Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 64
40 27. mars 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is > Prófaðu … … að gera tesamsætið skemmtilegra með því að bæta ávöxtum og kryddjurtum á borð við myntu út í teglösin. Frosin ber eru tilvalin sem klakar í íste, en þiðin eru þau ekki heldur vitlaus í heitt ávaxtate. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ég gæti síst verið án þess að borða tómata, poppkorn og hvítlauk. Það er sem sagt ítalskur matur og svo popp. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Það er humarinn hjá tengdó. Hún steikir hann í hvítlauk og smjöri og hefur hvítvín með, alveg eins og það á að vera. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég get ómögulega borðað kjötbollur. Ég veit ekki af hverju það er. Kannski fékk maður of mikið af þessu þegar maður var yngri. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Ég elda nú yfirleitt bara þannig að ég smakka mig áfram. Ég nota hins vegar mikið af hvítlauk og engiferi. Engifer út í súpur er algjör snilld. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ef ég ætla virkilega að dekra við sjálfa mig kaupi ég nauta- steik og bý mér til dekurdisk. Á honum er steikin, sem verður að vera svolítið „rare“, hvítlauksristaðir sveppir og salat með ruccola, fetaosti og furuhnetum. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á alltaf tómata og sveppi. Og skinku, mér finnst voða gott að skella í pitsu svona heima. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég reikna með því að það verði vatn á eyjunni. Þá myndi ég trúlega taka með mér nokkur karton af kókómjólk og banana, og svo kæmi ég mér upp sjálfsþurftarbúskap þegar það væri búið. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Ég borðaði bjarnarkjöt í Sankti Pétursborg þegar ég var að syngja þar. Það var alveg rosalega gott en eiginlega ekki líkt neinu öðru sem ég hef borðað. MATGÆÐINGURINN SOFFÍA KARLSDÓTTIR SÖNGKONA Ítalskur matur og poppkorn ómissandi Íslendingar hafa löngum verið gefnir fyrir sósur með þeim mat sem á borð er borinn. Ferskar salsasósur ættu því að eiga upp á pallborðið hér en þær eiga ekki allar mikið skylt við ídýfurnar í krukkunum sem flestir þekkja undir nafninu salsa. Salsa þýðir sósa og því gefur auga leið að salsa er til mörgum og marg- breytilegum útgáfum. Tómatsalsa, sem við þekkjum kannski hvað best, er hægt að gera bæði úr elduðum og hráum tómötum. Salsa verde, græn sósa, er gerð úr tomatillo-tómötum, grænum chilipipar og kóríander, en einnig má útbúa salsa með græna papriku, ananas eða jafn- vel kíví sem uppistöðu. Þessa uppskrift að mangósalsa er að finna á heimasíðunni Myrec- ipes.com. Í hana má ef vill bæta jalapeño-pipar, gúrku, eða tómöt- um. 1 ferskt mangó, afhýtt og skorið smátt 1/3 bolli saxaður rauðlaukur 1/3 bolli saxaður ferskur kóríander 1 msk. nýkreistur lime-safi. Blandið innihaldinu saman og kælið þar til maturinn er borinn fram. Hentar vel með fiski. Salsa með fiskinum Á næstu vikum býður Vínskólinn upp á tvö Master Class-námskeið með sérfræðingum frá Frakklandi og Spáni. Francois Perrin er annar tveggja bræðra sem eiga Château de Beaucastel í Rhône-dalnum en vín frá þeim er nú komið aftur í hillur vínbúðanna eftir að hafa verið ófáanlegt hér um tíma. Perr- in ríður á vaðið mánudagskvöldið 31. mars en að kvöldi 1. apríl held- ur víngerðarkonan Maria Marti- nez Sierra frá Montecillo nám- skeið á vegum Vínskólans. Hin spænsku Montecillo-vín hafa verið afar vinsæl hér eins og víðar um heim og því eflaust margir sem hafa áhuga á að fræðast nánar um þau. Einnig verður smakkað port- vín og sérrí frá Osborne, sem Montecillo tilheyrir, í lok kvölds. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin er að finna á vinskolinn.is. Lært af meisturum MASTER CLASS HJÁ VÍNSKÓLANUM Tveir víngerðarmenn koma hingað til lands og fræða landann um víngerð á Master Class-námskeiðum hjá Vínskólanum sem haldin verða um mánaðamótin. NORDICPHOTOS/GETTY Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur í nógu að snúast þessa dagana, enda frum- sýning á næsta leiti. Þegar heimatökin eru hægari nýtur hún þess að elda upp úr mat- reiðslubiblíunni sinni, The Silver Spoon. Uppskriftin sem Kristín deilir með lesendum Frétta- blaðsins að þessu sinni er upphaflega ættuð úr mat- reiðslubiblíunni The Silver Spoon, sem Kristín kveðst nota óspart. „Í henni er allt frá grænmetisréttum og upp í fisk og kjúkling og allt saman. Við notum hana mikið en breytum uppskriftunum oft eftir okkar höfði og aðlögum að okkur. Við borðum til dæmis ekki mjólk- urvörur,“ útskýrir Kristín, sem velur því til dæmis ólífuolíu eða kókosolíu í staðinn fyrir smjörið. „Í