Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 82

Fréttablaðið - 16.03.2008, Page 82
22 16. mars 2008 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is passio A R V O PÄ R T l ist vinafelag. is H A L L G R Í M S K I R K J U S K Í R D A G 2 0 . M A R S 2 0 0 8 K L . 1 7 Schola cantorum C A P U T J E S Ú S : Tómas Tómasson BASSI P Í L AT U S : Þorbjörn Rúnarsson TENÓR Margrét Sigurðardóttir SÓPRAN Guðrún Edda Gunnarsdóttir ALT Bragi Bergþórsson TENÓR Benedikt Ingólfsson BASSI a ð g a n g s e y r i r 3 . 0 0 0 k r ó n u r G U Ð S PJ A L L A M A Ð U R : H Ö R Ð U R Á S K E L S S O N s t j ó r n a n d i Björn Steinar Sólbergsson ORGEL F O R S A L A M IÐ A Í H A L LG R ÍM S K IR K JU O G 1 2 T Ó N U M T Ó N L I S TA R S J Ó Ð U R M E N N TAMÁ L A R Á Ð U N E Y T I S I N S > VISSIR ÞÚ? ...Mick Jagger, söngvari The Roll- ing Stones, heitir réttu nafni Michael Philip Jagger. Talið er að Jagger hafi samið ballöðuna Angie til fyrrver- andi eiginkonu Davids Bowie, Angelinu Bowie, skömmu eftir að þau skildu. Einnig er talið að Jagger hafi samið texta lagsins Wild Horses um þáver- andi ástkonu sína, Marianne Faithful. Skærur Bubba Morthens og Bigga í Maus teljast tvímæla- laust til frétta vikunnar. Rétt til upprifjunar fyrir þá sem fylgj- ast illa með: Bubbi lét þau ummæli falla á síðu sinni, eftir að hafa lesið leiðara Bigga í tón- listartímaritinu Mónitor, að Biggi væri falskur söngvari og þann falska tón væri að finna í skrifum Bigga. Harkaleg ummæli vissulega og svo virðist sem kóngurinn hafi ofboðið ýmsum kollegum sínum með hraustlegum orðum. Áður hafði Bubbi svarað rösklega þeim sem voguðu sér að gagnrýna þátt hans á Stöð 2, Bandið hans Bubba, til dæmis með því að segja Dóra DNA á DV útþynnt gen afa síns nóbelsskáldsins. Óvæntur en eftirminnilegur er stuðningur sem Biggi nýtur meðal kollega sinna og hafa þar farið fyrir ágætum flokki tón- listarmanna þeir Árni Johnsen, Johnny King, Geir Ólafsson og Jójó. Allir eru þeir þeirrar skoð- unar að ótækt sé að Bubbi „hrauni“ með þessum hætti yfir kollega sína. Er nú komin upp sú staða að Biggi gæti hæglega sett saman hljómsveit – Bandið hans Bigga – skipaða þeim mönnum sem hafa hvergi hikað við að benda Bubba á villur síns vegar. Má sjá Geir fyrir sér á tromm- um, JóJó og Árna á gítar og söng, Johnny fer létt með bassann og söng en Biggi „frontar“ sitt band, þótt allir séu meðlimir „frontarar“. Minna helst saman- komnir á Traveling Wilburys en það er önnur saga. - jgb Bandið hans Bigga BANDIÐ HANS BIGGA Gaman væri að sjá þessa á sviði – frontari í hverju rými. SAMSETT MYND/KRISTINN Michael Jackson, sem eitt sinn kall- aði sig konung poppsins, hefur endurfjármagnað búgarð sinn Neverland til að koma í veg fyrir að hann yrði sett- ur á uppboð. Hefði Jackson ekki borgað þá 1,7 milljarða króna sem hann skuldaði hefði búgarðurinn verið boðinn upp næstkomandi miðvikudag. Með hjálp fjárfestingahóps tókst Jackson að reiða fjárhæðina af hendi og heldur hann því eign- inni. Jackson keypti Neverland árið 1987 með þá hug- sjón að breyta búgarðinum í ævintýragarð fyrir börn. Honum var lokað árið 2006 eftir að popparinn hætti að borga starfs- liði sínu laun en Jackson hefur ekki búið í Never- land síðan hann var ákærður fyrir að hafa beitt barn kynferð- islegu ofbeldi. Heldur Neverland MICHAEL JACKSON Fyrrverandi kon- ungur poppsins hefur endurfjármagn- að búgarð sinn Neverland. Hljómsveitin R.E.M. ætlar að leyfa notendum samskiptasíð- unnar Facebook að hlusta á nýj- ustu plötu sína, Accelerate, einni viku áður en hún kemur í versl- anir. Í gegnum hlekkinn iLike geta notendur síðunnar hlustað á plötuna frá og með 24. mars. R.E.M. er fyrsta stóra hljóm- sveitin til að nota iLike við kynn- ingu á tónlist sinni. Michael Stipe, söngvari sveitarinnar, telur þetta rétta skrefið ætli hún að halda sér í fremstu röð. „Ann- aðhvort slærðu til og tekur þátt í þessu eða horfir á þetta úr fjar- lægð. Mig langar miklu frekar að vera úti á vellinum en á vara- mannabekknum,“ sagði hann. Forspilun á Facebook MICHAEL STIPE Hljómsveitin R.E.M. ætlar að leyfa notendum Facebook að hlusta fyrstir á nýju plötuna sína. Myndlistarkonan Sara Riel hannar umslag nýjustu plötu hljómsveitarinnar Steintryggs, Trappa. Umslagið er óvenjulegt í meira lagi því það skartar útskornum kafbáti. Sara, sem hefur einnig hannað umslög fyrir plötur Skakkamanage og Ólafar Arnalds, segist hafa fengið hugmyndina á tónleikum með Steintryggi. „Mér fannst ég vera komin í kafbáta- ferðalag um hliðstæðan geim enda virkar tónlist á sjóntaugarnar hjá mér,“ segir Sara. „Ég hef auk þess áhuga á að leika mér með formið og möguleikana sem það býður upp á. Sérstaklega á þessum tímum þar sem nær öll tónlist er fáanleg sem niðurhal er mikilvægt að gera hlutinn eigulegan. Bæði Smekkleysa og Sigtryggur voru sammála um að það gæti staðist og gáfu mér kærkomið frelsi til að leika lausum hala,“ segir Sara sem er stödd í Kína þar sem hún undirbýr mynd- listarsýningu. Hún segist vinna grafísku hönnunina, sem umslagagerðin óneitanlega er, eins og myndlistarverk. „Ég fæ yfirleitt ágætan tíma í hönnunarvinn- una og þá gefst tími til að vanda sig betur, sem er sjaldgæft í þessum bransa.“ - fb Kafbátaferð breyttist í umslag SARA RIEL Myndlistarkonan Sara Riel hannaði umslag fyrir nýjustu plötu Steintryggs, Tröppu. KAFBÁTUR Umslagið sem Sara hannaði fyrir hljómsveitina Steintrygg er heldur óvenjulegt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.