Fréttablaðið - 16.03.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 16.03.2008, Síða 20
MENNING 2 Hinn kunni leikstjóri Rimas Tuminas sem hingað kom nokkrum sinnum og setti upp verk Tjekovs í Þjóðleik- húsinu starfar nú sem leikhússtjóri í Moskvu. Í vikunni var greint frá fundi hans með Putin sem heiðraði Tuminas með heimsókn á sviðsetningu hans á rússneskum nítj- ándu aldar gamanleik. AP-fréttastofan sá ástæðu til að greina frá þeirri heimsókn í vikunni. Þar er greint frá mörgum áhugamál- um Putins: hann keyri hraðskreiða bíla og lestir, stýri kafbátum og hljóðfráum þotum, skíði og skarti svarta beltinu í júdó. Nú hafi komið í ljós að hann er áhugamaður um leikstjórn. Eftir sýninguna ræddu Pútin og frú við leikara yfir te og smákökum og þar fann hann að túlkun einstakra leikara. Aðalpers- óna verksins hefði skælt í upphafi og þannig kynnt sem veiklundaður maður sem hann væri ekki. „Þetta er rétt, gott þú segir þetta svo leikarinn heyri það,“ sagði Tuminas sem leikstýrir sýningunni. „Þetta varð- ar ekkert leikarann, Þú hefur sagt honum að leika þetta svona,“ sagði þá Putin. Hann var aftur ánægður með að verkið hafi tilvísun til okkar tíma. Aðalpers- ónan gagnrýni þá sem á tíma verksins, árum Napól- eons, taki siði eftir Evrópumönnum. „Það ætti að kenna þeim þjóðum sem nýgengnar eru í Evrópusam- bandið,“ sagði Putin en bætti svo við að hann væri að grínast. En mönnum hefur lærst að öllu gríni hans fylgir alvara. Tuminas stýrir leikhúsum í Moskvu og hefur samkvæmt yfirlýsingum Baltasars Kormáks falast eftir kröftum hans við leikstjórn þar eystra. Tumas og Putin ÞAU VÖTN Að þeim vötnum hallar úr höfuðáttum brekkum úr blaðsíðum ... Eftir stígum koma stafirnir fetandi: þetta er fólk! Hvert orð er atvik, og málsgreinarnar stynja af stórmælum, baráttu sælu og sorg: Það er hjartablóð sem steypist í hjálparfossum stall af stalli, niður, neðar unz vötnin öðlast helgi af hugum og stundum. LJÓÐIÐ Þorsteinn frá Hamri Í liðinni viku minntumst við Þórbergs Þórðarsonar og Steinars Sigurjónssonar, sem báðir eru löngu horfnir héðan og lifa nú í verkum sínum og frjóum hugum lesenda sinna. Í gær átti Þorsteinn frá Hamri sjötugsafmæli og heiðrar hann okkur með kvæði hér á síðunni. Aðstaða íslenskra höfunda og skálda hefur tekið stakkaskiptum frá því Þorsteinn settist á skálda- bekk ungur maður. Hann man tímanna tvenna. Umbreytingar í lögum um listamannalaun á Íslandi sem hér höfðu tíðkast allar götur frá aldamótunum 1900 urðu til þess að hér var efnt til starfslauna- sjóða sem veittu höfundum og öðrum listamönnum starfslaun, meðallaun opinberra starfsmanna, til tiltekins tíma, nokkurra mánaða og örfáum til nokkurra ára. Þetta kerfi hefur vaxið síðan og svarar engan veginn eftirspurn: listamaður vill vinna að list sinni óskiptur. En jafnvel í þessu kerfi er ótryggt að það gerist. Löng hlé þar sem launþeginn er einn á báti og í launasnapi eða kemur sér í aðra fasta vinnu rjúfa samfellu í vinnu. Kerfið er því ekki til þess fallið að tryggja samfellu. Raunar ætti löggjafinn að taka það til