þessa uppskrift er ég vön að nota eitthvað lífrænt, sterkt og gott karrí, indverskt eða eitthvað þannig. Svo er líka gott að blanda smá túrmeriki út í það. Túrmerik er krydd sem er talið vinna gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum. Það er í karríi, en það er gott að bæta aðeins meiru við,“ segir Kristín, sem er einmitt afar hrifin af bæði indverskum mat og taílenskum. „Þessi réttur er svo líka mjög þægilegur, því að þó að hann taki smá tíma á eldavélinni þarf maður samt að gera svo lítið. Eplin verða ótrúlega mjúk og sæt og passa rosalega vel með, og stundum set ég líka dálítið af rúsínum út í,“ bendir hún á. Kristín gerir þó lítið af því að elda þessa dagana, þar sem vinnutörnin sem fer á undan frumsýningu stendur nú sem hæst. Hún leikstýrir nú leikritinu Sá ljóti, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu 5. apríl næstkom- andi. „Það fjallar um mann sem kemst að því að hann fær ekki að fara á ráðstefnu á vegum fyrirtækis síns af því að hann er svo ljótur,“ útskýrir Kristín. „Þetta er mjög umbúðalaust leikrit, sem fjallar bæði um fegurð- ardýrkun samfélagsins og út frá hverju sjálfsmynd okkar mótast,“ segir hún. sunna@frettabladid.is Með silfurskeið að vopni MATREIÐSLUBIBLÍAN Kristín Eysteinsdóttir hefur gaman af því að elda upp úr matreiðslubiblíu sinni, The Silver Spoon, þegar tími vinnst til. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÚKLINGUR Í KARRÍI MEÐ EPLUM OG LAUK 2-4 kjúklingabringur 1 msk. ólífuolía 2 msk. karrí 2 msk. rjómi 2 laukar, skornir 2 epli, flysjuð og skorin í báta Miðið kjúklingabringur við eina á mann. Í stað ólífuolíu má nota kókosolíu, sem er þá látin bráðna á pönnunni. Kristín notar kókosrjóma í stað rjómans. Olían hituð á pönnu. Kjúklingur skorinn í bita, settur á pönnuna og velt þar til hann er brúnaður báðum megin, salt og pipar sett yfir. Því næst er karríinu hrært saman við 150 ml af heitu vatni og því er hellt yfir kjúklinginn. Lauknum og eplunum er svo stráð yfir, lok sett á pönnuna og hitinn lækkaður og þessu leyft að malla í 35 mín- útur, oft er gott að bæta aðeins við af heitu vatni ef þarf. Eftir 30 mín. er rjómanum bætt við og svo eldað í tíu mínútur í viðbót við lágan hita. Berist fram með hrísgrjón- um eða kúskús. Kokkakeppni grunnskóla Íslands fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi 12. apríl næstkomandi. Keppnin hóf göngu sína árið 2004 sem kokkakeppni meðal nemenda Rimaskóla í Grafarvogi, fyrir tilstilli Áslaugar Traustadóttur heimilisfræðakenn- ara. Í fyrra öttu tíu grunnskólar í Reykjavík kappi, en í ár er keppnin í fyrsta sinn opin grunnskólum á landsvísu. „Nú þegar eru komin þrettán lið. Skráningarfrest- urinn rennur hins vegar ekki út fyrr en 31. mars, og ég er að vona að við náum upp í tuttugu,“ segir Áslaug, sem segir enn nægan tíma til stefnu fyrir þá skóla sem hafa hug á að senda lið í keppnina. Mikil hefð hefur skapast fyrir kokkakeppni Rimaskóla, sem haldin var í fimmta sinn í ár, en Áslaug segir að fleiri skólar hafi fetað í þau fótspor. „Fjöldinn allur af skólum hefur haldið undankeppn- ir í ár,“ segir Áslaug. Sumir keppenda hafa haldið áfram í matreiðslu- nám þegar grunnskóla er lokið, og þar á meðal einn liðsmaður úr sigurliði fyrstu kokkakeppni Rima- skóla. „Ég veit að þeir sem voru í öðru sæti í fyrra, frá Álftamýrarskóla, eru í matreiðslunámi núna, og krakkarnir hafa líka verið að fara í þjóninn og bakarann,“ segir Áslaug. „En þó að þau fari kannski ekki í kokkanám er ég viss um að þetta eflir alla matarmenningu landsins. Bæði er þetta góð undirstaða fyrir ungt fólk, og eins vinnur þetta mjög ákveðið gegn skyndibitamenningunni sem við erum alltaf að glíma við. Þessir krakkar munu elda í framtíðinni,“ segir hún. Keppnin fer fram í MK 12. apríl. Nánari upplýs- ingar er að finna á kokkakeppni.is. - sun Keppni eflir matarmenningu KOKKAKEPPNI Á LANDSVÍSU Kokkakeppni grunnskóla Íslands fer fram í fyrsta sinn á landsvísu í ár. Upphafsmaður hennar, Áslaug Traustadóttir, vonast til að ná tuttugu liðum til keppni. Myndin er tekin í keppni grunnskóla Reykjavíkur í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SALSA Í MÖRGUM MYNDUM Mangó- salsa, kívísalsa og salsa verde eru bara nokkrar af fjölmörgum útfærslum á mexíkósku salsa sem Íslendingar geta spreytt sig á. NORDICPHOTOS/GETTY Frábær Fermingargjöf Þessi sér um að vekja þarft að fara framúr til að slökkva á henni! MAGNAÐASTA VEKJARAKLUKKA ALLRA TÍMA iRobot ehf. Hólshraun 7, 220 Hfj. S. 555 2585 Irobot.is Fæst Hjá Max Og hjá Byggt og Búið í Smáralind og Kringlu. Fáðu þér eina iRobot og njóttu komandi sumars…. (ný sending komin)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.