Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 24
MENNING 6 T ilgangur með bygging- unni var tvennur: húsið verður starfsstöð Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og mun að auki hafa sali af ýmsum stærðum sem geta hýst aðra tónlistarviðburði. Þá var ætlunin að reisa hús sem réði við stærri alþjóðlegar ráð- stefnur og fundi sem hingað geta sótt en skortur hefur verið á hús- næði í Reykjavík sem gæti með samhæfðum hætti hýst stærstu viðburði þeirrar gerðar. Þessum tveimur markmiðum er náð með hönnun hússins. En hvað fleira verður þar á boðstólum? Deilur um húsið hafa risið nokkrum sinn- um og haft á sér þokkalegt svip- mót miðað við íslenska umræðu- hefð. Hver sem kynnir sér gögn um húsið sem tiltæk eru skynjar fljótt að hér er byggt til framtíð- ar. Það liggur í eðli máls að sá kostur að reisa mannvirkið sem einkaframkvæmd sem yrði í einkarekstri en ekki opinberum leysti eigendur undan því að húsið lenti í samkeppni við önnur sam- komuhús sem hafa byggt upp aðstöðu til samkomuhalds og ráð- stefnuþjónustu: Háskólabíó, stærri hótelsali svo dæmi séu nefnd, jafnvel hús í eigu opin- berra aðila eins og Salinn í Kópa- vogi og Borgarleikhúsið. Ráðstefnur Ráðist var í bygginguna að loknu ítarlegu rannsóknarferli á fram- tíð alþjóðlegs ráðstefnuhalds: þar verða að vera í gangi smærri og stærri ráðstefnur allt árið og mun þurfa mikið apparat til að keyra þá sölumennsku áfram. Talsmenn Portus sem á og rekur húsið hafa þegar lagt í mikla vinnu til að kynna húsið á alþjóðavettvangi. Segir Þórhallur Vilhjálmsson, markaðsstjóri Portus, að þegar sé farið að bóka húsið og horfi vel með þann þátt í rekstrinum. Húsið er stór og gríðarmikil þjónustu- stofnun og mun kalla á margt starfslið sem ekki verður hægt að láta sitja aðgerðalaust dag eftir dag. Á íslenskan mælikvarða mun þetta gímald því kalla á miklu starfsemi á ráðstefnusviðinu árið um kring. Sinfóníutónleikar Ótti forráðamanna Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands við að hljómsveit- in búi ekki við nægar vinsældir alla jafna til að fylla 1800 manna sal er eðlilegur. Með hóflegri bjartsýni gera menn sér í hugar- lund að aðsókn aukist að tónleik- um. Aðalsalur hússins er reyndar þannig hannaður með gólfi, þrem- ur svölum og hliðarsvölum (minn- ir raunar mikið í sniði á gamla sal Þjóðleikhússins fyrir breytingu 1991) að vel má flytja þar verk fyrir hálfu húsi – níu hundruð gestum sem er fullt Háskólabíó. Þá getur hljómsveitin spilað í smærri sölum og þannig tekist á við það verkefni að tvöfalda, ef ekki þrefalda aðsókn að tónleik- um sínum. En sú spurning vaknar eðlilega hvort ekki verði að end- urskoða að einhverju leyti starfs- tíma hljómsveitarinnar ár hvert en hún starfar ekki á sumrin. Þegar er farið að huga að verk- efnaskrám hljómsveitarinnar upphafsárin í húsinu. Stóri salurinn Stóra deilan var um svið aðal sal- ar í húsinu og hvort væri hægt að setja upp sviðsverk, óperur og söngleiki. Var á sínum tíma gagn- rýnt að þar skyldi ekki hugsað fyrir fullkomnum búnaði til slíkra sýninga og munar þar mest um svokallaðan turn sem býr yfir flugkerfi svo hífa megi upp stórar leikmyndir og þarf því að vera jafnhár sviðsopi. Töldu ráðamenn Íslensku óperunnar að þannig væri spornað gegn óperusýning- um í húsinu og sögðu sig frá afskiptum af byggingunni. Í ljósi þess að aðalsalnum er fyrst og fremst ætlað að vera tón- leikahús var hönnun þar svo hátt- að að yfir hljómsveitinni er hljómskjöldur, flekar sem endur- kasta hljómi út í salinn. Þetta er heljarmikill samsettur fleki, um 70 tonn á þyngd og má lækka hann og hækka eftir því hvaða hljóm- burði menn vilja ná. Hann nær frá sviðsbrún inn í sviðsbotn og úti- lokar að turn eins og tíðkast í leik- húsum yrði byggður yfir sviðinu. Minna má á að í Háskólabíói er turn sem getur bæði geymt tón- skjöld og stórt kvikmyndatjald. Tæknileg aðstaða Til að mæta kröfum um leiksýn- ingar í stóra salnum er gert þar ráð fyrir lýsingabúnaði sem hentar. Þá var hönnun á salnum breytt snemma þannig að í honum er hljómsveitargryfja sem tekur rúm- lega hundrað