Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 57

Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 57
ATVINNA SUNNUDAGUR 16. mars 2008 271 bmvalla.is AÐALSKRIFSTOFA Bíldshöfða 7 :: 110 Reykjavík :: 412 5000 BM Vallá hf. er traust og þjónustudrifið sölu- og framleiðslufyrirtæki á byggingamarkaðnum sem leggur áherslu á að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna á sem hagkvæmastan hátt. Fyrirtækið er með starfsemi sína á 11 starfsstöðvum víða um landið. Meiraprófsbílstjórar Vegna mikilla verkefna framundan er BM Vallá hf. að leita að kraftmiklum, duglegum og samviskusömum starfsmönnum með meirapróf til starfa hjá fyrirtækinu. Steypubílstjórar / dælustjórar Við óskum eftir að ráða steypubílstjóra og dælustjóra. Starfsmenn sem geta unnið sjálfstætt, eru nákvæmir, hafa gaman af mikilli vinnu og geta unnið undir álagi. Framundan er mikil vinna og góð laun í boði. Unnið er eftir bónuskerfi sem gefur góða tekjumöguleika. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Árnason í síma 412 5102. Sendið umsóknir og fyrirspurnir á sigurdur@bmvalla.is Útkeyrsla á vörum Við óskum eftir að ráða bílstjóra í útkeyrslu á hellum, steinum og öðrum garðeiningum. Starfsmenn sem geta unnið sjálfstætt, eru nákvæmir, hafa gaman af mikilli vinnu og geta unnið undir álagi. Framundan er mikil vinna og góð laun í boði. Unnið eftir bónuskerfi. Allar nánari upplýsingar gefur Gunnar Þór Ólafsson í síma 412 5053. Sendið umsóknir og fyrirspurnir á gunnar@bmvalla.is Bílstjórar eru í mörgum tilfellum í beinum samskiptum við viðskiptavini og þurfa því að hafa góða framkomu og þjónustulund. Bílafloti og tækjakostur fyrirtækisins er í mjög góðu ástandi, að miklum hluta nýr eða nýlegur og vel útbúinn til að auðvelda starfsmönnum vinnuna. ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: Starfsmenn í viðhaldsdeild BM Vallá hf. auglýsir eftir starfsmönnum í viðhaldsdeild á Bíldshöfða. Við leitum að járnsmiðum. Einnig leitum við að mönnum vönum viðgerðum á stórum bílum og tækjum og í viðhald á vélum og tækjum í verksmiðjum okkar. Allar nánari upplýsingar gefur Gylfi Þór Helgason í síma 412 5192. Áhugasamir sendi skriflega umsókn á Gylfa Þór Helgason, gylfi@bmvalla.is RÁÐGJAFI Á ÞJÓNUSTUBORÐI Vilt þú vinna í Háskólanum og sinna skemmti- legu og krefjandi starfi í tæknilegu umhverfi þar sem lögð er áhersla á símenntun í starfi og þægilegt andrúmsloft á vinnustað? Þá höfum við rétta starfið fyrir þig. Reiknistofnun er umsjónaraðili tölvukerfa Háskóla Íslands. Starfsemi RHÍ felur í sér uppsetningu og rekstur tölvuneta og tölvuþjóna, nettengingar fyrir nemendur og starfsmenn, tölvukerfi og þjónustu við tölvur háskóla- samfélagsins. Reiknistofnun óskar eftir að ráða ráðgjafa í tölvumálum á þjónustuborð sem fyrst. Starfið felst í að veita viðskiptavinum ráðgjöf, upplýsingar og aðstoð í tölvumálum. Starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi. Ráðgjafi tekur fyrstur á málum viðskiptavina og stýrir úrlausn þeirra. Því er kostur ef umsækjendur þekkja háskólaumhverfið, t.d. í gegnum nám. Hæfniskröfur: • Brennandi áhugi á tölvu- og tæknimálum • Góðir samskiptahæfileikar • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Góð enskukunnátta • Háskólamenntun er kostur Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2008. Nánari upplýsingar: Albert Jakobsson, deildarstjóri RHÍ, aj@hi.is. Sjá nánar á www.hi.is/page/storf og á www.starfatorg.is/

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.