Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 72
MENNING 42 G uðjón frumsýndi nú fyrir skemmstu og verða sýning- ar fram á vorið en Demo- crazy Egils hefur nú verið leikið í rúman mánuð og stendur til að halda því áfram til næstu mánaðamóta. Þræðir verkanna tveggja liggja raunar víðar en í gegnum íslensku tenginguna því að Hamlet Shakespeares er eitt þeirra verka sem varð hópnum sem vann Democrazy til innblásturs. Hópurinn kallar sig Mindgroup og leit- ast við að kanna mörk leiklistarinnar og samband þess við aðrar listgreinar. Mindgroup lítur í og með á sig sem sjálfstætt fræðafélag sem hefur það að markmiði að viða að sér þekkingu og reynslu á sviði þessara marka á milli leiklistarinnar og annarra listforma. Á annan tug manna tengist Mindgroup lausum böndum en kjarninn er fimm manna hópur sem skipaður er tveimur Dönum og þremur Íslendingum, þeim Jóni Atla Jónassyni rithöfundi og leik- skáldi, Sigurði Óla Pálmasyni leik- myndasmiði og Agli Heiðari Antoni Pálssyni, leikstjóra þess verks sem hóp- urinn setur nú upp. Það er þessi kjarni sem titlaður er höfundur Democrazy. Þeir Jón Atli og Egill segja í ítarlegu viðtali sem birtist á vefsíðu CampX- leikhússins að vinna við verkið hafi raunar líka farið fram í samvinnu við leikara sýningarinnar og verkið sjálft hafi fengið að þróast heilmikið á undir- búningstíma sýningarinnar. Hugmynd- in sem lögð var til grundvallar var að skoða samtímann með gagnrýnum augum, fyrst og fremst út frá lýðræðis- hugsuninni og því hvar völdin raun- verulega liggja. Höfundarnir lögðu á sig mikla rannsóknarvinnu og fóru ofan í saumana á verkum margra af áhrifa- ríkustu hugsuðum síðari ára innan lýð- ræðisumræðunnar. Má þar nefna þá Francis Fukuyama, Jacques Derrida og Michel Foucault. Þá spinnast á áberandi hátt inn í verkið jafnólíkir þættir og áðurnefndur Hamlet Shakespeares og Eurovision-söngvakeppnin. Til þess að allur leikhópurinn væri vel með á nót- unum og gæti tekið þátt í áframhald- andi mótun verksins var þessi bak- grunnur þess einnig kynntur fyrir leikurunum, sem lögðu á sig sama lest- ur af Derrida, Fukuyama og öðrum inn- blástrum verksins. Stórar stærðir skotspónn Democrazy er hörð samtímaádeila í formi gamanleiks. Höfundunum er mikið niðri fyrir og finnst sitthvað horfa til verri vegar í lýðræðisþróun síðustu ára. Af verkinu sjálfu, og viðtölum við aðstandendur þess, má greina að þeim þyki Evrópusambandið vera miðstýrt bákn sem lítt er um lýðræði gefið og reyni að byggja einhvers konar varnar- múr gagnvart fátækari þjóðum í öðrum álfum. Söknuður ríkir í garð gamla Norðurlandamódelsins í velferðarmál- um en höfundarnir eru á því að í stað þess hafi komið frjálshyggjustefna þar sem valdið hefur færst frá kjörnum fulltrúum fólksins yfir til stórfyrir- tækja og auðmanna. Þjóðernishyggja standi í vegi lýðræðisþróunar, fólk láti frambjóðendur kaupa sig til fylgis við þá í stað þess að það fylgi hugsjónum, eins og áður, og að það hafi verið látið reka á reiðanum að gagnrýna þá hug- mynd Fukuyama að frjálslynd lýðræð- isstefna hafi unnið lokasigur undir slag- orðinu „End of History“. Nema Eurovision Í Democrazy er þetta gagnrýna sjónar- horn sett fram í formi geggjaðrar útgáfu af Eurovision-söngvakeppninni þar sem Evrópa sameinast um það eina kvöldstund á ári að reyna að setja upp einhvers konar samvitund álfunnar en jafnframt ýta undir klisjukenndar stað- alímyndir um sérkenni hverrar þjóðar. Allt útlit og látbragð vísar svo í þann glamúr og þá þvinguðu gleði og sam- kennd sem höfundarnir virðast vilja, af verkinu að dæma, meina að einkenni Evrópusamrunann, frjálshyggjuvæð- ingu og lýðræðisþróun undanfarinna ára. Hljómsveit hússins, hin alíslenska Benelux-sveit, leikur alþekkta Euro- vision-slagara öðru hvoru verkið út og leikararnir taka undir. Þungamiðja sviðsmyndarinnar er eitt stórt Evrópu- sambandsmerki sem höfundarnir setja fram sem ákveðna táknmynd valdsins í sýningunni. Að öðru leyti leika