Fréttablaðið - 16.03.2008, Side 80

Fréttablaðið - 16.03.2008, Side 80
20 16. mars 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Við getum átt von á mjög öfga- kenndu veðri á komandi árum! Mildir vetur, fleiri stormar og úrkomumagn sem við höfum ekki séð síðan Nói smíðaði bát! Jáájáá! Við höfum heyrt þetta röfl áður! Kýrnar prumpa! Það er úti um okkur! Bla, bla, bla! Fólk hefur nöldrað yfir veðrinu frá örófi alda! Sjáðu okkur! Hér sitjum við í átján, nítján stiga hita og sötrum bjór úti við! Hvað er vandamálið? Að þetta er í lok desember? Jú, já... Dekkin eru komin undir! Áður en við förum í prufuakstur gerum við öryggisprófun! Stefnuljós? Bremsuljós? Speglar? Bremsur? Neibb. Neibb. Brotnir. Hef ég ekki hug- mynd. Mér líður eins og Michael Schumacher! Schumacher hefur aldrei gert neitt svona hættulegt. Hvar er gælusnigillinn þinn, Mjási? Maður getur ekki haft snigil sem gælu- dýr! Þeir hafa sínar eigin langanir! Muntu sakna hans? Neeih! Ég er að hugsa um að fá mér hund. Jæja, Hannes... kominn tími á bað! Gleymdu ekki að þvo þér með... ...sápu. Of seint. ég er búinn. Hringdir þú vegna steinvölu í skónum þínum? Ennþá betra! Hugsaðu bara um allar hundleiðinlegu vetraríþróttirnar sem munu hverfa! ÁSI SKÓSMIÐUR Í þessu blaði fyrir viku var viðtal við fyrrverandi ungfrú Ísland, sem sagði okkur það sem svo margir hafa haldið fram svo lengi. Hún varð ekki betri mann- eskja af því að taka þátt í fegurðarsamkeppni og það bætti ekki sjálfstraust eða sjálfsmynd hennar. Þvert á móti er það óhollt að vera metin eftir útliti og keppn- ir sem þessar eru ávísun á átrösk- un. Það lá við að ég æpti hallelúja þegar ég las viðtalið. Loksins hafði einhver úr þessum heimi kjarkinn til að segja sannleikann. Það hefur nefnilega verið algengur misskilningur meðal fólks að þeir sem eru á móti feg- urðarsamkeppnum búi einfald- lega ekki yfir þeirri „fegurð“ sem keppt er í – og séu þess vegna bara öfundsjúkir. Þá virðist líka vera vinsælt að halda að ef ein- hver er á móti fegurðarsam- keppnum þá þurfi sá eða sú hin sama að vera á móti öllu því sem er notað í svoleiðis keppnum. Fyrst fólk sé á móti keppnunum hljóti það að vera á móti brúnku- úða, ljósabekkjum, líkamsrækt, bikiníi, vaxmeðferð, hárlitun og öllu heila klabbinu. Gott ef það á ekki að vera á móti kjólum og kórónum líka. Það er bara alls ekki þannig. Auðvitað þykir flestum gaman að líta vel út, þó þeir hafi misjafnar aðferðir til þess og ólíkar skoðan- ir á því hvað er fallegt. Til allrar hamingju höfum við ekki öll sama smekkinn! Við hljótum þó að geta séð hversu slæmt það er að inn- ræta ungum stúlkum það að það sé eðlilegt að þær séu vegnar og metnar eftir fituprósentu og brúnku. Að útlitið sé það besta sem þær hafi fram að færa. Feg- urðardrottningin sem þorði að segja sannleikann er meðal þeirra fegurðardrottninga sem hafa sannað sig á öðrum vígstöðvum en á sviðinu á Broadway. Ég vona að þær stúlkur sem nú ætla að taka þátt í fegurðarsamkeppni taki sér það til fyrirmyndar, hætti við og ákveði að sanna sig með öðru en útlitinu. STUÐ MILLI STRÍÐA Loksins sagði einhver satt ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR FÍLAR HREINSKILNAR FYRRVERANDI FEGURÐARDROTTNINGAR Fös 14/3 kl. 19.00 UPPSELT Fös 14/3 kl. 22.00 UPPSELT Lau 15/3 kl. 19.00 UPPSELT Lau 15/3 kl. 22.00 UPPSELT Sun 16/3 kl. 20.00 UPPSELT Mið 19/3 kl. 20.00 UPPSELT Fim 20/3 kl. 19.00 Ný aukasýn Lau 22/3 kl. 22.00 Ný aukasýn Fös 28/3 kl. 19.00 UPPSELT Lau 29/3 kl. 19.00 UPPSELT Lau 29/3 kl. 22.00 Ný aukasýn Sun 30/3 kl. 20.00 UPPSELT Fös 4/4 kl. 19.00 UPPSELT Lau 5/4 kl. 19.00 UPPSELT Lau 5/4 kl. 22.00 Ný aukasýn Sun 6/4 kl. 20.00 UPPSELT Fös 11/4 kl. 19.00 Ný aukasýn Lau 12/4 kl. 19.00 UPPSELT Sun 13/4 kl. 20.00 UPPSELT Fös 18/4 kl. 19.00 UPPSELT Lau 19/4 kl. 19.00 UPPSELT Sun 20/4 kl. 20.00 UPPSELT Fös 25/4 kl. 19.00 UPPSELT Tryggðu þér miða í apríl núna! Leikhúsbærinn Akureyri - verið velkomin!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.