Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 22
22 27. mars 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Nálægar þjóðir nefna það skiptahlutfall sem við köllum gengi. Bæði orðin lýsa því, hversu mikið af innlendri mynt þarf til að greiða fyrir erlendan gjaldeyri, til dæmis hversu margar krónur fyrir einn dollara eða eina evru. Gengi hefur þann eiginleika umfram skiptahlutfall, að orðið sjálft tekur afstöðu: það er hlaðið. Hátt gengi er betra en lágt. Gengisfall er ekki góðs viti. Gengi lýsir meiri samúð tung- unnar með þeim, sem gengisfall- ið bitnar á, en með hinum, sem það hjálpar. Orðið lýsir meiri samhug með launafólki, sem verður fyrir rýrnun kaupmáttar vegna gengisfalls, en með útflutningsatvinnuvegunum, sem hagnast á föllnu gengi. Gengisfall efnahagslífsins Gengisfall krónunnar þýðir gengisfall efnahagslífsins eins og það leggur sig. Þegar dollarinn kostaði 60 krónur í fyrra, var landsframleiðsla á mann á Íslandi 66.000 dollarar á móti 43.000 dollurum í Bandaríkjun- um. Tekjur á mann hér heima voru því orðnar nær helmingi meiri en í Bandaríkjunum. Þeir, sem héldu því fram, að gengi krónunnar væri þá rétt skráð og allt væri með felldu, lýstu í reynd þeirri skoðun, að Íslendingar hefðu skotið Bandaríkjamönnum langt aftur fyrir sig í efnahags- legu tilliti. Sama máli gegnir um þá, sem segjast nú telja, að gengi krónunnar eigi eftir að rísa aftur í fyrra horf. Hvernig getur mönnum dottið annað eins í hug? Hugmyndin um tímabundið gengisfall, sem á eftir að ganga til baka, á sér tvær skýringar. Önnur skýringin er sú, að stjórnvöld sjá sér hag í háu gengi, þar eð þjóðarbúið virðist þá standa betur en það gerir í raun og veru. Stjórnvöld stæra sig jafnan af góðum efnahag fólks og fyrirtækja og sjá sér hag í að viðhalda blekkingunni. Þau þræta í lengstu lög fyrir of hátt gengi, enda myndi viður- kenning þeirra á of háu gengi verða túlkuð sem fyrirboði gengisfalls. Blekkingin veldur skaða vegna þess, að of hátt gengi grefur undan útflutnings- fyrirtækjum og innlendri framleiðslu í erlendri samkeppni og veikir með því móti innviði efnahagslífsins og ýtir undir skuldasöfnun í útlöndum. Hin skýringin er sú, að fólk fyllist vonglaðri bjartsýni, þegar kaupmáttur heimilanna eykst í krafti hágengis. Margt fólk kýs þá að leiða hjá sér aðvörunarorð þeirra, sem sjá í gegnum blekkinguna. Viðvaranir hljóma í eyrum þess eins og úrtölur. Fólkið telur sér trú um, að það hafi sjálft unnið til aukins kaupmáttar, þótt hann hvíli að nokkru leyti á of háu gengi í skjóli skulda. Bjartsýnin getur snúizt upp í oflæti. Þá reynir á stjórnvöld og seðlabanka, sem ber lögboðin skylda til að standa gegn ofþenslu og verðbólgu. Okkar mynt, okkar vandamál Gengi krónunnar hlaut að falla, svo sem það hefur nú gert. Til þess liggja ástæður, sem ég rakti síðast í tímaritinu Herðubreið í sumar leið. Mikill viðskiptahalli árum saman er nær ævinlega órækur vottur um falskan kaupmátt í krafti skuldasöfnunar. Reglan er þó ekki algild. John B. Connally, þá fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði um dollarann við erlendan viðmæl- anda: „Dollarinn er okkar mynt og ykkar vandamál.“ Hann átti við, að Bandaríkjamenn geta safnað skuldum í dollurum og hafa það þó í hendi sinni að rýra þær að verðgildi með því að hleypa verðbólgunni á skrið heima fyrir. Þetta getum við ekki gert frekar en flestar aðrar þjóðir, því að erlendar skuldir okkar eru skráðar í dollurum og evrum, ekki í krónum. Krónan er okkar mynt og okkar vandamál. Óhófleg skuldasöfnun er einnig að sínu leyti órækur vottur um falskan kaupmátt, og útgjöld um efni fram. Samsetning skuldanna skiptir máli, einkum skipting þeirra milli skamms og langs tíma. Bankarnir tóku fyrir fáeinum árum erlend skamm- tímalán í stórum stíl til að fjármagna langtímalánveitingar til húsnæðiskaupa. