Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 40
 27. MARS 2008 FIMMTUDAGUR MHG verslun hefur hafið inn- flutning á Gehl-smágröfum. Gehl-gröfur eru bandarískar og eru frá samnefndu fyrirtæki sem var stofnað árið 1859 og verð- ur því 150 ára á næsta ári. Hilmar Árnason framkvæmdastjóri hjá MHG verslun sem er umboðsaðli fyrir Gehl hér á landi segir hinum nýju smágröfum hafa verið vel tekið og að margar fyrirspurn- ir hafi borist um þær. „Verðið virðist líka hagstætt miðað við verð á sambærilegum vélum hér á markaði,“ fullyrðir hann. Hilmar segir fyrirtækið Berg- risann ehf. hafa fest kaup á fyrstu Gehl-vélinni og láti það vel af henni. Grafan flýti mikið fyrir og létti starfsmönnum Bergris- ans vinnuna eins og vænta má. Nú ráði fyrirtækið líka við marg- slungnari verk en áður. - gun Ný smágrafa gerir sig gildandi á landinu Hér er GEHL-grafa Bergrisans við störf á lóð stúdentagarðanna í Hafnarfirði. Samtök verslunar og þjónustu munu á næstu vikum funda með Vegagerð ríkisins og samgönguyfirvöldum í Reykjavík og bera fram kvört- un yfir því að flutningafyrirtæki hafi gleymst við hönnun umferðar- mannvirkja í borginni og nágrenni hennar. Sumir vörubifreiðastjórar hafa nefnt veginn á leiðinni Reykjavík/ Borgarnes sem versta vegarspotta landsins. Það er vegna hinna mörgu hringtorga á þeirri leið. Stórar vörubifreiðar með tengivagna eiga oft í stökustu vandræðum með að aka um þau án þess að taka yfir næstu akrein líka og sömuleiðis að sneiða fram hjá umferðareyjum án þess að keyra upp á þær. Einkum hafa menn áhyggjur af öryggis- málunum því hætta er á að farmur falli af bílum við svona aðstæður. Göngubrýr eru líka þrándur í götu vöruflutningabíla. - gun Þröngt um trukkana Stórslys geta hlotist af ef tengivagn fer á hliðina eins og hér hefur gerst. ● FLEIRI HESTÖFL FRÁ ZETOR Zetor kynnti nýja gerð af For- terra dráttarvél í febrúar síðastliðnum. Á búvélasýningu í Louisville í Bandaríkjunum þann 13. febrúar kynnti dráttarvélaframleiðandinn Zetor nýja viðbót við Forterra-línuna, Forterra 13241. Þessi nýja vél er ein af þremur nýjum Forterra-gerðum, fjórhjóladrifin með 132 hestafla vél og hönnuð til að mæta hörðustu kröfum í nútíma búskap. Zetor leggur áherslu á sterkan undirvagn úr járni í allar gerðir véla sinna og er nýja vélin engin undantekning. Meðal annars er stýrishúsið sérstaklega styrkt til að tryggja öryggi og stöðugleika. Zetor er einn þekktasti dráttarvélafram- leiðandi í Evrópu en fyrirtækið var stofnað fyrir rúmum sextíu árum. Vélarnar eru framleiddar í Brno í Tékklandi og eru í notkun á bóndabæjum í yfir hundr- að löndum um allan heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.