Fréttablaðið - 22.04.2008, Side 22

Fréttablaðið - 22.04.2008, Side 22
Pökkun og flutningar, öðru nafni Propack, sérhæfir sig í pökkun og frágangi á búslóð- um til flutnings innanbæjar, milli landshluta eða landa. Fyrirtækið sér um allt sem búslóðaflutningum viðkemur hvort sem það er að meta um- fang búslóðar, gera verðtilboð, pakka niður búslóð eða taka upp úr kössum á áfangastað. „Við pökkum hverju sem er niður, hvort sem það eru bækur, föt, gleraugu og svo framvegis,“ segir Viðar Pétursson, pökkunar- sérfræðingur hjá fyrirtækinu Propack. „Eigandinn þarf í raun ekki að vera á staðnum og oft er hann það ekki. Sjáðu til dæmis fyrir þér einbýlishús, þar sem maðurinn er að vinna og konan ein heima með þrjú eða fjögur börn. Hún hefði varla ráðrúm að pakka búslóðinni niður, sérstak- lega ekki þungum hlutum, og annast börnin. Þar komum við hjá Propack til hjálpar.“ Viðar segir flutninga vandmeð- farna þar sem vel verði að ganga frá búslóð svo hún skemmist ekki. „Það þarf að gera þetta rétt, því ekki vill maður fá búslóðina í klessu þegar á leiðarenda er komið, hvort sem endastaður er Hólmavík eða Bonn.“ Propack sér um að senda bú- slóðir til útlanda þar sem erlendir samstarfsaðilar fyrirtækis- ins taka á móti þeim. Eins tekur fyrirtækið við búslóðum frá út- löndum, leysir þær úr tolli og annast alla pappírsvinnunna sem því fylgir. Inntur eftir því hvort einhverj- ar nýjungar hafi orðið í búslóða- flutningum milli landa síðustu ár segir Viðar svo ekki vera. „Helsta nýjungin sem mér dettur í hug er meiri skriffinnska í kring- um flutninga. Skjalagerðin er að þyngjast og tollafgreiðsla erlend- is og hérlendis er tímafrekari en áður. Það er til dæmis orðið miklu strangara að senda vörur til Bandaríkjanna og ganga þarf frá öllum pappírum miklu fyrr en gert hefur verið.“ Að sögn Viðars tryggja fag- mannleg vinnubrögð í flutning- um það að búslóðin komist heil til skila og er meðal annars nauðsyn- legt að tryggja búslóðina. Hann segist hafa heyrt ýmsar hrakfalla- sögur af flutningum þar sem fólk annaðist sjálft pökkun og raðaði til dæmis ekki rétt í gámana þannig að búslóðin varð fyrir skemmd- um. „Maður hefur líka heyrt sögur af fólki sem pakkar sjálft og ligg- ur svo í kjölfarið vikum saman með einhver meiðsl; fólk ætlar sér kannski að bera upp ísskápinn eða ömmuskenkinn eftir fimmtán ára skrifstofustörf og festist síðan í baki vikum saman.“ - nrg 22. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fl utningar Viðar Pétursson, starfsmaður hjá Propack, segir mikilvægt að vanda vel til verka við pökkun og flutning á búslóðum svo þær verði ekki fyrir hnjaski. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Rétt líkamsstaða og réttur út- búnaður skipta höfuðmáli í vel heppnuðum flutningum. Gott er að nota vinnuvettlinga við mik- inn burð og klæðast skóm með stáltá. Með því má forða tá- og fótbroti ef hlassið er þungt og fellur úr höndum. Þá er mikil- vægt að passa vel upp á bakið í flutningum; bogra ekki yfir hlutunum heldur beygja sig í hnjám og krjúpa þegar lyfta á þungum kössum og húsmunum, en það jafnar átak og minnkar álag á bakið. Útkoman verður mun ánægjulegri flutningur og ánægðari kroppur eftir erfiðið. Flutt með gát og fyrirhyggju Forðast má þursabit og bakmeiðsli með því að beygja sig rétt í flutn- ingum. Frá heimili til heimilis Að ýmsu þarf að huga við bú- slóðarflutninga, meðal annars að verða sér úti um góða kassa. Þá getur verið heillaráð að komast yfir sterkbyggða kassa sem má nota aftur og eins geyma hluta af búslóð í um ótiltekinn tíma. Plastkassar eru kjörnir til þess en þá er meðal annars hægt að nálgast í IKEA og eins