endurskoðunar, fella burt stutta styrki, lengja tímabilin í ár hið minnsta og hækka mánaðarlaun í kerfinu. Þær raddir heyrast enn að kerfið sé óþarft en tala fyrir daufum eyrum. Allur almenningur er löngu orðinn þess fullviss að þær fjárhæðir sem renna í frumsköpun veita okkur hundruð verka þegar upp er staðið. Tuð um dreifingu fjárins er árvisst; sumir reikna jafnvel með því að þeir verði ævilangt á slíkum launum. Til þess eru of margir kallaðir, of fáir útvaldir. En mánaðarlaun þarf að efla og eins lengja launatímabilin, til þess að tryggja ávöxtun fjárins, tryggja að höfundar hafi fjárhagslegt næði til að ná langt með verk sín. Vitaskuld erum við að tala um ríkisstyrktar bókmenntir: en við fáum í staðinn lesefni sem greinir okkur frá öðrum, gerir okkur að einum söguheimi þar sem lag og ljóð, litur og saga sameina okkur. Það væri þunnt roðið ef við hefðum bara blöðin. Í TILEFNI AF STÓRAFMÆLUM Páll Baldvin Baldvinsson R étt eins og á Listahátíð fyrir tveimur árum er stóra verkefnið unnið í samvinnu við erlenda sýningarstjóra. Þá var einum erlendum aðila falið að stýra verkinu, nú verða þeir tveir, Hans Ulrich Obrist og Ólafur Elíasson. Tilraunamaraþonið er unnið í samvinnu við Serpentine Gallery í London þar sem sýning Hreins Friðfinnssonar var í sumar en Hans er þar sýningarstjóri. Hann átti einnig hlut að banda- rísku sýningunni sem var í Lista- safni Reykjavíkur. Hann hefur einnig komið að Eiða-verkefni Sigurjóns Sighvatssonar og unnið að heimildarmyndum með Ara Alexander. Tilraunamaraþonin hefur Hans skipulagt víðar en þau byggjast á samræðu listamanna, vísinda- manna og annarra forkólfa úr opinberu lífi. Samfara þeim sam- ræðugrundvelli sem Hans skipu- leggur í kringum stóra viðburði er safnað saman hópi listamanna sem setja upp verk: hér verða á ferðinni stór nöfn úr samtíma- myndlist í bland íslenska krafta: Marina Abramowic, Brian Eno, Ivane Frank, Roger Hiorns, Jonas Mekas, Gustav Metzger, Pedro Reyes. Hekla Dögg og Katrín Sig- urðardóttir verða í þessum hóp ásamt fleirum. Eno og Mekas eru báðir þekktir allar götur frá sjö- unda áratug síðustu aldar, Eno af vinnu sinni með Roxy Music, Bowie og U2, Mekas sem forkólf- ur í kvikmyndalist. Auk þeirra hafa boðað sig í Hafnarhúsið vísindamaðurinn Israel Rosenfeld, stjarneðlisfræð- ingurinn Peter Coles, þróunar- kenningasmiðurinn Mark Pagel og fleiri. Vafalítið verða íslenskir vísindamenn kallaðir til, en verk- efnið fær glæsilega kynningu i plöggum Listahátíðar: „...verður Hafnarhúsinu umbreytt í meiri- háttar tilraunastofu þar sem inn- lendir og erlendir listamenn, arki- tektar, kvikmyndagerðarmenn og vísindamenn munu skapa vett- vang uppgötvana með fjölda inn- setninga, gjörninga og kvikmynda. Að auki verða eldri verkefni tengd þessu þema endurskoðuð og sett upp.