Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 88
56 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is > Undanúrslit í Lengjubikarnum Undanúrslitin í Lengjubikar karla fara fram í dag. Klukkan 14.00 mætast Íslandsmeistarar Vals og ÍA í Kórnum í Kópavogi og klukkan 19.00 fer leikur Fram og Breiða- bliks fram í Egilshöll. Þarna gefst kærkomið tækifæri fyrir knattspyrnuáhugamenn til að hita upp fyrir Landsbankadeildina sem hefst 10. maí næstkomandi. Úrslitaleikurinn fer síðan fram fimmtudaginn 1. maí. HANDBOLTI Handknattleikssam- band Evrópu, EHF, mun ekki dæma Ólaf Stefánsson í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk undir lok leiksins gegn HSV í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur af atvikinu sá EHF ekki ástæðu til þess að refsa Ólafi, sem getur þar af leiðandi leikið báða úrslitaleikina gegn Kiel. „Það er þungu fargi af mér létt við þessi tíðindi og frábært að geta hjálpað félögum mínum í þessum leikjum gegn Kiel,“ sagði Ólafur við spænska blaðið Marca. - hbg Ólafur Stefánsson: Ekki í banni gegn Kiel Stuðningsmannasveit Keflvíkinga, Trommusveitin, hefur legið í dvala í vetur en heldur betur vaknað til lífsins í úrslitakeppninni þar sem hún hefur farið mikinn í að hvetja sína menn áfram. Sveitin er skipuð hressum strákum sem finnst gott að hita upp fyrir leiki með því að fá sér smá söngvökva. Einhverjum hefur blöskað framkoma strákanna, sem hafa á stundum sést með bjór í stúkunni. Aðalsprauta sveitarinnar, Jóhann Alfreðsson, betur þekktur sem Joey Drummer, segir ekkert athugavert við framkomu sveitarinnar, sem sé ekki með nein leiðindi eða dónaskap heldur einbeiti sér að því að styðja sitt lið. „Það voru einhverjir viðkvæmir að röfla en það fylgir flestum kappleikjum hér heima sem og erlendis að fá sér nokkra kalda til þess að koma sér í gírinn. Ég skil samt vel að fólk vilji ekki sjá bjór uppi í stúku og það verður enginn með bjór uppi í stúku næst. Ég get lofað því,“ segir Joey Drummer en hann játar að það hafi gerst og þykir honum það miður. „Það voru örfáir með bjór uppi í stúku síðast. Svo hefur því verið haldið fram að við höfum verið til skammar í Hólminum og það hafi sést í sjónvarpinu. Ég hef kíkt á þetta og það er algjört kjaftæði enda vorum við ekki með nein leiðindi. Við vorum bara hressir enda gaman hjá okkur. Við fórum í skemmtilega ferð í Hólminn með tvo gítara, bongótrommu og allt að frétta,“ sagði Joey léttur en hann segir sína menn hafa samið ein sex lög á leið í Hólminn. Joey segir fáranlegt að einhverjir séu að fetta fingur út í að stuðningsmenn fái sér nokkra bjóra fyrir leiki líkt og tíðkist úti um allan heim. „Það er ekki eins og við séum að neyta eiturlyfja. Það er ekkert rugl á okkur, þetta eru bara nokkrir öllarar til að kveikja í mönnum. Það verður enginn bjór í stúkunni núna en við verðum svínhressir. Ég get lofað því,“ sagði Joey en hann hvetur stuðningsmenn Snæfells til þess að hita upp með Trommusveitinni, sem ætlar að hittast á Paddys eða Yello fyrir leik. TROMMUSVEIT KEFLVÍKINGA: HEFUR VERIÐ SÖKUÐ UM DRYKKJULÆTI Á LEIKJUM KEFLVÍKINGA Það verður enginn með bjór uppi í stúku KÖRFUBOLTI Chris Paul og félagar í New Orleans Hornets eru komnir í 2-0 gegn Dallas Mavericks eftir tvö örugga heimasigra þar sem leikstjórnandinn ungi hefur farið á kostum. Paul er fyrsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppninnar sem nær að skora 30+ stig, gefa 10+ stoðsendingar og stela 3+ boltum í tveimur leikjum í röð og hann er einnig sá fyrsti sem nær að skora 30 stig og gefa 10 stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum sínum í úrslitakeppninnni. Eftir tvo fyrstu leikina er Paul með 33,5 stig, 13,5 stoðsendingar og 3,5 stolna bolta að meðaltali og hefur hitt úr 64 prósentum skota sinna og aðeins tapað samtals 4 boltum. Jason Kidd, sem átti að breyta liði Dallas í meistaralið, er aftur á móti með 9 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í þessum tveimur töpum Dallas. - óoj Dallas í vondum málum: Paul að fara illa með Kidd FÓTBOLTI Frank Lampard, miðju- maður Chelsea, játar að hafa hvorki