Fréttablaðið - 16.03.2008, Síða 74

Fréttablaðið - 16.03.2008, Síða 74
MENNING 44 Konur hafa um langa hríð verið stoðir í íslensku tónlistarlífi, ekki bara sem áheyrendur heldur ekki síður sem forkólfar í tónleikahaldi og rekstri tónlist- arhópa. Í kvöld heldur Trio Nordica upp á fimmtán ára afmæli á Kjarvalsstöðum: þær Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, og Mona Kontra píanó, hafa spilað saman reglulega í fimmtán ár. Tríóið var stofnað 1993 af þeim Auði, Bryndísi og Monu sem allar hafa hlotið viðurkenningar fyrir leik sinn. Tríóið hefur leikið í Bandaríkjunum, Kanada og víða í Evrópu. Afmælistónleikarnir hefjast kl. 20 og eru á efnisskránni verk eftir Elfridu Andree, J. Brahms og A. Piazzolla. Aðgangur á þessa hátíðartónleika er ókeypis. Trio Nordica hefur nýlega hljóðritað verk til útgáfu og verður það gefið út af sænska útgáfufyrirtækinu Intim Musik. Á afmælisárinu er fjöldi tónleika fram undan, m.a. í Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi. Trio Nordica hefur verið boðið að leika á tveimur tónlistarhátíðum í sumar. Jafnframt er komin dagsetning á kammertónlistar- hátíð sem tríóið stendur fyrir og eru meðlimir þess jafnframt listrænir stjórnendur hátíðarinn- ar. Hún verður haldin á Kjar- valsstöðum 26., 27. og 28. september í haust en bæði tónleikar kvöldsins og haustsins eru í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur sem hefur lagt sig fram um að stykja Kjarvalsstaði sem tónlistarvettvang. Auk þess að leika helstu meistaraverk fyrir píanótríó leggur Trio Nordica áherslu á að flytja verk eftir konur, norræn tónskáld og samtímatónlist, m.a. verk sem sérstaklega hafa verið samin fyrir tríóið. Í vikunni er afmæli hjá annarri stofnun í íslensku tónlistarlífi þegar Laufey Sigurðardóttir heldur í tíunda sinn tónlistarhá- tíðina Músík í Mývatnssveit á páskum. Fyrirkomulagið er alltaf hið sama: Kammertónleikar eru í félagsheimilinu Skjólbrekku á skírdagskvöld kl. 20 og kirkju- tónleikar í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa kl. 21. Í Skjólbrekku mun andi Schuberts svífa yfir vötnunum því þar er ráðgert að flytja hinn margrómaða oktett hans ásamt sumum af hans þekktustu sönglögum í útsetningu Hrafn- kels Orra Egilssonar. Í Reykja- hlíðarkirkju verður flutt tónlist sem hæfir deginum eftir meðal annars Bach, Mozart og fleiri. Flytjendur eru að þessu sinni Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Laufey Sigurðardóttir fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðla, Margrét Hjaltested víóla, Bryndís Björgvinsdóttir selló, Hávarður Tryggvason kontra- bassi, Rúnar Óskarsson klarinett, Brjánn Ingason fagott og Þorkell Jóelsson horn. Músík í Mývatnssveit hefur á þessum árum verið árviss hátíð þar nyrðra í vikunni fyrir páska. Nánari upplýsingar veitir Hótel Reynihlíð en miðar eru seldir við innganginn. Afmælistónleikar Trio Nordica: Bryndís Halla, Auður og Mona. Mývatnshópurinn á æfingu á föstudag. MYND/GUNNAR GUNNARSSON „Afleggjarinn rífur sig úr viðjum hins hefðbundna en um leið er sagan uppfull af trúarlegum táknum, listfræðilegum vísunum og heimspekilegum átökum um tilvist mannsins. Hér er sleginn nýr tónn í íslensku samhengi.“ (úr umsögn dómnefndar Menningarverðlauna DV) „Tvímælalaust ein af sterkustu skáldsögum ársins.” (B.Þ.V. Mbl) Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2008 Bókmenntaverðlaun kvenna, Fjöruverðlaunin 2008 AFLEGGJARINN eftir Auði A. Ólafsdóttur „Afleggjarinn er óumræði- lega fallegur skáldskapur.” (S.B. Mbl) „Áhrifamikil saga sem kemur á óvart með karllýsingu sem hlýtur að teljast ný í íslenskum bókmenntum.“ (úr umsögn dómnefndar Fjöruverðlaunanna) „Öllum er sameiginlegt að vera karlmaður.“ (Höfundur í viðtali við DV)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.