skjá- varpar stórt hlutverk þar sem bæði leikurunum og ýmsu myndefni tengdu umfjöllunarefni sýningarinnar bregður fyrir. Misjafnar vitökur Fjórir danskir leikarar taka þátt í verk- inu og mikið mæðir á þeim allan tímann – meira að segja í hléinu. Þekktust þeirra er sjálfagt Søs Egelind en hún hefur um árabil verið í hópi frægustu og virtustu gamanleikara Dana. Leikrit- ið hefur fengið misjafna dóma í dönsk- um fjölmiðlum og hefur kannski best sést á þeim hversu sterk viðbrögð – annað hvort jákvæð eða neikvæð – sýn- ingin kallar á. Leikhúsgestir virtust þó flestir hverjir vera nokkuð sáttir við þá sýningu sem blaðamaður sótti í lok síð- asta mánaðar. Það er hið framúrstefnulega leikfé- lag CampX sem setur sýningarnar upp og fara þær fram í húsnæði leikhússins á Smallegade 2 við Ráðhústorgið í Fred- eriksberg (bæjarfélagi í Kaupmanna- höfn miðri). Stormurinn Lítið er hins vegar enn vitað um við- brögð við sýningu Guðjóns Bergmanns á Ofviðri Shakespeares hjá borgarleik- húsinu í Malmö (Malmö Dramatiska Teatern) enda einungis tveir dagar frá frumsýningu verksins. Þegar blaða- maður kom að máli við Guðjón fyrr í mánuðinum var leikstjórinn önnum kaf- inn við að fara yfir lýsinguna í verkinu en þegar þarna var komið sögu var aðeins ein og hálf vika fram að frum- sýningu. Guðjón hefur áður leikstýrt í Svíþjóð við góðan orðstír, hann setti upp verk fyrir hönd Riksteatern í Stokkhólmi á sínum tíma og stýrði þá meðal annars einmitt uppfærslu af Ofviðri Shake- speares. Aðspurður segist hann ekki halda að sú staðreynd hafi orðið til þess að Malmöbúar föluðust eftir kröftum hans í þetta skiptið. Fyrirspurn hafi borist sænska leikstjóranum og Íslands- vininum Peter Enquist um Guðjón og að Enquist hafi mælt með honum til starf- ans. Arðrán eða fyrirgefning Ofviðrið er eitt af vinsælustu verkum Williams Shakespeare. Í verkinu eru ýmis tímalaus minni sem einkum lúta að hefnd og fyrirgefningu en á síðari tímum hefur þáttur heimsvaldastefn- unnar einnig verið dreginn fram í verk- inu, einkum í samskiptum aðalpersón- unnar Prosperós og þrælsins Calíbans. Guðjón segist í þessari uppfærslu leggja megináherslu á þátt fyrirgefn- ingar syndanna: „Það sem við leggjum upp með í þess- ari sýningu er það hvernig mannskepn- an, þrátt fyrir ófullkomleika sinn og hvað hún á auðvelt með að fyllast hatri, afbrýðisemi og hefndarhug, á það samt til að geta fyrirgefið. Stundum á hún það jafnvel til að geta fyrirgefið voða- verk. Ég held að mannskepnunni líði miklu betur og að heimurinn haldi áfram miklu skynsamlegar þegar að við förum eftir því sem Jesús sagði og fyr- irgefum.“ Guðjón segist ekki hafa leitast eftir því að draga einhver álitaefni úr sam- tímanum inn í verkið og áherslu sína á fyrirgefninguna. Hann nálgast efnið þess í stað almennt: „Þetta er svolítið flókin saga um leið og hún er einföld og í rauninni eru fjórar sögur í verkinu. Allar sögurnar fjalla hins vegar að ein- hverju leyti um að vera frjáls. Allar persónurnar eru að einhverju leyti heft- ar og vilja frelsi en til þess að fá þetta frelsi verða þær að fyrirgefa.“ Illum hug fylgir óveður Guðjón tekur í sjálfu sér ekki afstöðu til heimsvaldastefnunnar sem lesin hefur verið inn í verkið nema á sama almenna hátt og hann gerir gagnvart fyrirgefn- ingunni. Það komi hins vegar upp í hug- ann, sérstaklega í tilviki Calíbans sem einn sé skilinn eftir allslaus í lok verks- ins. Hann hafi í tólf ár lotið yfirráðum erlends valds og hafi á þeim tíma orðið fangi þess og gleymt á leiðinni sínum eigin kúltúr. Hins vegar vekur Guðjón athygli á þætti náttúrunnar í verkinu og segist þar að mestu einungis vera að lesa í eitt einkenna verka Shakespeares: „Alltaf þegar á að fremja voðaverk þá kemur vont veður hjá honum, þrumur og eldingar. Þá birtast ljótu dýrin. Það er líka frekar erfitt að fremja voðaverk eða morð um hábjartan dag. Í þessu verki, eins og mörgum öðrum leikritum Shakespeares, sérstaklega dramatísku verkunum, þá eru náttúran og maður- inn samsíða. Þetta er til dæmis mjög ríkt í Makbeð og Lé konungi, þegar menn fara að tala ljótt og plana morð dregur alltaf ský fyrir sólu. Við reynum á ýmsan hátt að ná þessum náttúru- áhrifum fram í sýningunni. Það eru þrumur og eldingar og það vaxa blóm upp úr gólfinu. Þetta er líka ævintýri og að sumu leyti er þetta gamanleikur þannig að í þessu verki eru mjög mörg brögð og litir.