Fréttablaðið - 22.04.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 22.04.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI SKOÐANAKÖNNUN Skiptar skoðanir eru á heimsókn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra til Peking í ágúst, þar sem hún ætlar að vera við- stödd setningar athöfn Ólympíu- leikanna. Samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins segja 53,7 prósent að fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar eigi að vera viðstaddur setningarathöfnina, en 46,3 prósent eru því mótfallin. Stuðningur við för Þorgerðar er meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þá eru fleiri karlar en konur sem vilja ráðherr- ann við setningarathöfnina. Mestur er stuðningurinn við för Þorgerðar meðal sjálfstæðisfólks, rétt tæplega sjötíu prósent, en minnstur stuðningur meðal Vinstri grænna; 67,5 prósent þeirra vilja ekki að fulltrúi ríkis- stjórnar fari utan. Skipting stuðn- ingsfólks annarra flokka er svipuð meðaltalinu. Hringt var í 800 manns 19. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Á fulltrúi íslensku ríkis- stjórnarinnar að vera viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna í Peking? 83,8 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. - ss HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ketilbjöllur voru notaðar fyrr á tímum til að vigta korn á ökrum Rússland Vha á Kraftur í ketilbjöllu HNLFÍ í Hveragerði verður með heilsusamlegt hádegisverðarhlaðborð á sumardaginn fyrsta og er öllum velkomið að koma. Verð fyrir fullorðna er 1.350 krónur en frítt er fyrir börn yngri en tólf ára. Gestum býðst síðan að hafa það gott í nýju baðhúsi stofnunarinnar án endurgjalds. Heilsukostur – Kökur og eftir réttir heitir námskeið sem kennt verður hjá Manni lifandi í dag, þriðjudaginn 22. apríl, frá klukkan 18 til 20. Auður Ingibjörg Konráðsdóttir kennir hvernig á að töfra fram holla en góða eftirrétti án mikillar fyrir-hafnar og gefur uppskriftir. Hjúkrunarþjónusta er í boði í tveimur verslunum Lyfju, í Lágmúla og á Smáratorgi. Hægt er að leita ráðgjafar um val og notkun á allri almennri hjúkrunar-vöru og ýmiss konar stoðvöru en í Lágmúla fást ýmsar hjúkrunar-vörur og hjálpartæki sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir niður. Vala Mörk Jóhannsdóttir segir æfingar með ketilbjöllu skila sér í daglegu amstri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R flutningarÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2008 S. 520 2220 www.efnamottakan.is Við sækjum! Láttu okkur eyða gögnunum Einkamál Spillum ekki framtíðinni P IP A R • S ÍA • 7 0 0 9 0 Halló Norðurlöndaðstoða við flutninga innan Norðurlanda.BLS. 4 30.000 blaðberar komnir til landsins Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 22. apríl 2008 — 109. tölublað — 8. árgangur FLUTNINGAR Ný vefsíða opnuð til að nýta sendiferðir betur Sérblað um flutninga FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VALA MÖRK JÓHANNESDÓTTIR Iðjuþjálfari sem sneri sér að einkaþjálfun heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Vilhjálmi Egilssyni svarað Seðlabankinn gerir upp samkvæmt sömu reglum og aðrir og þarf ekki að viðurkenna neina villu eða biðj- ast afsökunar, skrifar Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri. Í DAG 16 Engin fasteignasala í heimi selur fleiri fasteignir en RE/MAX Dorothea E. Jóhannsdóttir Sölufulltrúi 898 3326 dorothea@remax.is Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteigna fyrirtækja og skipasali Ertu að spá í að selja? Frítt söluverðmat FRAMÚRSKARANDI SÖLUFULLTRÚAR FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteigna fyrirtækja og skipasali OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 VIÐSKIPTI „Það má raunar segja sjóðnum til hróss að hann lækkaði vextina ekki eins mikið og hann hefði í rauninni getað,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis. Íbúðalánasjóður lækkaði í gær vexti á íbúðalánum í 5,2 prósent, með uppgreiðsluákvæði, og 5,7 prósent án uppgreiðsluákvæðis. Hallur Magnússon ráðgjafi segir að sjóðurinn hefði getað lækkað vextina meira, jafnvel niður í fimm prósent. „Íbúðalánasjóður er með þessu að teygja sig eins og hann getur á móti Seðlabankanum og hávaxta- stefnu hans.