Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 27. mars 2008 19 Í okkar heimshluta hefur ofeldi fyrir löngu leyst skortinn af hólmi sem meginógnunin við heilbrigt næringarástand. Við verðum sífellt bústnari og umfangsmeiri og því fylgja alls konar vandamál, líkamleg, sálræn og félags- leg. Þunginn og stærðin valda ótímabæru sliti á hjarta og æðakerfi, á öndunarfærum og á stoðkerfi líkamans. Svefninn versnar, frjósem- in minnkar. Ofan á þetta leggst þunglyndi og félagsleg einangrun. Vandamálin virðast sannarlega snúin og erfið viðureignar en sem betur fer er enginn hörgull á einföldum og þægilegum lausnum. Hillur heilsubúða svigna undan framandi varningi með frábæra eiginleika og ekki nóg með það. Herskarar hómópata, næringarþer- apista, grasalækna, heilara og einkaþjálfara þyrstir í að leiðbeina fólki um hollmeti og heilbrigða lífshætti. Og þeir ráðast hiklaust að rótum vandans. Með lithimnugreiningu er ástand líffæra rannsak- að. Með blómadropum er byggt upp andlegt og tilfinningalegt jafnvægi og loks er endahnútur- inn rekinn á meðferð- ina með iljanuddi og smáskammtalækningum. Djöfullinn er burtu rekinn. Allir geta fundið vörur og ráðleggingar við hæfi. Þeir sem lifa kyrrsetulífi og eru 30 kíló- um of þungir geta dregið úr matarlystinni með goji-berjum eða aukið brennsluna með lífrænni kókosolíu. Á morgnana naga þeir speltbrauð og skola því niður með grænu tei. Eftir vinnu eru þeir tengdir tölvu sem kortleggur tilfinningalegt og líkamlegt ójafnvægi. Á kvöldin sækja þeir námskeið um hláturjóga. Hreysti og fegurð fæst með nýstárleg- um og óhefðbundnum lausnum. Hver hefur ekki fengið sig fullsaddan af tuði um „að éta minna og hreyfa sig meira“? Þá er nú ólíkt gagnlegra að hlusta á sölumenn og heilara sem aldrei velkjast í vafa, koma vel fyrir og bjóða upp á skýrar og markvissar lausnir á knýjandi vanda. Það er allt lyginni líkast. www.mni.is MATUR & NÆRING GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON MATVÆLAFRÆÐINGUR Einfaldar lausnir á flóknum vandamálum KÓKOSOLÍA ■ Þuríður Helga Jónasdóttir innanhússarkitekt veit hvernig er best að hreinsa kísil af blöndunar- tækjunum. „Besta leiðin til að þrífa blönd- unartækin inni á baðherbergi er að hella venjulegu borðediki yfir þau og láta standa í hálf- tíma eða svo. Síðan skrúbbarðu kísilinn bara af með svampi,“ segir Þuríður. Hún segist mikill aðdáandi ediks og matarsóda við hrein- gerningar, og noti efnin mikið til að þrífa eldavélarhellur og ofna. „Þetta er galdraefni í eldhúsið. Svo er það líka svo umhverfisvænt.“ GÓÐ HÚSRÁÐ: EDIK Í BAÐHERBERGIÐ ÞURÍÐUR HELGA JÓNASDÓTTIR Rándýrir pottar flokkast undir bestu kaup Karenar H. Theodórsdóttur, framkvæmdastjóra Garðabæjardeildar Rauða kross Íslands. Hún keypti þá þó ekki sjálf, ekki fyrr en eftir á, ef svo má að orði komast. „Við keyptum alveg rosalega fína og dýra potta. Maðurinn minn keypti þá reyndar og mér á móti skapi. Enda kostuðu þeir þrjú hundruð þúsund krónur! En ég sneri við blaðinu þegar ég var búin að skamma hann í örugglega hálfan mánuð og var alveg kolvitlaus. Þangað til ég fór að nota þá. Þá fór ég að þýðast aðeins,“ segir Karen og hlær. „Það er náttúrlega bull að eyða þrjú hundruð þúsund kalli í potta! En ég er ánægð með þá í dag,“ segir hún. Verstu kaupin sem Karen man eftir í svipinn eru hins vegar hið vinsæla bláa fótanuddtæki sem gerði allt vitlaust ein jólin. Það telur Karen til skelfilegra kaupa. „Ég notaði það tvisvar og það hefur síðan verið inni í geymslu. Þetta endar eflaust í Góða hirðinum eins og annað dót sem ég er hætt að nota,“ segir fram- kvæmda- stjórinn og dæsir. NEYTANDINN: Pottar fyrir þrjú hundruð þúsund krónur KAREN H. THEOD- ÓRSDÓTTIR Fram- kvæmda- stjóri hjá Rauða krossi Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.