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn ýttu undir útlánaþensluna. Bankarnir virtust treysta því að geta velt skammtímalánunum áfram við þeim lágu vöxtum, sem voru þá í boði. Annað kom í ljós. Skamm- tímaskuldir bankanna hafa á fáum árum vaxið hagkerfinu yfir höfuð og nema nú um fimmtán- földum gjaldeyrisforða Seðla- bankans. Seðlabankinn hefur engin ráð til að koma krónunni til bjargar. Þegar miklar skammtímaskuld- ir viðskiptabanka urðu gjaldmiðl- um nokkurra Asíuþjóða að falli 1997-98, lækkaði gengi þeirra um 40 prósent í Kóreu, Malasíu og Taílandi og 80 prósent í Indónes- íu. Gengisfallið í Kóreu gekk smám saman að nokkru leyti til baka. Öll löndin réttu úr kútnum eftir gengisfallið, því að undir- staðan var sterk. Framleiðsla á mann í Kóreu komst aftur í fyrra horf eftir tvö ár og í Malasíu og Taílandi eftir fimm ár. Indónesía þurfti átta ár. Þegar gengið fellur Gengisfall krónunnarÍ DAG | ÞORVALDUR GYLFASON 600 íbúðir fyrir stúdenta HÍ UMRÆÐAN Hagsmunamál stúdenta Fyrir viku undirritaði Stúdentaráð Háskóla Íslands þríhliða samkomulag við Reykjavíkurborg og Félagsstofnun stúdenta (FS). Samkomulagið kveður á um að valdhafar í höfuðborginni útvegi FS lóðir undir 600 stúdentaíbúðir á næstu 4 árum. Hinar sex hundruð íbúðir skulu rísa að meirihluta í nágrenni miðborgarinnar en það svæði sem er til sérstakrar skoðunar er svonefnt Hlemmur+ svæði; í nágrenni við Hverf- isgötu, á hafnarsvæði og í Vatnsmýrinni. Á þessu ári skal ráðast í framkvæmdir á Sléttuvegi þar sem 70 fjölskylduíbúðir verða staðsettar sem og á mið- svæði þar sem 100 einstaklingsíbúðir verða upp byggðar. Á næstu þremur árum verður tekið til hendinni - stúdentum til þæginda – á miðsvæði, á jaðarsvæði höfuðborgar þar sem fjölskylduíbúðir eru áætlaðar og í póstnúmeri 102 í Vatnsmýrinni. Við uppbyggingu á síðastnefndu svæði kveður sam- komulagið á um sérstakt samráð og samkomulag við Háskóla Íslands. Það leikur enginn vafi á því að þríhliða samkomulagið kemur afar vel við stúd- enta Háskóla Íslands, sem verða ríflega 12.000 talsins eftir sameiningu við KHÍ 1. júlí næstkomandi. Enda var það unnið í samvinnu við Stúdentaráð og kröfur þess, meðal annars hvað viðkemur staðsetningu nýbygginganna. Þá er samningurinn vissu- lega svar í sjónmáli við æði löngum biðlist- um eftir stúdentaíbúð en undanfarin miss- eri hefur gríðarlegur fjöldi stúdenta sóst eftir þess konar íbúðum, að hluta til vegna uppsprengds fasteignaverðs á almennum markaði. Þannig má ætla að samkomulagið komi til með að saxa allverulega á þá biðlista. Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar að vonum þessum áfanga í íbúðarmálum umbjóðenda sinna. Jafnframt hvetur ráðið borgaryfirvöld til þess að hefja fyrirhugaðar framkvæmdir hið fyrsta svo stúdentar í Háskóla Íslands fái það sem þeir þurfa: þak yfir höfuðið á viðráðanlegum kjörum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Með strætó í Kauphöllina Á vef Norrænu kauphallarinnar á Íslandi er hægt að nálgast ýmsar hag- nýtar upplýsingar, til dæmis um hvar megi finna Norrænu kauphallirnar í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki og Reykjavík. Þurfi maður að komast í Kauphöllina á Íslandi þarf ekki nema að fara á icex.is og við blasa þessar upplýsingar: „OMX Norræna kauphöll- in Íslandi stendur við Laugaveg 182. Strætóleiðir 2, 14, 15, 17 og 19 þjóna miðborgarsvæðinu og stoppa nálægt Kauphöllinni. Frekari upplýsingar er að fá á www.bus.is.“ Draga má í efa að þeir sem eiga erindi upp í Kaup- höll kunni vel á leiðakerfi Strætó. En miðað við horfurnar er kannski ekki seinna vænna að fara að læra á það. Dagamunur Guðni Ágústsson hefur dvalið á Kan- aríeyjum undanfarnar vikur. Meðal annars hélt hann tvo fjölmenna fundi á Klörubar. Að sögn þeirra sem sáu fann Guðni fjölina sína á Klörubar og var í miklum ham þar sem hann lét ríkisstjórnina finna til tevatnsins. Að sögn sjónarvotta talaði Guðni eins og sá sem valdið hafði og var hylltur sem kóngur. Guðni snýr heim úr sólinni í dag. Þá tekur veruleikinn við – síðpáskahret og stjórnar- andstaða. Nóg af verkefnum Helmingur þingmanna Frjáls- lynda flokksins hefur ráðið sér aðstoðarmann. Guð- jón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, réð Magnús Þór Hafsteinsson