hljóðfæraleikara. Að auki er gert ráð fyrir hringsviði sem leggja má ofan á gólf sviðsins og er 13 metrar í þvermál. Það getur legið við sviðsbrún eða aftar á sviðinu. Þá eru möguleikar á flugi úr tónskildinum með dreifðum tog- punktum sem hver um sig tekur tonn. Af þessu má ráða að miklir möguleikar eru á stórum sviðsetn- ingum í þessum aðalsal. Sviðsop eiginlegt er ekki í stóra salnum. Áhorfendasvæði og svið aðgreinir ekki sviðsrammi eins og gestir þekkja úr flestum húsum hér á landi með sviði. Þá eru aðkomuleiðir inn á sviðið ekki margar, ein stór hurð fyrir miðjum sviðsbotni sem leyfir aðgang stærri gripa, auk tveggja hliðar- hurða sem eru í mjósta lagi, t.d. fyrir stóran kór sem þarf að kom- ast hratt inn á sviðið öðrum megin frá. Þá hefur reyndar verið bent á að rými umhverfis stóra svið Þjóð- leikhússins er ekki ýkja mikið, að ekki sé talað um hús eins og Gamla bíó, Háskólabíó og Austurbæjar- bíó. Raunar er Borgarleikhúsið eitt húsa með bærilegum hliðarsviðum sem leyfa að leikmyndir má keyra inn á sviðið, jafnframt því að þær séu hífðar upp. Framtíðarmúsík Nú kunna menn að spyrja: skiptir þetta nokkuð máli? Því er til að svara að stofnanir á borð við Þjóð- leikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og Íslensku óperuna hafa átt í veru- legum erfiðleikum við stærri sýn- ingar. Stærstu salir í leikhúsum þeirra taka á bilinu 400-500 gesti. Framlegð af hverri sýningu í stærri verkefnum nær ekki kvöld- kostnaði, hvað þá upp í stofnkostn- að. Allir þeir sem ráðist hafa í stærri sýningar með stóra hópa starfsmanna á kvöldi hafa barist við það sama: öll eldri hús í Reykja- vík voru of lítil til að skila þeirri framlegð sem dugði – sýningar voru alltaf reknar með tapi. Og þá má spyrja hvort þeirri þróun verði snúið við með hinum nýja sal? Stóri salurinn í Tónlistarhúsinu er fram- tíðarsalur fyrir stórsýningar Íslensku óperunnar, Þjóðleikhúss- ins, Leikfélags Reykjavíkur og einkaðila. Grundvöllur þess er sætafjöldi (1500 sæti ef gryfja er í notkun) og aðstaða á og yfir sviði, þótt þröngt sé um aðkomur og flug- kerfi hafi takmarkaða möguleika. Snorri Freyr Hilmarsson leik- myndahönnuður vann á sínum tíma skissur fyrir Sviðsmyndir um möguleika á leikmyndabyggingu inn í sviðið: hann tók eldri leik- myndir og hugmyndir að nýjum og mátaði í plássið. Hans niðurstaða var að það væri vel hægt að vera með stærri sýningar í þessum sal: „Þetta er spurning um tæknilegt skipulag,“ segir hann. Æfa verður í öðru húsnæði, hugsanlega að setja upp hluta leikmynda þar og vinna þær í einingum sem passa í gáma og komast auðveldlega inn og út af sviðinu. Sóknarfæri En niðurstaða hans og fleiri í leik- húsbransanum er hin sama: Fram- tíð á rekstri þess háttar sýninga í salnum byggir á að hann hýsi enga aðra starfsemi meðan á sýningar- tímabili stendur, hvort sem það heimtar tvær vikur eða tíu, og jafn- framt að viðkomandi sýning hafi TÓNLISTARHÚSIÐrís úr jörð Framkvæmdir við Tónlistarhúsið sýnist vegfarendum að gangi örugglega og fulltrúar byggingaraðila láta vel af gangi mála. Stórútboð á tæknibúnaði eru í gangi: Hljóðkerfi og stólar í alla sali hússins. Í byrjun mánaðar lauk keppni um nafn á þetta mikla mann- virki sem mun ásamt aðliggjandi byggingum ger- breyta Kvosinni. Enn er ekki ljóst hvernig stjórn þessa húss verður háttað og enn deila menn um hvaða starfsemi komist þar fyrir. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgötu 15, 101 Reykjavik Sími 545 1400, www.thjodmenning.is Veitingar á virkum dögum. Sýningar - leiðsögn - verslun Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Leiðsögn á íslensku um handritasýninguna í hádeginu kl. 12.10 á fi mmtudögum. Leiðsögn á ensku um handrita- sýninguna kl. 15.30 á mánudögum og föstudögum. Í versluninni: Myndlistarsýning Erlu Þórarinsdóttur – Sameign. Opinber rými. SÝNINGAR Á ÖLLUM HÆÐUM Handan um höf – Helgi Hálfdanarson Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir Ferðalok – Jónas Hallgrímson 1807–1845 Surtsey – jörð úr ægi SÝNINGAR Á ÖLLUM HÆÐUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.