Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 78

Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 78
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] mars 2007 Æfingar hefjast í vikunni á tónleikum sem helgaðir eru tónsmíð- um Bítlanna frá 1967. Jón Ólafsson píanóleik- ari leiðir poppsveit- ina sem hefur sér til fulltingis félaga úr Sinfóníunni. Tónleikarnir verða hinn 22. mars og verða tveir, kl. 17 og 21. Athygli vekur að flestir söngvaranna og popparanna voru ekki fæddir þegar verkin komu út en njóta genetískrar aðdá- unar foreldra, nema Björgvin Halldórson sem var í mark- hópnum þegar Sgt. Pepper’s kom út. Í tilefni af erlendri klassík: Forlagið hefur sett á stofn nýjar útgáfu rað- ir sem helgað- ar eru íslenskri og erlendri klassík í vasabroti: meðal fyrstu verkanna í erlendri klassík eru Ástin á tímum kólerunnar eftir Márquez og Glæpur og refsing. Þórbergur, Guðbergur og Málfríður Einarsdóttir eru í fylkingarbrjósti í íslenskri klassík. Menn bíða spenntir eftir að hræringar hefjist á ráðningum leikhúsanna stóru þá Magnús Geir sest í leikhússtjórastól Leikfélags Reykjavíkur; Ellert A. Ingimundarson leikari og lengi stjórnarmaður í LR hefur sagt starfi sínu lausu. Má búast við nokkr- um breyt- ingum í stóru hús- unum strax næsta haust. ... AÐ TJALDABAKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.