Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 1

Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LÖGREGLUMÁL Tuttugu menn voru handteknir í átökum á milli mót- mælenda og lögreglu á Suðurlands- vegi í gær. Átökin áttu upptök sín í aðgerðum atvinnubílstjóra sem hindruðu umferð um veginn. „Mér finnst leitt að til þessa hafi komið. Það er ekki í samræmi við hefðir á Íslandi að leysa úr ágrein- ingi með átökum en ég tel eðlilegt að lögregla grípi til þeirra ráðstaf- ana sem hún telur nauðsynlegar til að vernda almanna öryggi,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Átökin hófust laust fyrir klukkan ellefu í gærmorgun eftir að mót- mælendur höfðu hunsað margít- rekuð fyrirmæli lögreglunnar um að víkja af götunni. Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, segir átökin vera lögreglu að kenna. „Hún meinaði einum bílstjóra að færa bílinn sinn og tók hann fantatökum í staðinn.“ Um sextíu lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum sem stóðu fram yfir miðjan dag. Margoft sauð upp úr og beitti lögregla piparúða á mótmælendur. Þeir köstuðu hins vegar eggjum, gosflöskum og fleiru lauslegu að lögregluliðinu. Forsætisráðherra telur bílstjór- ana hafa verið búna að ganga fram af lögreglu og almenningi sem blöskri aðferðir þeirra. Rétt hafi verið af lögreglu að taka í taumana í gær. „Menn sem haga sér með þessum hætti og stofna almannaöryggi í hættu geta ekki vænst þess að við þá sé rætt og þetta verður þeim ekki til framdráttar,“ segir Geir sem telur aðgerðir bílstjóranna hafa skaðað aðra. „Ýmsir hópar á Íslandi eru með kröfur á hendur ríkinu eða hafa málstað fram að færa og vilja mótmæla en það eru ekki allir sem geta lokað umferð með því að leggja stórum vörubíl- um úti á götu. Mér finnst að með svona framkomu sé gert lítið úr málstað annarra.“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vilja að fjallað verði um málið í allsherjar- nefnd Alþingis. Sturla Jónsson segir að menn séu alls ekki hættir mótmælum enda fullvissir um að þjóðin standi með þeim. - gar /bþs /kóp sjá síður 4, 6, 8 Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 24. apríl 2008 — 111. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir kaupir ýmislegt á eBay og hefur oft gert góð kaup. Nýjasta fjárfestingin er bleikur ullarjakki eftir Söru Berman. Vigdís, sem þessa dagana æfir stíft fyrir leikritið Ástin er diskó – lífið er pönk, segist nettur eBay-fík- ill. „Ég hef kannski kki minnist sérstaklega góðra kaupa. „Ég keypti til dæmis gamlan Silver Cross-barnavagn handa dóttur minni í gegnum vefinn og í honum var hún mjög sæl.“ Vigdís er hrifin af gamaldags fötum og verslar frek- ar í litlum búðum en stórum verslanakeðjum. Annars segir hún dagamun á stílnum og að oft líði henni be t heima í druslufötum að mála Íútrás f i Góð kaup á netinu Vigdís Hrefna keypti ullarjakkann á eBay en þar hefur hún keypt sitt lítið af hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TAI CHI Á GRUNDVistmenn á dvalarheimil-inu Grund hafa sumir hverjir stundað kínverska morgunleikfimi einu sinni í viku síðasta árið. HEILSA 6 HÖNNUN Í HAFNARHÚSINUFatahönnunarfélag Íslands stendur fyrir sýningunni Showroom Reykjavik í Portinu í Hafnar-húsinu dagana 25. og 26. apríl. TÍSKA 2 Almennur opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18Laugardaga 11 - 16 Opið í dag frá 12-16 Mér finnst leitt að til þessa hafi komið. Það er ekki í samræmi við hefðir á Íslandi að leysa úr ágreiningi með átökum. GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA VEÐRIÐ Í DAG VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR Bleikur jakki nýjasta fjárfestingin af netinu tíska heimili heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS SUMAR Í LOFTI Leyniheimar, aldin- garðar og lengra sumar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Vinsælt á leið- inni austur Eden í Hveragerði fagnar fimmtugu í dag. TÍMAMÓT 36 Fyrsta lagið klárt Fyrsta lag Eyþórs Inga eftir sigurinn í Band- inu hans Bubba hefur litið dagsins ljós. FÓLK 54 Helgi undirheimakóngur Helgi Björnsson rifjar upp gamla takta er hann leikur undir- heimakónginn Lalla í sjónvarpsþátta- röðinni Svörtum englum. FÓLK 62 SUMARDAGINN FYRSTA GLEÐILEGT SUMAR! sumar í loftiFIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 Laugardagurinn 26. apríl Norskar markísur sem eru kjörnar fyrir íslenskar aðstæður.BLS. 16 SKÚRIR SYÐRA Í dag verða austan 5-13 á suðurhluta landsins annars hægviðri. Bjart með köflum um mitt Norðurland annars fremur skýjað og sumstaðar dálítil væta, einkum sunnan til. VEÐUR 4 8 13 11 10 12 Piparúða og kylfum beitt á mótmælendur Geir H. Haarde forsætisráðherra segir framgöngu lögreglu gegn mótmælendum á Suðurlandsvegi í gær hafa verið eðlilega. Fólki hafi blöskrað aðferðir atvinnu- bílstjóra. Talsmaður þeirra kennir lögreglu um og boðar fleiri aðgerðir. LÖGREGLA HRÓPAR GAS, GAS! Lögreglumönnum og mótmælendum laust saman í hörðum átökum á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt í gærmorgun. Atvinnubílstjórar höfðu lokað veginum og neituðu að fara að tilmælum lögreglu sem að lokum lét til skarar skríða og beitti meðal annars piparúða til þess að bægja mönnum frá. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Markalaust Barcelona og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í Meistaradeildinni á Spáni. ÍÞRÓTTIR 56 MÓTMÆLI Nítján manna aukalið var kallað út í sjúkraflutninga vegna mótmælanna í gær. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru á vettvangi átakanna í Norðlingaholti í gær, en lögreglan hringdi eftir aðstoð. Þetta hafði þau áhrif að fresta þurfti fyrirfram pöntuðum sjúkraflutningum. - kóp Tafir í sjúkraflutningum: Nítján manna lið kallað út

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.