varaformann sem sinn aðstoðarmann og Grétar Mar Jónsson hefur ráðið Guðrúnu Maríu Óskars- dóttur. Á heimasíðu Frjálslyndra segir Grétar að nóg sé af verkefnum fyrir nýju hjálparhelluna, til dæmis geti hún setið fundi fyrir sig þegar hann eigi ekki heimangengt. Þetta er snið- ugt fyrirkomulag. Aðstoðarmennirnir geta vafalítið líka séð um að semja frumvörp og þingsályktunartillögur þegar andinn er ekki yfir þingmönnum. Og styttist þá í að þeir fari hreinlega að greiða atkvæði á þingi. bergsteinn@frettabladid.isV axtahækkun Seðlabankans og ráðstöfunum hans til þess að auka lausafé á fjármálamarkaðnum var yfir- leitt mætt á fremur jákvæðan hátt. Samtímis höfðu hræringar á erlendum fjármálamörkuðum jákvæð áhrif bæði á gengi hlutabréfa og krónunnar. Með vissum hætti má þó segja að ákvarðanir Seðlabankans gangi hvor í sína áttina. Annarri er ætlað að draga úr útlánum en hinni að greiða fyrir þeim. Við ríkjandi aðstæður var mikilvæg- ast að greiða fyrir lánastarfsemi bankanna. Sú ákvörðun Seðla- bankans var bæði tímabær og þýðingarmikil. Hún hafði ótvírætt jákvæð áhrif í þá veru að auka trú á virkni fjármálakerfisins og stuðla að viðvarandi verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum. Meiri vafi er um gildi vaxtahækkunarinnar. Vera má að þýðing hennar felist fyrst og fremst í því að sýna að bankastjórnin sé sjálfri sér samkvæm. Vandi Seðlabankans er einkum fólginn í því að hann hefur ekki getað sýnt fram á að hann ráði yfir þeim meðulum sem duga til að geta framfylgt þeirri stöðugleikastefnu í peningamálum sem ákveðin var 2001. Seðlabankinn hefur fram til þessa sagt að gengi krónunnar ætti að lækka þegar liði á árið. Þegar það gerist fyrr og hraðar en bankinn gerði ráð fyrir segir hann að breytingin þurfi að ganga til baka. Þessi misvísandi skilaboð kalla á nánari útskýringar. Er markmiðið að freista þess að hækka gengi krónunnar með vöxtum sem engin verðmætasköpun stendur undir? Leiðir það ekki til óraunhæfrar eftirspurnar og viðskiptahalla? Ýtir það ekki undir verðbólgu til lengri tíma? Er einhver önnur leið til að styrkja krónuna með raunverulegum hætti en að auka verð- mætasköpun í þjóðarbúskapnum? Ljóst er að efnahagsþrautirnar sem nú blasa við væru mun þyngri ef fjárfesting í stórvirkjunum og orkufrekum iðnaði væri ekki að skila nýjum tekjum inn í hagkerfið á þessu ári. Mikil- vægt er að jafnt og þétt sé haldið áfram á þeirri braut. Jákvæð skilaboð berast þar um frá fjármálaráðuneytinu en neikvæð frá umhverfisráðuneytinu. Sú misvísun er slæm. Seðlabankinn gefur nú til kynna að hann ætli að taka á þeim innlendu aðilum sem hugsanlega hafa haft áhrif til lækkunar á gengi krónunnar með spákaupmennsku. Skiptir máli hverjir það eru sem slík viðskipti stunda? Er verra að menn styrki stöðu sína með þessum hætti ef þeir eru Íslendingar en útlendingar? Eða er slíkum athugasemdum einungis ætlað að draga athyglina frá raunverulegum vanda á þessu sviði? Hér skuldar bankinn skýr- ingar. Menn vita að íslensku bankarnir hvíla á góðum undirstöðum. Á hinn bóginn þurfti ráðstafanir til að greiða fyrir lánsviðskiptum vegna alþjóðlegrar lausafjárkreppu. Reikna verður með frekari aðgerðum á því sviði. Þetta eru traustvekjandi og uppbyggjandi viðbrögð. En eftir stendur að samtímis þarf að leggja línur um peningamálastefnu sem er líkleg til að tryggja sambærilegan stöðugleika og helstu samkeppnis- og viðskiptalöndin njóta. Forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs Seðlabankans sagði í háskólafyrirlestri í síðustu viku að niður- stöður rannsókna sem hann hefur gert bentu til að með aðild að Myntbandalagi Evrópu mætti ná betri tökum á verðbólgu hér en vænta mætti með umbótum á peningastefnunni. Sú niðurstaða er ekki umhugsunarefni fyrir framtíðina. Hún kallar á tafarlausa stefnumótun fyrir framtíðina. Peningamálastefnan: Í bráð og lengd ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld 27. mars kl. 20. Fyrirlesari Anna Ingólfsdóttir. Allir velkomnir Börn og sorg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.