Fréttablaðið - 20.03.2008, Side 1

Fréttablaðið - 20.03.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir á það til að gefa sjálfri sér frumsýningargjöf. Hún keypti sér langþráðan leðurjakka í síðustu viku í tilefni af frumsýningu Heiðarinnar. Ísgerður sýningunni. Jakkinn er renndur, með hettu og stroffi á ermunum og ég er hæstánægð með hann,“ segir Ísgerður. Fyrir utan leðurjakk Jakki í frumsýningargjöf Nýi leðurjakkinn er renndur, með hettu og stroffi á ermunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKRAUT OG GJAFIRFermingargjafir þarf stundum að kaupa á síðustu stundu svo og fylgihluti við sparifötin. Sem bet-ur fer eru oft einhverjar verslanir opnar um páskana þar sem þess háttar fæst. TÍSKA 2 GULT Á PÁSKABORÐIÐServíettur, dúkar og bakkar með páska-legum myndum eða í gulum lit lífga upp á páskaborðið og koma öllum í hátíðarskap. HEIMILI 4 NOSE & BLOWSOfnæmisprófuð lína sem er sérstaklega hönnuð fyrir kvefaðalitla nebba. Mild formúla sem svíður ekki undan.Nebbaþurrkur og nebbakremBlautklútar sem hjálpa til við að hreinsa nefgöngin. Inniheldur rakagefandi B5 vítamín og náttúrulegt mentol til þess að auðvelda öndun. Inniheldur hvorki litarefni né alkohól.Kremið inniheldur ilmkjarnablöndu af piparmyntu og eucalyptus auk nornaheslis sem ermjög græðandi. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 20. mars 2008 — 79. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÍSGERÐUR ELFA GUNNARSDÓTTIR Kaupir stundum gjafir handa sjálfri sér tíska heimili páskar Í MIÐJU BLAÐSINS ÍÞRÓTTIR Úthlutað var í fyrsta skipti úr ferðasjóði íþróttafélaga á þriðjudaginn. Þrjátíu milljónum var úthlutað í fyrstu umferð en sú upphæð hækkar um helming árið eftir. Ungmenna- og íþróttasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirð- inga fékk lægsta styrkinn að þessu sinni eða 7.613 krónur. Styrkurinn verður notaður í rekst- ur Glímufélags Dalamanna en með félaginu keppir meðal annars glímudrottning Íslands, Svana Hrönn Jóhannsdóttir. Formaður glímufélagsins segir að styrkurinn dugi líklega fyrir bensíni frá Búðardal til Blönduóss eða í kringum 120 kílómetra. - hbg / sjá síðu 30 Lítill styrkur til Dalamanna: Til Blönduóss fyrir peningana GLÍMUDROTTNINGAR Þær Svana Hrönn og Sólveig Rós Jóhannsdætur glíma fyrir Glímufélag Dalamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA TÆKNI Geimráð lýðræðislega kjör- inna fulltrúa hefur verið sett á laggirnar í íslenska sýndarheim- inum EVE Online. Spilarar geta þannig verið í beinu sambandi við hönnuði leiksins og haft áhrif á framtíð hans. EVE er fyrsti sýnd- arheimurinn með lýðræðislegt fyrirkomulag af þessu tagi. Á kjörskrá eru allir spilarar EVE, um 230 þúsund manns. Til samanburðar voru rúmlega 221 þúsund Íslendingar á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum. „Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvaða vald þetta ráð mun hafa, en ef spilarar eru búnir að kjósa sér full- trúa og þeir koma með góðar hugmyndir þá værum við ótta- legir kjánar að hlusta ekki á þá,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmda- stjóri CCP, sem framleiðir leikinn. „Þetta fyrirkomulag er vissulega enn þá í mótun, en eftir því sem það þróast held ég að ráðið muni hafa heil mikið að segja um fram- tíð leiksins.