þeir sem ekki höfðu efni á að borga sig inn, eða fengu ekki sæti, upp á girðinguna aftan við sætin til að sjá það sem fram fer. Æsa upp blóðþorstann Nokkur hanapör munu berjast þennan dag. Nokkur eftirvænt- ing ríkir áður en eigendur fyrstu hananna bera þá í hringinn, og hávaðinn í áhorfendunum eykst. Hanarnir minna lítið á íslenska hana. Kamburinn hefur verið skorinn af, og fiðrið á maga, leggjum og bringu verið plokkað til þess að viðbrögð hanans verði snarpari. Fyrir bardagann eru hanarnir vigtaðir til að tryggja að þeir séu í sama þyngdarflokki og bardaginn verði sanngjarn. Dýrin virðast furðulega róleg í höndum eigenda sinna, en fyrir bardagann sýna eigendurnir fuglunum væntanlega andstæð- inga til að æsa þá upp, og leyfa þeim að elta hana sem virðist ekkert hlutverk hafa annað en að æsa upp blóðþorstann í hönunum sem eiga að berjast. Þegar bardaginn hefst virðast hanarnir fyrst meta hvor annan í stutta stund, áður en þeir rjúka saman og gogga sem mest þeir mega í höfuð og framhluta and- stæðingsins. Í hamaganginum stökkva þeir upp og reyna að skaða hvor annan með klóm og sporum. Fiðrið flýgur um hring- inn, og fljótlega fer blóðið að renna þegar beittir goggar og klær hitta í mark. Eftir verstu atlögurnar liggja jafnvel augun úti. Fátt minnir á göfuga íþrótt fyrir áhorfendur sem vanir eru vestrænum áherslum á dýra- vernd, en slíkt truflar ekki áhugamenn um hanaatið, sem Dóminíkar segja vera í blóði sínu. Langdregið dauðastríð Veðmangarar eru dreifðir um áhorfendaskarann. Fyrir hvern bardaga veðja áhorfendur á þann hana sem þeim líst á, og eftir að bardaginn er hafinn hrópa þeir á veðmangarana til að leggja undir á þann hana sem þeim þykir byrja bardagann betur. Til að auðvelda áhorfendum að þekkja hanana í sundur er annar með blátt band á fótunum en hinn með rautt. Ekkert er fært til bókar heldur orð látin standa. Hávaðinn verður fljótlega ærandi, og áhorfendur standa upp til að hvetja sinn hana áfram, hrópa til veðmangarana til að leggja undir meiri peninga, og bölva og ragna þegar þeirra hani tapar. Lyktin er einnig sérstök, blanda af svita og hænsnaskít frá búrunum við innganginn. Þegar á líður bætist blóðlyktin við. Viðureignirnar taka mislangan tíma. Stundum nær annar haninn fljótt yfirhöndinni og blóðgar andstæðinginn illa. Þá virðist stundum bara tímaspursmál hve- nær hinn haninn drepst eða er meiddur svo illa að hann hættir að berjast. Stundum standa bar- dagarnir lengur, og áhorfendum sem ekki eru sérlega ginnkeyptir fyrir þessu blóðsporti finnst stundum nóg um hversu lang- dregið dauðastríðið getur verið þegar haninn sem virðist dauða- dæmdur reynir endalaust að standa upp. Ef bardaginn endist í 15 mínútur endar hann í jafn- tefli. Fyrir áhorfendur er það allt hluti af skemmtuninni hversu óútreiknanlegir bardagarnir virð- ast vera, enda getur hani sem Hringleikahús bardagahana NÁVÍGI Áhorfendabekkirnir eru þéttskipaðir, og áhorfendur lifa sig inn í hanaatið. Návígið við atið er mikið, og sumir þeirra sem sitja á fremstu bekkjum koma með pappaspjöld til að verjast blóðslettum þegar bardaginn færist nær. LEGGJA UNDIR Veðmál eru stór hluti af upplifuninni við að fara á hanaat. Áhorfendur veðja á þann hana sem þeir telja líklegri til að sigra, bæði fyrir bardagann og meðan á honum stendur. Veðmangarar breyta sigurlíkunum, og þar með því hversu mikið þeir sem veðja á hanana græða, eftir að bardaginn er byrjaður. KÓNGURINN FALLINN Hörðustu bardagarnir enda með því að annar haninn fellur í valinn. Aðrir eru stöðvaðir þegar annar haninn hættir að reyna að standa upp. Ef báðir hanarnir standa eftir 15 mínútur er bardaginn stöðvaður og endar í jafntefli. Hanarnir sigra sjaldnast marga bardaga á ferli sínum, jafnvel þótt þeir nái sér að fullu, enda getur ein banvæn árás endað atið hversu reyndur sem haninn er. Kóngur gærdagsins verður því oft kvöldmatur dagsins í dag. YS OG ÞYS Það gengur mikið á hjá áhorfendum þegar þeir hvetja hanana áfram, og hrópa til veðmangara hversu mikið þeir vilja leggja undir. Undir glymur hávær tónlist hljómsveitar sem spilar ótrúlega blöndu af harmonikkutónlist og hröðu salsa á sviði utan við hanaatshringinn, með magnarann á hæstu stillingu. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN Ærandi hávaðinn í áhorfendunum, lykt af hænsnum og að lok- um blóðlyktin stendur upp úr eftir heimsókn í hanaatshringinn. Brjánn Jónasson segir frá upplifun sinni af annarri af vinsælustu íþróttunum í Dómin- íska lýðveldinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.