Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 38
 27. MARS 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Ólíkt almennum ökutækjum eru vinnuvélar ekki trygging- arskyldar og því er mikilvægt að eigendur slíkra tækja hugi veiti tryggingum sérstaka athygli. Tryggingar eru nauðsynlegur þáttur í rekstri fyrirtækja þar sem þau geta staðið frammi fyrir margs konar áhættu í rekstri sínum og ef ekki er hugað vel að geta háar bótakröfur fallið á eigendur. Einnig þurfa fyrir- tæki að uppfylla ýmsar skyldur og því mikilvægt að stjórnendur geri sér grein fyrir þeim áhætt- um sem þeir standa frammi fyrir. Gildir þetta ekki síst um eigendur vinnuvéla. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að flestar vinnuvélar séu vélknúin ökutæki og sé jafn- vel ekið um þjóðvegi landsins eru þær ekki skráningarskyldar. Þar með er ekki tryggingarskylda á vinnuvélum, líkt og almenn- um ökutækjum. Því hvílir mikil ábyrgð á eigendum slíkra tækja að huga sérstaklega að vátrygg- ingavernd vinnuvéla í rekstri sínum. Fréttablaðið leitaði til nokk- urra tryggingafélaga til að fá upplýsingar um tryggingar á vinnuvélum. Öll félögin leggja mikla áherslu á að veita ráðgjöf varðandi alhliða tryggingar sem henta viðkomandi rekstri og at- vinnustarfsemi og telja því enga eina reglu gilda fyrir alla. Karl Einarsson hjá TM trygg- ingum telur að sú grunntrygg- ing sem allir eigendur vinnuvéla eigi að hafa sé ábyrgðartrygging fyrir vinnuvélina. „Ástæðan er einfaldlega sú að tryggingin tekur til margs konar skaðabótaábyrgðar sem getur fallið á atvinnurekanda vegna lík- amstjóns eða skemmda á hinum ýmsum munum við notkun tækis. Einnig legg ég til að notendur vinnuvéla séu slysatryggðir,“ segir hann. Sigurður Ingi Viðarson hjá VÍS bendir á að húftrygging vinnu- véla tryggi vinnuvélina sjálfa fyrir þeim tjónum sem hún geti orðið fyrir í rekstri, en frjáls ábyrgðartrygging veiti rekstr- araðilanum vernd gegn þeirri skaðabótaskyldu sem á hann gæti fallið vegna notkunar á vinnuvélinni. Húftrygging vinnuvéla (kaskótrygging) bætir tjón sem verða á vinnuvélinni sjálfri af völdum skyndilegs og ófyrirsjá- anlegs utanaðkomandi atviks. Vinnuvélatryggingin er því ekki ósvipuð og kaskótrygging öku- tækja, nema að bótasviðið er mun víðtækara þar sem tekið er tillit til þeirrar notkunar og aðstæðna sem vinnuvélar eru í. Þorvaldur I. Birgisson hjá fyrirtækjasviði Sjóvár bendir á að í tryggingaskilmálum sé kveð- ið á um að vátryggðum og starfs- mönnum hans beri að gæta þess að við stjórn vinnuvéla og ann- arra tækja séu ekki aðrir starfs- menn en þeir sem hafi lögbund- in réttindi til stjórnunar slíkra tækja. Hafi viðkomandi vanrækt að hlíta varúðarreglum þessum má fella ábyrgð félagsins niður í heild eða að hluta. - vaj Löglegt en siðlaust að tryggja ekki vélar Húftrygging vinnuvéla (kaskótrygging) bætir tjón sem verða á vinnuvélinni sjálfri af völdum skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks. Karl Einarsson hjá TM tryggingum telur að allir eigendur vinnuvéla eigi að hafa ábyrgðar- tryggingu. Auðunn Blöndal er lítill bílakarl og þaðan af síður vinnuvélakarl. „Ég veit nákvæmlega ekkert um bíla en ætli ég gæti ekki helst hugs- að mér að vinna á ýtu. Ef ég tæki upp á því myndi ég fá mér trukka- gleraugu og örugglega byrja að reykja í leiðinni,“ segir Auðunn. En af hverju ýta? „Ætli þetta sé ekki gamall sandkassadraumur frá því að ég var að moka sand í gamla daga,“ svarar Auðunn, sem segir bílaáhugaleysið hafa komið í veg fyrir að hann legði vinnuvélavinnu eða vörubílaakstur fyrir sig. Því til staðfestingar nefnir hann nýlegt dæmi: „Það sprakk á bílnum mínum á leið frá Keflavík þar sem ég var að skemmta á dögunum. Þetta var seint um kvöld og mér féllust algerlega hendur. Ég fór eiginlega bara að grenja,“ lýsir Auðunn og segist hafa endað á því að fá lánaðan bíl hjá félaga sínum í Keflavík „Ég var reynd- ar ekki með varadekk en þótt svo hefði verið hefði ég aldrei lagt í það að skipta.“ - ve Sandkassadraumur Auðuni Blöndal féllust hendur þegar sprakk á bílnum hans um daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Bílavarahlutir Kúlu- og rúllulegur Hjólalegusett Viftu- og tímareimar Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlur Kúplingar- og höggdeyfar www.falkinn.is- Það borgar sig að nota það besta TRAUSTAR VÖRUR... ...sem þola álagið! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.