“ Geimráðið samanstendur af níu fulltrúum spilara og fimm vara- fulltrúum. Þeir sitja í sex mánuði í senn og verða kjörnir í kosningum sem fara fram 5. til 19. maí. Frest- ur til að skila inn tilnefningum rennur út á kjördag. - sþs Geimráð lýðræðislega kjörinna fulltrúa sett á fót í sýndarheiminum EVE Online: Fleiri kjósa í EVE en til Alþingis Kristur gaf lífi manna nýja merkingu Kristinn Ólason Skálholtsrektor heldur erindi um trúmál á Akureyri. TÍMAMÓT 20 Uppgangur í Asíu „Asíulöndin hafa af eigin rammleik náð miklum árangri síðan 1960,“ skrifar Þorvaldur Gylfason, sem stiklar á stóru. Í DAG 16 Opið 13–18 í dag Veisluþjónusta - Hlaðborð - Pinnaveisla - Sushi - Tilboð Opið um páskana. Bjóðum kínverskar smákökur með öllum kvöldmat SLÆMT FERÐAVEÐUR Í byrjun ferðahelgarinnar, sem páskahelgin er oft, er ferðaveður slæmt, snjó- koma, skafrenningur og rok verður víða um land og má búast við umferðartöfum af þeim völdum. Á morgun verður mun betra veður. VEÐUR 4 1 -4 -2 -2 -2 Góður gestur? Skiptar skoðanir eru um komu James Blunt til Íslands. FÓLK 28 MAGNÚS ÞÓR JÓNSSON Ný plata í vinnslu Fylgdist með afhendingu tónlistar- verðlaunanna á netinu. FÓLK 38 FÓLK Kóreska fyrirtækið Samsung notaði þrjátíu íslensk vöðvabúnt til að auglýsa nýjustu afurð sína, loftkælingu. Auglýsingin fer í loftið í Kóreu hinn 4. apríl og skartar einni skærustu popp- stjörnu kóresku þjóðarinnar í aðalhlutverki. Filmus hafði veg og vanda af tökunum og fóru þær fram í nágrenni við Vatnajökul. „Þetta var kóresk nákvæmni af bestu gerð; allir í beinni línu og hreyfingarnar þaulæfðar,“ segir Hlynur Áskelsson, sem tók þátt í auglýsingunni. - fgg / sjá síðu 38 Hárlaus íslensk vöðvatröll: Auglýsa kóreska loftkælingu Grindavík á lífi Grindavík á enn möguleika á að komast í úrslit Ice- land Express-deildar kvenna þar sem Keflavík bíður. ÍÞRÓTTIR 32 VIÐSKIPTI „Ég held að ástandið sé miklu alvarlegra en fólk gerir sér grein fyrir, og átta, níu prósenta verðbólga held ég að sé óskhyggja miðað við stöðuna eins og hún er,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hann segir þegar búið að hækka matvöruverð, bæði á innlendri og erlendri vöru. Hann segist því miður eiga von á miklum hækkun- um til viðbótar á næstunni. Nýir bílar eru einnig á meðal þess sem hefur hækkað í verði undanfarna daga. Að sögn Andr- ésar Jónssonar, kynningarstjóra markaðsdeildar B&L, hefur verðið nú þegar verið hækkað um fimm til sjö prósent. „Og við gerum ráð fyrir að hækka aftur eftir páska ef ekkert breytist,“ segir hann. Dæmi eru um að kaupverð bíla hafi hækkað á meðan þeir voru á leið til landsins. Andrés segir að þó muni notaðir bílar einnig hækka í verði við breytingarnar og fólk muni því ekki finna eins mikið fyrir hækkunum. Önnur bílaumboð gera einnig ráð fyrir að hækka verð eftir helgina. „Við höfum verið að ræða verðhækkanir hjá okkur og munum setja endan- lega ákvörðun um verðhækkun inn í kerfið hjá okkur um helgina,“ segir Kristinn Gústaf Bjarna- son, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota. Hann vill ekki nefna neina tölu, en segir augljóst að til hækkana komi. Þá hafa tölvuleikir hækkað talsvert í verði á síðustu dögum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins eru tölvuleikir í BT að meðaltali þrettán prósent- um dýrari nú en í byrjun mánaðar. - þeb / sjá einnig síður 4 og 11 Holskefla hækkana skollin á þjóðinni Matvara, bílar og tölvuleikir eru meðal þess sem þegar hefur hækkað í verði vegna gengislækkunar krónunnar síðustu daga. Ástandið er alvarlegra en fólk gerir sér grein fyrir og meiri hækkanir eru framundan, segir forstjóri Haga. HILMAR VEIGAR PÉTURSSON SIRKUS RIFINN Byrjað er að rífa litskrúðuga húsið við Klapparstíg sem áður hýsti hinn sívinsæla Sirkus. Allt kapp er þó lagt á það að bjarga sem mestu af innanstokksmunum þessa sögufræga skemmtistaðar. - Sjá síðu 38 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.