“ - ikh / Sjá síður 4 og 13 Íbúðalánasjóður lækkar vexti: Gat lækkað meira EFNAHAGSMÁL Forysta Alþýðusam- bands Íslands gekk á fund forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra í gærmorgun til að fara yfir stöðuna í efnahagsmálum þjóðarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að á fundinum hafi verið farið vítt og breitt yfir efnahagsmálin og þróunina frá því að kjarasamning- ar voru gerðir. „Þetta var mjög jákvæður og góður fundur,“ segir Geir, sem telur verkalýðshreyfinguna skilja stöðuna mæta vel. „Það hafa orðið gríðarlegar og óvæntar breytingar frá því að kjarasamningar voru gerðir.“ „Þetta var ágætur fundur,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra. „Við ræddum meðal annars um það að halda breiðari samráðsfund á næstunni vegna stöðunnar sem upp er komin.“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að á fundinum hafi verið „tekinn Eldhúsdagur um þessa döpru stöðu í efnahagsmálum og menn sammæltust um að bera sig þétt saman í framhaldinu“. Grétar á von á því að inn í sam- ráðið komi fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og hugsanlega fleiri. „Við vorum upplýst um að í far- vatninu er fundur í næstu viku með þessum hópi, sem ríkisstjórnin fór af stað með síðastliðið sumar. Auk okkar eru í honum opinberu félögin, Samtök atvinnulífsins og sveitar félögin,“ segir hann. Grétar býst ekki við að mikið gerist fyrr en eftir þann fund. „Þá skýrist kannski betur hvaða stefnu málið tekur, hvort víðtækt samráð fer í gang eða hvernig að málinu verður staðið. “ Grétar bendir á að hvorki ríkis- stjórnin né verkalýðshreyfingin hafi töfralausnir við vandanum í efnahagsmálunum. „En við höfum engu að síður í ljósi reynslunnar trú á svona samráði. Síðast þegar reyndi mikið á í efnahagsmálunum 2001-2002 skilaði það mjög góðum árangri, svo að ég tali nú ekki um þjóðarsáttina 1990, þannig að sam- ráð með þessum hætti hefur alltaf skilað samfélaginu góðum árangri. Vandinn er mikill og ekki auðvelt að átta sig á hvað er til ráða.“ - ghs / - bþs Samráð verkalýðsins og ríkisstjórnar hafið Forysta Alþýðusambands Íslands var kölluð á fund ríkisstjórnarinnar í gær- morgun. Samráðsnefndin frá því í fyrra tekur upp þráðinn í næstu viku. Skoðanakönnun Fréttablaðsins um för á setningarathöfn Ólympíuleikanna: Helmingur styður heimsókn Þorgerðar Katrínar til Peking Á fulltrúi íslensku ríkisstjórnar- innar að vera viðstaddur setningar- athöfn Ólympíuleikanna í Peking? Já 53,7% Nei 46,3% Skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins 19. apríl 2008. MÓTMÆLASTAÐA VIÐ HÉRAÐSDÓM Félagar í samtökunum Saving Iceland efndu í gær til mótmæla við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem mál gegn Ólafi Páli Sigurðssyni, stofnanda samtakanna, var tekið fyrir. Þar er Ólafur Páll sakaður um eignaspjöll á lögreglubifreið á mótmælasvæði á Kárahnjúkasvæðinu en mótmælendur segja lögreglumenn hafa ekið á Ólaf. Nánar á síðu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Veðramót til Moskvu Kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Moskvu. FÓLK 24 Vínyllinn í tísku á ný Íslenskar hljóm- sveitir gefa plötur sínar út á vínyl. FÓLK 24 FLOTT NYRÐRA Í dag verða austan 8-15 m/s syðst á landinu, annars hægari. Bjart veður norðan til og vestan, annars skýjað og sums staðar væta allra syðst. Hiti á bilinu 5-12 stig að deginum. VEÐUR 4 7 10 8 9 9 FORNLEIFAR Bein sem talið er vera rifbein af manni fannst á sunnu- dag á Fjallaskaga í Dýrafirði. „Þetta stóð út úr bakka, þar sem sjór hefur brotið af landi, þegar ég sá þetta,“ segir Árni Þór Helgason stálsmiður á Ísafirði. Beinið hefur nú verið sent suður til frekari rannsókna en þó að ekkert sé sannað enn um upprunan eru kenningarnar þegar komnar á flug fyrir vestan að sögn Árna Þórs. „Menn telja jafnvel að þetta geti verið af Spánverja en Spánverjavígin áttu sér stað hér um slóðir snemma á 17. öld,“ segir hann. „Ég var hins vegar alveg grunlaus þegar ég fann þetta og taldi þetta bara vera af einhverri kind,“ bætir hann við. - jse Mannabein í Dýrafirði: Bein á vígaslóð BEINIÐ FRÁ DÝRAFIRÐI Kenningar eru uppi um að beinið sé úr Spánverja sem veginn hafi verið á 17. öld. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON 2-0 fyrir Keflavík Keflavíkurliðið er komið í lykilstöðu í einvíginu um Íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik eftir frábæran sigur í Fjárhúsinu. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.