verið líkamlega né andlega tilbúinn í leikinn gegn Liverpool. Lampard eyddi lunganum af síðustu viku við hlið móður sinnar sem liggur á spítala með lungnabólgu. „Ég hef verið í betra standi í leikjum og vikan hefur verið mér mjög erfið,“ sagði Lampard en um tíma leit út fyrir að móðir hans færi yfir móðuna miklu. „Ég ætla ekki í smáatriði en þetta leit illa út á tímabili. Það var erfiðasta stund lífs míns,“ - hbg Frank Lampard líður illa: Mamma er veik FÓTBOLTI Leikur Barcelona og Man. Utd náði aldrei þeim hæðum sem vonast var til í gær. Manchester United lá í skotgröfunum nánast allan leikinn, sýndi litla sem enga sóknartilburði á meðan Barcelona fékk að leika sér með boltann á miðjum vellinum. Markalaust jafntefli og því mikil spenna fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Það er óhætt að segja að leikur- inn hafi farið hressilega af stað því eftir rúma mínútu var dæmd vítaspyrna á Barcelona. Ronaldo skallaði boltann og Milito varði hann með höndunum. Klár víta- spyrna. Ronaldo tók spyrnuna sjálfur, sendi Valdes í rangt horn en skaut boltanum fram hjá. Dýr mistök þar hjá Portúgalanum. Vítið var sem kinnhestur í andlit Börsunga sem tóku öll völd á vell- inum í kjölfarið. Þeir sóttu grimmt að marki United, fóru illa með bakverði enska liðsins á köflum en gekk þó ekkert að skapa sér opin færi þar sem Ferdinand og Brown voru sterkir fyrir miðju varnar- innar. Messi var sérstaklega sprækur en hafði ekki erindi sem erfiði frekar en félagar hans. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins sem United var aftur með. Ronaldo náði að komast inn í sendingu frá Iniesta, var næstum sloppinn í gegn en Milito náði að stöðva hann. Einhverjir vildu fá vítaspyrnu en Svisslendingurinn Massimo Busacca var ekki á því að flauta annað víti. 0-0 í hálfleik. Barcelona byrjaði vel í síðari hálfleik og í tvígang komst Eto´o í ákjósanleg færi en hann fór illa að ráði sínu í bæði skiptin. Eina færi United í síðari hálfleik fékk Michael Carrick er hann lék á varnarmann og stóð einn gegn markverði. Skot hans fór aftur á móti í hliðarnetið. United þétti vörnina eftir því sem leið á hálfleikinn, leyfði Börsungum að leika nálægt eigin teig og lengra komust Börsungar ekki enda Manchester-múrinn afar þéttur. Markalaust jafntefli því niður- staðan og United stendur því aðeins betur að vígi fyrir seinni leikinn en vítaspyrnan sem klúðr- aðist gæti reynst þeim dýr enda mörk á útivelli gulls ígildi. „Ég var ekkert að breyta víta- spyrnutaktíkinni minni. Ég hef nokkrum sinnum skorað í þetta horn en í dag skoraði ég ekki. Það er ekkert mál. Ég mun bara skora í Manchester,“ sagði Ronaldo við Sky eftir leikinn en hann taldi sig eiga að fá annað víti er Marquez fór í miður gáfulega tæklingu í teignum. „Ég tel að hann hafi snert mig en dómarinn vildi ekki gefa víti. Af hverju hef ég ekki hugmynd um. Hvað varðar leikinn þá var þetta mjög erfiður leikur. Barce- lona spilaði vel, hélt boltanum vel innan liðsins en við vörðumst vel. 0-0 er fín úrslit fyrir okkur. Barca skapaði í raun engin færi, við fengum betri færi en þeir. Nú er það heimaleikurinn og ég tel að við munum hafa betur þar,“ sagði Ronaldo en Ferguson, stjóri United, var einnig mjög sáttur við markalaust jafntefli í leiknum. henry@frettabladid.is Múrinn ókleifi frá Manchester Manchester United lagði sóknarbolta sinn á hilluna á Camp Nou í gær og myndaði þess í stað sterkan varnarmúr sem Barcelona náði aldrei að rjúfa. Niðurstaðan markalaust jafntefli í leik sem Barcelona stýrði allan tímann. Cristiano Ronaldo klúðraði vítaspyrnu á annarri mínútu leiksins. DÝRT VÍTI Cristiano Ronaldo skaut fram hjá úr vítaspyrnu í upphafi leiksins í gær. Skal engan undra að hann hafi síðan haldið um höfuð sér. NORDIC PHOTOS/AFP BARCELONA-MAN UTD 0-0 Lið Barcelona: Valdes, Zambrotta, Milito, Marquez, Abidal, Toure, Deco (77., Henry), Xavi, Iniesta, Messi (62., Bojan), Eto´o. Lið Man. Utd: Van der Sar, Hargrea- ves, Brown, Ferdinand, Evra, Scholes, Carrick, Park, Ronaldo, Rooney (76., Nani), Tevez (85., Giggs).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.