“ Hans setti fyrst saman frægt maraþon í London 2006: Serpent- ine Gallery Maraþon var fyrst haldið árið 2006 með sólarhrings viðtalamaraþoni sem arkitektinn Rem Koolhas, sem var ráðgjafi Reykjavíkurborgar vegna Vatns- mýrarverkefnisins, og Hans Ulrich Obrist stýrðu. Í fyrrahaust fór maraþonið fram í glæsilegum skála sem stóð í garði Serpentine Gallery og hannaður var af Ólafi Elíassyni ásamt arkitektinum Kjetil Thorsen. Þar framkvæmdu kunnir listamenn, rithöfundar og vísindamenn ýmsar, fjölbreytileg- ar tilraunir sem tengdust rann- sóknum á skynjun, gervigreind, mannslíkamanum og tungumáli. Meðal þátttakenda þar voru John Brockman, Steven Pinker, Marina Abramovic og John Baldessari. Viðburðurinn var unninn í sam- starfi við samtímalistastofnunina Thyssen-Bornemiza. Niðurstaða þess verður sérstaklega kynnt í Hafnarhúsinu í skála sem Ólafur Elíasson mun hanna með Einari Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt. Sýningarstjórinn, Hans Ulrich Obrist, byggir þennan viðburð að nokkru leyti á sýningu sem hann setti upp ásamt Barböru Vanderl- inden árið 1999 í Antwerpen og hét Laboratorium. Gögn frá þeirri sýningu verða einnig hluti af sýn- ingu Hafnarhússins. Þórunn Sigurðardóttir segir það hafa verið nauðsynlegt að fylgja eftir reynslunni frá næstsíðustu hátíð: nú komi að verkinu miklu fleiri sýningarstjórar þegar litið sé til allra myndlistarviðburða á hátíðinni, margir þeirra íslenskir. Hér sé að þróast hópur sýningar- stjóra. Það hafi verið reynslan bæði með Kvikmyndahátíð og poppið að eftir nokkra fylgd með Listahátíð hafi þessar deildir orðið sjálfstæð fyrirbæri: Alþjóðlega kvikmyndahátíðin og Airwaves séu til marks um það. Nú séu hátíð- ir farnar að spretta upp um allt land og hér í borginni séu hátíðir á borð við Sequences og Vorblót að ná sér á legg. Þórunn dregur ekki dul á að breytingin úr hátíð á tveggja ára fresti hafi verið til góðs. Meiri samfella verði í starfinu og hugsa verði til langs tíma í rekstri á hátíðum sem þessum. Listahátíð hafi enn þau sérkenni að geta blandað saman áherslum í ólíkum listgreinum og sú hugsun að hátíðin búi til ný atriði veki enn áhuga manna. Hún var í liðinni viku á kynningarfundi með því fyrirtæki sem vinnur nú í þriðja sinn með Listahátíðinni í Reykja- vík við kynningu á dagskránni gagnvart miðlum austanhafs og vestan. Hún segir það samstarf nauðsynlegt til að halda hátíðinni að erlendum blaðamönnum sem séu lykill að því að ná athygli á hátíðina í útlöndum, bæði til að draga að erlenda gesti og eins til að tryggja stöðu hennar í vitund listunnenda og listamanna erlend- is. Þórunn verður við vinnu fram á haust en þá tekur Hrefna Haralds- dóttir við en hún hefur verið fram- kvæmdastjóri Listahátíðar í sjö ár. TILRAUNAMARAÞON Fyrir skömmu var dagskrá Listahátíðar í vor kynnt, sú síðasta sem Þórunn Sigurðardóttir leiðir en Hrefna Haraldsdóttir tekur við hennar starfi í haust. Rík áhersla er lögð á myndlist í dag- skránni og standa fl estar sýningar fram eftir sumri. Stærsta sýningin verður Tilraunamaraþon í Listasafni Reykjavíkur MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Sýningarskálinn sem hýsti tilraunamaraþonið í Serpentine í fyrra. MYND/SERPENTINE GELLERY Hans Ulrich Obrist Þórunn Sigurðardóttir Rimas Tunias Putin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.