Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 74
50 27. mars 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. refur 6. í röð 8. meðal 9. keyra 11. tveir eins 12. aðferð 14. vörubyrgðir 16. í röð 17. örn 18. magur 20. klaki 21. ármynni. LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag 3. belti 4. ölvun 5. þróttur 7. skelfiskur 10. skel 13. temja 15. tröll 16. augnhár 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. tófa, 6. rs, 8. lyf, 9. aka, 11. ll, 12. meðal, 14. lager, 16. bd, 17. ari, 18. rýr, 20. ís, 21. árós. LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. ól, 4. fyllerí, 5. afl, 7. skeldýr, 10. aða, 13. aga, 15. risi, 16. brá, 19. ró. „Ég fæ mér morgunblöndu: hörfræ, býflugnafræfla, Alkalife sem er mulið grænmetisduft og trönuberjasafa. Þarna fæ ég öll kolvetni og trefjar, algjöra há- marksnæringu. Svo fæ ég mér tvöfaldan espressó og ristaða brauðsneið til að gleðja sálina.“ Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi. „Já, ég get ekki neitað því. Enda hefði verið alveg furðulegt að láta Pál lesa þessa frétt,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður á frétta- stofu Sjónvarps. Fréttablaðið greindi í gær frá lögbannskröfu Þórhalls Gunnars- sonar dagskrárstjóra á hendur fyr- irtæki sínu RÚV ohf. sem er vitan- lega millileikur í þeirri skák að koma í veg fyrir að Vísir fái umbeðnar upplýsingar um launa- kjör æðstu manna stofnunarinnar. Fréttastofa Sjónvarps vissi eðli- lega allt um málið þegar á þriðju- degi en frétt sem Þóra var búin að vinna var látin bíða, við litla hrifn- ingu skúbbara á RÚV, á þeim for- sendum að fréttaþulur kvöldsins var sjálfur útvarpsstjórinn Páll Magnússon. Og hann telst óneitan- lega aðili málsins. Þóra bar þetta undir frétta- og vaktstjóra og þau voru sammála um að ekki væri hægt að láta Pál lesa fréttina. „Ég lét því textavarp- ið, útvarpið og vefinn hafa þetta þá þegar. Jú, vissulega er þetta skrít- in staða. Og auðvitað fréttastjór- ans að meta hversu mikilvægt þetta er,“ segir Þóra. Hún segir að ef málið hefði verið þannig vaxið hefði verið hægt að skipta Páli út og annar, til dæmis Bogi Ágústs- son, kallaður til að lesa fréttirnar. En það var svo metið að ekki væri ástæða til að þessu sinni. - jbg Páll Magnússon stærri en fréttin „Daníel Bjarnason, hljómsveitar- stjórinn í Óperustúdíóinu, hringdi bara í mig og bað mig um að taka þátt. Og ég gat ekki sagt nei enda er þetta fáránlega skemmtileg sýn- ing,“ segir Arnór Dan Arnarson. Hann mun stíga sín fyrstu spor í óperuheiminum hinn 6. apríl þegar Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir hið vinsæla verk Wolf- gangs Amadeusar Mozart, Cosi van tutti. Arnór mun syngja í kórnum, sem er áberandi í sýningunni. Arnór komst þó á spjöld íslensku tónlistarsögunnar fyrir allt annað en óperusöng fyrir ekki margt löngu þegar hljómsveit hans Agent Fresco sigraði í Músíktilraunum. Og þótt himinn og haf séu milli tón- listar Fresco og Mozart er Arnór ekki í vafa um að nám hans í sígild- um söng hjálpi mikið til. Arnór er víst lýrískur baritónn þótt allt bendi til þess að hann verði tenór í sýningunni. „Ég þarf að hita mig vel upp enda er þetta Mozart, sem þýðir háir tónar,“ segir Arnór. Hann hefur þó ekki rætt þetta nýjasta útspil við félaga sína í hljómsveitinni og er sér það til efs um að þeir muni koma og hlýða á söng hans. „Eða kannski. Og þó, nei, veistu ég held ekki,“ segir Arnór. Óperustudíóið er hálfgert „nem- endaleikhús“ Íslensku óperunnar. Ekkert er þó til sparað við að gera sýninguna sem glæsilegasta úr garði en leikstjóri hennar er Ágústa Skúldadóttir. - fgg Sigurvegari Músíktilrauna syngur Mozart PÁLL MAGNÚSSON Ótækt þótti að hann læsi frétt þar sem hann sjálfur er aðili málsins. ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR Vissulega skrítin staða en fréttastjórans er að meta hversu mikilvæg hver frétt um sig er. „Við Dorrit erum svo fínir vinir og mér fannst því alveg gráupplagt að bera henni kveðju mína með þessum hætti,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison. Örn Elías lék á gítarinn fyrir forseta Íslands þegar hann heimsótti fyrirtækið 3X-technol- ogy á Ísafirði í fyrradag. Mugison viðurkennir að hann hafi fallist á boðið þegar honum var lofað af forsvarsmönnum fyr- irtækisins að forsetafrúin yrði meðal viðstaddra en honum til mikillar armæðu var Dorrit hins vegar víðsfjarri og því bað tónlist- armaðurinn forsetann um að skila frá sér kveðju með ástaróðnum I Want You. Mugison fer ekki leynt með aðdáun sína á forsetafrúnni og segir hana ótrúlega skemmtilega manneskju. Og hann segir að ef Ólafur fari ekki í framboð aftur eigi Dorrit hiklaust að bjóða sig fram. „Og ef ekki hún þá bara pabbi,“ bætir Mugison við. Að sögn tónlistarmannsins komst for- setinn ekki í neitt uppnám við flutninginn á laginu. „Forsetinn veit nefnilega alveg hvar hann hefur hana Dorrit og er ekki að kippa sér upp við það þótt einhver stráksbjálfi syngi eitthvað ljóð fyrir konuna hans,“ segir Mugison og bætir því reyndar við að Ólafur þekki einnig vel til eiginkonu sinn- ar, Rúnu, og viti því upp á hár hvað þarna bjó að baki. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem samskipta Mugisonar og Dorritar er getið í fjölmiðla. Fyrir þremur árum birtust mynd- ir af þeim við afhendingu fyrstu Eyrarrósarviðurkenningarinnar þar sem Mugison var í nokkuð skondnum bol með fremur tvíræð- um texta. Hann mundi vel eftir þeim fundi og hversu hrifin Dorrit hefði verið af bolnum. „Ég sendi henni enda í kjölfarið bol þar sem á stóð „You made me sleep on the wet spot“ og Ólafur mundi vel eftir þeirri gjöf enda fylgdi hálfét- ið Toblerone með í kaupbæti.“ Ekki náðist í Dorrit þar sem hún er stödd í Bretlandi um þessar mundir. freyrgigja@frettabladid.is MUGISON: TREYSTIR VINABÖNDIN VIÐ FORSETAFRÚNA Söng ástaróð til Dorritar GAMAN SAMAN Dorrit og Mugison hlæja saman að bol sem tónlistarmaðurinn skartaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SUNGIÐ FYRIR FORSETANN Mugison gaf ekkert eftir í flutningi sínum fyrir forsetann og tileinkaði for- setafrúnni Dorrit lagið I Want You. Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli sport, er einhver mikilvirkasti plöggari landsins í dag. Meðal skjólstæðinga hans er Merzedes Club og segir það sína söguna. Sjálfur er Valli að hasla sér völl sem skemmti- kraftur og er orðinn plötusnúður á ný en hann starfaði á árum áður sem slík- ur á Tunglinu. Síminn stopp- ar ekki hjá Valla og hann var að „dídjeia” eins og það heitir úti í Hrísey um páskana við mikinn fögnuð. Og talandi um Gazman, Gillz og buffin í Merz- edes Club þá eru þau önnum kafin við tökur á myndbandi við nýjasta lag sitt sem heitir „Meira frelsi”. Í vikunni voru um 70 manns samankomin á Rex við tökur en mynd- bandið er eitt það dýrasta sem gert hefur verið hérlendis. Um 100 manns starfa við gerð þess en leik- stjórar eru Samúel Bjarki og Gunni Palli. Tökumað- urinn er svo sjálfur Ágúst Jak- obsson sem vann sér til frægðar um árið að vera hirðtökumaður Guns’n’Roses. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Nr. 13 - 2008 Verð 659 k r. 27. mars. – 2. apríl. Gerir lí fið skemm tilegra ! 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 ELSKAR ÍSLENSKAR KONUR! Sigurbjörn Adam, fangi á Litla-Hrau ni: Högni í Hjaltalín og kærastan: NÆLDI Í SÆNSKA! LÍÐUR BEST MEÐ LÖGGUNA Á HÆLUNUM! Þorbjörg Hafst eins yngir Dani upp : Í ÚTRÁS Á NÆRBUXUNUM! SÆT SAMAN ! Kvennaljómi nn Fjölnir enn á ferð: FÉKK KÝLI Á BAKIÐ! Einar Ágúst sýnir nýja hlið: Ómar Ragnarsson á spítala: George í Nætur- vaktinni og Skau pinu: SJÁIÐMYNDIRNAR! LÝRÍSKUR BARITÓNN Arnór Dan, söngvari rokksveitarinnar Agent Fresco, hefur lært sígildan söng við FÍH undanfarið ár og unir sér vel við námið. Hann þreytir frumraun sína í óperuheiminum í byrjun næsta mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.