Fréttablaðið - 27.03.2008, Page 60

Fréttablaðið - 27.03.2008, Page 60
 27. mars 2008 FIMMTUDAGUR Ótrúleg ferðasaga teikninga úr nokkrum af frægustu teiknimynd- um Disney-fyrirtækisins hefur fengið farsælan endi. Upprunalegar teikningar úr kvikmyndum á borð við Þyrnirós frá árinu 1959 og styttri teikni- myndum frá fjórða áratugnum fundust í skáp í Chiba-háskólanum í Japan fyrir fjórum árum. Mynd- irnar höfðu upphaflega komið til Japans á sjöunda áratugnum til sýninga. Að sýningartímanum loknum gaf Disney-fyrirtækið Nútímalistasafninu í Tókýó mynd- irnar, en forstöðumönnum safns- ins þóttu myndirnar ekki passa inn í safneignina og gáfu því Chiba-háskólanum teikningarnar í von um að þær myndu veita nem- endum í listadeildum skólans inn- blástur. Skömmu síðar átti sér stað stefnubreyting innan háskólans og listnámsbraut var lögð niður. Því fór svo að Disney-teikningun- um var pakkað niður og stungið inn í skáp og þar fengu þær að dúsa í rúmlega 40 ár. Þegar myndirnar fundust að nýju voru sumar þeirra illa farnar vegna rakaskemmda. Því tóku við stórfelldar viðgerðir sem stóðu yfir í heilt ár. Að þeim loknum voru myndirnar sendar í sýning- arferðalag um Japan við mikinn fögnuð almennings. Stjórn Chiba-háskólans, sem ekki hefur endurvakið listnáms- braut sína, tók svo þá ákvörðun að teikningunum væri best komið hjá Disney-fyrirtækinu, þar sem þar væri framtíð þeirra tryggð. Teikningar úr teiknimyndum þóttu á árum áður heldur ómerki- legur varningur og voru til að mynda seldar í Disney-World skemmtigarðinum á einn dollara stykkið. Þetta viðhorf hefur breyst; teiknimyndir teljast nú löggilt listform og eru því upp- runalegar teikningar úr gömlum teiknimyndum ákaflega verðmæt- ar og ganga kaupum og sölum fyrir svimandi háar upphæðir. Til að mynda hefur ekki en tekist að verðmeta safnið sem Disney-fyr- irtækið endurheimti frá Japan þar sem sumar teikninganna eru svo sjaldgæfar og gamlar að ekkert fordæmi er fyrir verðlagningu þeirra. Það er því ljóst að forsvarsmenn Chiba-háskólans báru hag menn- ingarsögu Bandaríkjanna fyrir brjósti þegar ákvörðun var tekin um að skila teikningunum til Disney-fyrirtækisins. Reyndar umbunaði fyrirtækið skólanum með einnar milljónar dollara styrk fyrir vikið, en það er víst hugur- inn sem gildir. - vþ Disney-teikningar á heimleið ÚR TEIKNIMYNDINNI BLÓM OG TRÉ FRÁ 1932 Ómetanleg list sem nú hefur ratað heim eftir svaðilfarir í japanskri geymslu. FIMMTUD. 27. MARS KL. 20 TÍMAMÓT - GUÐNÝ GUÐMUNDS- DÓTTIR ÁSAMT FYRRVERANDI OG NÚVERANDI NEMENDUM O.FL. KONSERTMEISTARI 60 ÁRA! FÖSTUD. 28. MARS KL. 20 OG LAUG. 29. MARS KL. 16 OG KL. 20 SÖKNUÐUR - TÓNLEIKAR Í MINNINGU VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR. UPPSELT! SUNNUD. 6. APRÍL KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR MARGRÉT HRAFNSDÓTTIR OG HRÖNN ÞRÁINSDÓTTIR. FRUMRAUN Í TÍBRÁ! Engisprettur eftir Biljana Srbljanovic Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Fyndið og sorglegt leikrit eftir eitt magnaðasta leikskáld Evrópu í dag Sjáðu og heyrðu meira á leikhusid.is Frumsýning á Stóra sviðinu í kvöld 30. mars - uppselt 3. april 4. april 10. april 11. april 17. april 18. april 23. april 24. april Þjóðleikhúsið um helgina Engisprettur frumsýn. 27/3 uppselt, 28/3 örfá sæti laus Baðstofan sýn. fös 28/3, lau 29/3 Sólarferð sýningar. lau. 29/3 örfá sæti lau Vígaguðinn sýn. lau. 29/3 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan sýninga sun. 30/3 örfá sæti laus

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.