Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 33
ATVINNA SUNNUDAGUR 16. mars 2008 15 Byggingarfræðingur Laugavegi 170 • 105 Reykjavík • Sími 588 7700 • www.radning.is ÞG-Verk ÞG-Verk hefur áralanga reynslu af framkvæmdum fyrir opinbera aðila, stórfyrirtæki og einstaklinga ásamt því að byggja atvinnu- og íbúðarhúsnæði á eigin vegum. Fyrirtækið er nú á meðal stærstu verktakafyrirtækja landsins og hefur áunnið sér traust opinberra aðila og stórfyrirtækja meðal annars með byggingu stærstu prentsmiðju landsins fyrir Morgunblaðið, byggingu Hellisheiðarvirkjunar, höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur, byggingu stærstu byggingavöruverslunar landsins fyrir Húsasmiðjuna og stækkun Nesjavallavirkjunar svo eitthvað sé nefnt. Mannauður ÞG-Verk hafa, með framúrskarandi starfsfólki og góðum tækjakosti, vaxið hratt á síðustu árum. Velta félagsins árið 2008 er áætluð um sex milljarðar. Að jafnaði starfa vel á annað hundrað manns á vegum fyrirtækisins í útboðsverkum og í eigin framkvæmdum. Gæðamál Hjá ÞG-Verki er starfandi gæðastjóri og gæðaráð. Gerðar eru reglulegar innri úttektir á öllum verkþáttum og höfuðáhersla er lögð á vönduð vinnubrögð, góða þjónustu og skil verkefna á réttum tíma. ÞG-Verk óskar eftir byggingarfræðingi til starfa í verkefnaeftirlit Umsóknarfrestur er til og með 26.mars nk. Upphaf starfs er samkomulagsatriði. Áhugasömum er bent á að fylla út umsókn á www.radning.is og sækja þar sérstaklega um starfið. Umsjón með starfinu hefur María Jónasdóttir, maria@radning.is. Ráðningarþjónustan er samstarfsaðili Virtus, www.virtus.is. P IP A R • S ÍA • 8 0 5 8 9 Vanur viðgerðarmaður - Framtíðarstarf. Vélabær ehf.,- sem er rótgróið bíla- og búvélaverkstæði staðsett í Bæ í Borgarfi rði- óskar eftir bifvélavirkja eða vönum viðgerðar- manni til starfa. Starfi ð felur í sé fjölbreyttar viðgerðir á dráttarvélum, búvélum og bílum. Leitað er að röskum, samviskusömum og sjálfstæðum einstaklingi sem hefur gaman af mannlegum samskiptum. Um er að ræða framtíðarstarf. Góðir búsetumöguleikar eru á svæðinu m.a. lausar lóðir (Ásbrún göngufæri- Hvanneyri 13 km.-Reykholt 15 km.- Borgarnes 25 km.) Æskilegt að viðkomandi geti hafi ð störf sem fyrst. Upplýsingar gefur Björn Björnsson í síma 893-0688 eða 435-1252. Okkur vantar áhugasamt fólk í vinnu á kaffi bari okkar. Störf sem um er að ræða er staða verslunarstjóra í fullt starf sem heldur utan um daglegan rekstur á einum af kaffi bar okkar. Versl- unarstjóri þarf að hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum, ríka þjónusulund og geta unnið undir álagi. Einnig vantar kaffi barþjóna í fullt starf og hlutastarf. Nánari upplýsingar veitir Laufey í síma 8649661. Einnig er hægt að senda inn umsókn á laufey@kaffi heimur.is Kaffi heimur ehf. er framsækið fyrirtæki í rekstri kaffi bara sem starfar undir merkjum Te & Kaffi . Í dag bjóðum við upp á frábæra kaffi menningu á tíu starfsstöðvum. Kaffi heimur ehf. leggur metnað sinn í að vera með stílhreina kaffi bari þar sem áhugi á te, kaffi og súkkulaði fær að dafna. Eitt af meginmarkmiðum Kaffi heims ehf. er að byggja upp sterka liðsheild og framreiða ávallt besta bollann. Velferðasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða auglýsir eftir áhugasömu fólki, 18 ára og eldra til að sinna liðveislu við börn og fullorðna með fötlun og persónulegri ráðgjöf við börn og unglinga. Í liðveislu felst að veita félagslegan stuðning til þátttöku í samfélaginu og stuðla að aukinni félagsfærni. Persónuleg ráðgjöf er veitt til að styrkja börn og unglinga félagslega og tilfi nningalega. Við leitum að fólki á öllum aldri sem hefur góða sam- skiptahæfi leika og er ábyrgt og sjálfstætt í vinnubrögðum. Jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar leggur áherslu á jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina. Vegna samsetningar starfs- mannahópsins eru karlmenn sérstaklega hvattir til að sækja um. Boðið er upp á handleiðslu og stuðning í starfi . Störfi n eru unnin í tímavinnu og vinnutími er sveigjanlegur. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Harpa Rún Jóhannsdóttir sími 411- 1600, netfang: harpa.run.johannsdottir@reykjavik.is Umsóknum skal skilað til Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík eða á ofangreint netfang fyrir 1. apríl nk. Liðsmenn og persónulegir ráðgjafar Hlutastörf í Miðborgar- og Hlíðahverfi Daggæsluráðgjafi Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis óskar eftir að ráða daggæsluráðgjafa í 75% starf. Daggæsluráðgjafi hefur með höndum ráðgjöf og umsjón með daggæslu í heimahúsum. Meginverkefni er að hafa umsjón með starfsemi dagforeldra og annast stuðning, fræðslu og ráðgjöf við þá. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Skipulagshæfi leikar • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Lipurð í mannlegum samskiptum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Helgi Hjartarson deildarstjóri í síma 411 1500, netfang helgi.hjartarson@reykjavik.is Umsóknum skal skilað á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39, 108 Reykjavík eða á ofangreint netfang fyrir 30. mars nk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.