“ Myndvísi skáldsins Guðjón segist skemmta sér við það að setja sig inn í hugarheim Shakespeares og reyna að ímynda sér hvernig leik- skáld hann væri í dag. Hann ímyndar sér að skáldið hafi verið „tæknifrík síns tíma“ vegna þess hversu iðinn hann er við að magna upp ýmis ytri áhrif í verk- um sínum. Hann myndi vafalaust vera sögumaður í anda Stevens Spielberg í dag, segjandi sögur sem ríkulega eru skreyttar áhrifamiklum tæknibrellum. Leikmenn velta því stundum fyrir sér hvort leikstjóri upplifi það sem mikla hindrun í sínum störfum að leikstýra verki á annarri tungu en sínu móður- máli. Guðjón segir það vissulega geta verið hindrun. Það taki alltaf smátíma að búa til samskiptakerfi milli leikstjór- ans og leikaranna: „Þeim finnst ég örugglega vera mjög undarlegur fyrstu tvær vikurnar þegar ég er mikið í því að sýna þeim hluti þegar mig vantar orð. En smám saman verður til ákveðið sam- skiptamynstur þannig að við skiljum hvert annað eftir nokkra misskilninga sem svo er hægt að hlæja að seinna. Þetta verða því að einhverju leyti expressívari samskipti en ella. En Shakespeare er svo sérstakur að því leyti að hann er alltaf að búa til setning- ar og hugsanir í myndum og þess vegna þarf maður að þekkja leikverkið ansi vel til þess að leikarinn nái að búa til þessa mynd. Það er ekki nema hálf sýn- ing ef myndunum hans Shakespeares er ekki komið til skila. Leikarinn verður að ná að búa til myndina svo hún kvikni í huga áhorfandans og hérna úti verð ég því auðvitað stundum að fá aðstoð og spyrja hvort myndin sé nógu skýr hjá viðkomandi leikara.“ Munur á Svíum og okkur Guðjón segist finna ákveðinn mun á því að vinna með íslensku og sænsku leik- húsfólki: „Mér finnst þetta svolítið svona Volvo-samfélag. Það þurfa allir mikið öryggi. Við Íslendingar erum hrárri, við hendum okkur bara út í djúpu laugina án þess að vita alveg hversu djúp eða stór hún er og svo sjáum við bara til og treystum á að það reddist bara að synda í land. Hér vill fólk frekar mæla laugina og vita hita- stigið á henni áður en það hendir sér út í.“ Guðjón segist ekkert vita hvort fleiri verkefni bíði hans erlendis í kjölfar þessa og í ljósi þess að hann er á næst- unni að losna undan skyldum sínum sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Hann leyfi því bara að koma sem kemur. Íslenskum leikhúsunnendum á ferð um Eyrarsundssvæðið lofar Guðjón ævintýralegri sýningu með alvarlegum undirtón og frábærum leikurum sem gaman hafi verið að vinna með. Frekari upplýsingar um sýningatíma og miða- pantanir á Democrazy og Ofviðrið (sem nefnist Stormen upp á sænsku) má nálg- ast á vefsíðunum www.campx.dk og www.malmodramatiska.se. Democrazy. Sviðsetning Egils Heiðars hefur vakið nokkra eftirtekt í Höfn og spinnur saman Eurovision og póstmódernískt spaug. MYND/ THOMAS CATA Guðjón Pedersen Sitt hvorum megin við Eyrarsundið er nú verið að setja upp leiksýningar sem við fyrstu sýn virðast vera úr eins ólíkri átt og hugsast getur. Annars vegar er um að ræða háklassískt verk eftir Shakespeare hjá borgarleik- húsinu í Malmö og hins vegar glænýja, óreiðukennda samfélagsádeilu á fjölum lítils og óhefðbundins leikhúss í Kaupmannahöfn. Tenging þessara tveggja leikverka er ekki Eyrarsundsbrúin heldur vill svo til að í báðum tilvikum standa íslenskir leikstjórar í stafni, Guðjón Pedersen með sjálft Ofviðrið í Malmö og Egill Heiðar Anton Pálsson með nýsmíðina Demo- crazy í Kaupmannahöfn. LEIKLIST SIGURÐUR ÓLAFSSON VOLVÓVERÖLDgagnrýnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.