Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 60
 27. mars 2008 FIMMTUDAGUR Ótrúleg ferðasaga teikninga úr nokkrum af frægustu teiknimynd- um Disney-fyrirtækisins hefur fengið farsælan endi. Upprunalegar teikningar úr kvikmyndum á borð við Þyrnirós frá árinu 1959 og styttri teikni- myndum frá fjórða áratugnum fundust í skáp í Chiba-háskólanum í Japan fyrir fjórum árum. Mynd- irnar höfðu upphaflega komið til Japans á sjöunda áratugnum til sýninga. Að sýningartímanum loknum gaf Disney-fyrirtækið Nútímalistasafninu í Tókýó mynd- irnar, en forstöðumönnum safns- ins þóttu myndirnar ekki passa inn í safneignina og gáfu því Chiba-háskólanum teikningarnar í von um að þær myndu veita nem- endum í listadeildum skólans inn- blástur. Skömmu síðar átti sér stað stefnubreyting innan háskólans og listnámsbraut var lögð niður. Því fór svo að Disney-teikningun- um var pakkað niður og stungið inn í skáp og þar fengu þær að dúsa í rúmlega 40 ár. Þegar myndirnar fundust að nýju voru sumar þeirra illa farnar vegna rakaskemmda. Því tóku við stórfelldar viðgerðir sem stóðu yfir í heilt ár. Að þeim loknum voru myndirnar sendar í sýning- arferðalag um Japan við mikinn fögnuð almennings. Stjórn Chiba-háskólans, sem ekki hefur endurvakið listnáms- braut sína, tók svo þá ákvörðun að teikningunum væri best komið hjá Disney-fyrirtækinu, þar sem þar væri framtíð þeirra tryggð. Teikningar úr teiknimyndum þóttu á árum áður heldur ómerki- legur varningur og voru til að mynda seldar í Disney-World skemmtigarðinum á einn dollara stykkið. Þetta viðhorf hefur breyst; teiknimyndir teljast nú löggilt listform og eru því upp- runalegar teikningar úr gömlum teiknimyndum ákaflega verðmæt- ar og ganga kaupum og sölum fyrir svimandi háar upphæðir. Til að mynda hefur ekki en tekist að verðmeta safnið sem Disney-fyr- irtækið endurheimti frá Japan þar sem sumar teikninganna eru svo sjaldgæfar og gamlar að ekkert fordæmi er fyrir verðlagningu þeirra. Það er því ljóst að forsvarsmenn Chiba-háskólans báru hag menn- ingarsögu Bandaríkjanna fyrir brjósti þegar ákvörðun var tekin um að skila teikningunum til Disney-fyrirtækisins. Reyndar umbunaði fyrirtækið skólanum með einnar milljónar dollara styrk fyrir vikið, en það er víst hugur- inn sem gildir. - vþ Disney-teikningar á heimleið ÚR TEIKNIMYNDINNI BLÓM OG TRÉ FRÁ 1932 Ómetanleg list sem nú hefur ratað heim eftir svaðilfarir í japanskri geymslu. FIMMTUD. 27. MARS KL. 20 TÍMAMÓT - GUÐNÝ GUÐMUNDS- DÓTTIR ÁSAMT FYRRVERANDI OG NÚVERANDI NEMENDUM O.FL. KONSERTMEISTARI 60 ÁRA! FÖSTUD. 28. MARS KL. 20 OG LAUG. 29. MARS KL. 16 OG KL. 20 SÖKNUÐUR - TÓNLEIKAR Í MINNINGU VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR. UPPSELT! SUNNUD. 6. APRÍL KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR MARGRÉT HRAFNSDÓTTIR OG HRÖNN ÞRÁINSDÓTTIR. FRUMRAUN Í TÍBRÁ! Engisprettur eftir Biljana Srbljanovic Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Fyndið og sorglegt leikrit eftir eitt magnaðasta leikskáld Evrópu í dag Sjáðu og heyrðu meira á leikhusid.is Frumsýning á Stóra sviðinu í kvöld 30. mars - uppselt 3. april 4. april 10. april 11. april 17. april 18. april 23. april 24. april Þjóðleikhúsið um helgina Engisprettur frumsýn. 27/3 uppselt, 28/3 örfá sæti laus Baðstofan sýn. fös 28/3, lau 29/3 Sólarferð sýningar. lau. 29/3 örfá sæti lau Vígaguðinn sýn. lau. 29/3 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan sýninga sun. 30/3 örfá sæti laus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.