er hægt að fá sérstaka geymslu- kassa í Kassagerðinni. Eins er gott að flokka hluti í kassa eftir einstaka herbergjum og merkja innihald og herbergi utan á kassa, til dæmis áhöld- eldhús og þar fram eftir götum. Gott getur verið að merkja sérstaklega kassa með brot- hættu innihaldi og gæta þess að setja ekki aðeins þunga hluti í einn kassa og létta í annan heldur dreifa þungum hlutum í nokkra kassa, til að létta undir með flutningamönnum. Þá er sniðugt að safna dag- blöðum í nokkurn tíma fyrir bú- slóðaflutning enda pappírinn fljótur að hverfa þegar verið er að pakka ofan í kasssa. Pakkað og merkt Máli skiptir að velja sér góða kassa en fallegt útlit skemmir heldur ekki fyrir og getur verið til prýðis. Flutningur.is er ný vefur sem gerir bílstjórum kleift að nýta ferðir sínar til hins ýtrasta. Tví- burabræðurnir Stefán Halldór og Kristján Árni Kristjánssynir, sem standa að verkefninu, hafa það að leiðarljósi að með síðunni geti allir Íslendingar nýtt sér betur ferðir sendibíl- stjóra sem flakka landshorna á milli. Flutningur.is er þjónusta með tvenns konar hlutverk. Annars vegar geta bílstjórar skráð inn ferðir á síðunni þegar þeir eru með tóman bíl á heimleið og geta boðið þá ferð á niðursettu verði. Hins vegar getur almenningur sent inn fyrirspurn eða ferða- beiðni í gegnum síðuna sem reynt verður að uppfylla. „Við skulum segja að þú sért bílstjóri og búinn að skrá þig þarna inn,” segir Stefán. „Þá er þitt símanúmer inni og allar upp- lýsingar um þig. Þú skráir ferð sem þú ert að fara og að þú losnir kannski á Akureyri á morgun. Ef einhver á Akureyri vill nýta þig á heimleiðinni til Reykjavíkur, spyrst viðkomandi fyrir um þig á vefnum og bílstjórinn fær SMS- skilaboð með símanúmeri kúnn- ans og ferðina sem hann spurði um. Þá er þetta orðið persónulegt og bílstjórinn kominn í beint sam- band við kúnnann.“ Stefán segir algjört aukaatriði hvort kúnninn þurfi að láta flytja fyrir sig bretti milli landshluta eða búslóð til Noregs. Allt sé inni í myndinni og aðalatriðið að bíl- stjórar séu ekki að aka með tóma bíla. „Ef ég fengi til dæmis flutn- ing til Egilsstaða, þá set ég inn á heimasíðuna flutning frá Egils- stöðum og heim. Þá er ég að nýta ferðina til baka, og þar af leið- andi er sú ferð seld á kostnaðar- verði. Nú eru allar bensínstöðvar komnar með internet, svo það geta allir farið inn á netið, uppfært og tékkað. Þetta er allt orðið svo dýrt hérlendis að síðan hlýtur að vekja eftirtekt.“ Kristján, tvíburabróðir Stefáns, vonast einnig til þess að síðan veki verðskuldaða athygli. „Verði þessi síða vinsæl meðal almennings þá er viðbúið að einyrkjar láti í aukn- um mæli vita af ferðum sínum.“ Hann bendir á að dæmigerð aug- lýsing bílstjóra gæti hljóðað ein- hvern veginn svona: „Er að fara norður með vörur, losna fyrir norðan, get tekið vörur til baka.“ Svo bætir hann við: „Ég fór til dæmis með tóman bíl til Horna- fjarðar að sækja vörur. Ég hefði alveg viljað fara með vörur austur í leiðinni fyrir lítið, bara til að fá eitthvað upp í olíukostnaðinn. En svona er þetta blessaða líf!” - nrg K & S sf. er með ellefu bíla. Þar af eru fimm litlir bílar og sex stærri. Af þeim stærri eru fimm með alopnunarkassa; þrír þeirra tekið allt að fimmtán tonn og tveir geta tekið níu tonn. Sjötti stóri bíllinn er kranabíll, sem er hentugur í útkeyrslu á hellum, jarðvegi og fleiru. MYND/FLUTNINGUR.IS Tvíburabræðurnir Stefán Halldór og Kristján Árni Kristjánsson reka flutningafyrirtækið K & S sf. og standa jafnframt á bak við heimasíðuna flutningur.is. MYND/RÓBERT HAFSTEINSSON Ferðir betur nýttar en áður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.