Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 40
● fréttablaðið ● sumar í lofti 24. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR2 Náttúran er í eðli sínu óhamin, þótt víða sé skipulag á óreiðunni. Mannfólkið gerir skurk í því að hemja illgresi og arfa, kantskera grasbala, raða blómum saman í litaröð og stilla upp álfum og gos- brunnum fyrir augað að njóta. Í garðyrkjustörfum er oft mikið um að vera eins og sjá má á moldugum höndum og stráum í hári þeirra sem verkin vinna. Í því felst líka sjarmi útiveru og gróðurræktar, sem fyllir sálina vellíðan. Og þótt aurug stígvél og lúnar skóflur séu ekki alla jafnan til uppstillingar bera þau vitni um náið og gagn- virkt samband mannsins við sköp- unarverk og náttúru. - þlg Vinnan göfgar manninn Garðáhöld og stígvél fjölskyldunnar í návist blóma uppi við snjáða hurð. NORDICPHOTOS/GETTY Skógrækt áhugamannsins er yfirskrift námskeiðs á vegum Skógræktarfélags Íslands í byrjun maí. „Alls kyns ræktun er mjög rík í eðli mínu. Ég er fæddur og upp- alinn norður í Skagafirði og rak þar búskap á árunum 1957-1967. Þetta gerði ég samhliða námi en flutti síðan suður og starfaði sem skólastjóri í Hagaskóla í áratugi. Skógræktin kom til sögunnar hjá mér um 1975 og hefur síðan verið mitt helsta tómstundastarf,“ segir Björn Jónsson, sem mun leiða námskeið hjá Skógræktarfélagi Ís- lands í byrjun maí. Námskeiðið ber yfirskriftina „Skógrækt áhuga- mannsins“ og er miðað að þörfum áhugafólks sem vill ná árangri í ræktunar starfinu. „Ég hóf skógrækt fyrir alvöru fyrir austan að Sólheimum í Land- broti. Konan mín, Guðrún Magnús- dóttir, er þaðan en við tókum við þeirri jörð þegar búskapur lagð- ist af. Þetta er mikill dýrðarstaður sem fjölskyldan hefur mikla ánægju af,“ útskýrir Björn, sem segir garðinn heima á Seltjarnar- nesinu frekar hefðbundinn. „Þá byrjaði ég að planta öllum algeng- ustu trjátegundum á borð við greni, furu og ösp. Þó ekki birki, sem þrífst ekki fyrir austan. Ég náði mjög góðum árangri með ræktun- ina og var í kjölfarið beðinn um að halda námskeið fyrir áhugamenn,“ segir Björn, sem telst til að um tvö þúsund manns hafi sótt þessi námskeið frá upphafi árið 1995. „Þetta er ýmist fólk sem á sumar- hús eða landspildu í sveit eða fólk með skógræktar áhuga. Síðan er mjög ánægjulegt að allir sem hafa sótt námskeiðin segja að ræktun- in gangi mun betur,“ segir Björn og nefnir þrjá þætti sem forsendu fyrir góðri rækt. „Á síðustu öld, þegar menn voru að þreifa fyrir sér í skógrækt á Íslandi, plöntuðu þeir of þétt og voru hræddir við notk- un á áburði. Ég hins vegar passa að planta með góðu millibili og blanda saman lífrænum og tilbúnum áburði. Það er ein helsta forsend- an fyrir velgengninni, í bland við heilbrigða skynsemi. Þetta gekk þó nokkuð erfiðlega í byrjun, en ég lærði smám saman af reynslunni,“ segir Björn, sem sýnir litskyggn- ur af ræktunarstarfi og talar ítar- lega með á námskeiðinu. Auk þess hvetur hann fólk til að spyrja sem mest. Einnig getur fólk haft sam- band eftir námskeið og Björn hefur fengið ófá símtöl úr görðum héðan og þaðan. „Ég hef bara gaman af því að leiðbeina fólki og því er vel- komið að hringja. Síðan hef ég líka kíkt á ræktun og hef fengið ágætis skemmtun út úr þeim ferðum,“ segir Björn. Námskeiðið er haldið dagana 7. og 8. maí kl. 20-22.30 og kostar kr. 10.000 á mann, en 6.500 fyrir félagsmenn í skógræktarfélagi. Innifalin eru námskeiðsgögn og kaffi. Veittur er tuttugu prósenta hjónaafsláttur. Þátttakendafjöldi er takmarkaður á hvert námskeið. Skráning fer fram á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands í síma 551-8150 eða á skog@skog.is. Allar nánari upplýsingar. www.skog.is - rh Myndarlegt ræktunarstarf Skógræktin er rík í eðlinu segir Björn Jónsson, sem leiðbeinir áhugasömum um ræktun á námskeiði í byrjun maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● SANNKALLAÐ ÞARFAÞING Garðstólar eru sannkallað þarfaþing í garðinum á sumrin. Eftir að garðurinn hefur verið tekinn í gegn er gott að geta sest niður til að horfa á afrakstur dagsins, setjast niður með góða bók eða gera hreinlega ekki neitt, njóta veðurblíðunnar og hafa það gott. Þar að auki geta fallegir garðstólar gert mikið fyrir umhverfið. Garðstólar fást í ýmsum gerðum og stærðum. Akralind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 4656 • Fax 544 4657 • Husqvarna Construction Products STEINSAGIR, kJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR DM 230 K750 K2500 K3600K3600 FS 400 Steinsagablöð og kjarnaborar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.