Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 90
58 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Það er enginn uppgjaf- artónn í Justin Shouse þótt hann játi að enginn í Snæfellsliðinu hafi búist við því að lenda 0-2 undir. „Við fengum gott tækifæri til þess að vinna fyrsta leikinn en svo komu þeir og rassskelltu okkur á okkar eigin heima- velli. Það spilaði enginn vel í síðasta leik nema Nonni Mæju (Jón Ólaf- ur Jónsson), sem er mjög óvanalegt hjá okkur. Við létum Kefl- víkingana ýta okkur til og frá í leiknum og þeir unnu baráttuna í leikn- um, sem er örugglega í fyrsta sinn sem það ger- ist á okkar heimavelli á þessu tímabili. Nú þurf- um við að taka áskorun- inni og mæta til þeirra og láta finna fyrir okkur. Kefla- vík er að spila meistarabolta þessa stundina en ekki við,“ segir Justin. „Við þurfum að fækka mis- tökunum hjá okkur því það má segja að við séum að vinna sjálfa okkur í þessum tveimur leikjum. Það mun skipta mestu máli að við förum að hugsa betur um boltann og fækka töpuðu boltunum. Það þarf að liggja á boltanum eins og gulli í úrslitakeppninni,“ segir Justin. „Við skuldum körfubolta- áhugamönnum á Íslandi betra einvígi en það hefur verið til þessa og Keflvík- ingar þurfa að gera eitt- hvað sérstakt til þess að vinna okkur í þessum leik,“ sagði Justin að lokum. - óój Snæfellingurnn Justin Shouse fyrir leikinn í kvöld: Skuldum betra einvígi KÖRFUBOLTI Keflvíkingurinn Tommy Johnson er klár í þriðja leikinn í kvöld. „Við verðum að einbeita okkur áfram að því sem við höfum verið að gera svo vel síðan í þriðja leiknum á móti ÍR. Við fundum góðan takt eftir að hafa spilað mjög illa í fyrstu tveimur leikjunum. Það sem skiptir mestu máli er að við erum að spila frábæra liðsvörn,“ segir Tommy Johnson, sem hefur skorað 21,8 stig að meðaltali á 28,0 mínútum í síðustu fimm leikjum. Hann segir sigurhefðina sterka í Keflavík. „Það er greinilegt að þessir strákar í liðinu hafa verið í þessari stöðu áður. Það var ekki auðvelt að koma til baka eftir að hafa lent 0-2 undir en þeirra hugarfar og karakter dreif liðið áfram og ég veit að mörg lið hefðu gefist upp í sömu stöðu,“ segir Tommy, sem á von á því að fyrirliðinn Magnús Þór Gunnars- son eigi góðan leik en hann hefur aðeins hitt úr 3 af 15 skotum sínum í einvíginu til þessa. „Maggi hefur verið í vandræð- um í síðustu leikjum og ekki hitt vel. Ég veit að hann þarf bara einn góðan hálfleik til þess að komast aftur á flug. Ég er viss um að hann komi sterkur inn í þessum leik, sem gerir allt miklu auðveldara fyrir okkur hina. Það er erfitt að vinna okkur því við erum að fá framlag frá mörgum mönnum á mörgum mismunandi sviðum,” segir Tommy. „Það mun ekkert trufla okkur að hafa bikarinn á hliðarlínunni. Það skiptir mestu máli að við höldum áfram að spila fast og láta finna fyrir okkur. Við ætlum að spila grimma vörn og gefa þeim engin auðveld stig. Ef þeir ætla að koma hingað og vinna okkur þurfa þeir að hafa mikið fyrir því,“ segir Tommy að lokum. - óój Tommy Johnson í Keflavík: Það er erfitt að vinna okkur MAÐUR LEIKSINS Tommy Johnson var valinn besti leikmaðurinn í leik tvö þar sem hann skoraði 27 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Kjarninn í karlaliði Keflvíkinga á möguleika á því að fagna fjórða Íslandsmeistaratitl- inum sínum frá árinu 2003 vinni þeir þriðja leikinn í röð gegn bik- armeisturum Snæfells í Toyota- höllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er búist við troð- fullu húsi. Keflavíkurkonur hafa þegar komið með Íslandsbikarinn í hús eftir sex sigra í röð og karlarnir geta endurtekið leikinn því þeir hafa unnið alla leiki sína síðan þeir lentu 0-2 undir gegn ÍR í undanúr- slitaeinvígi sínu á dögunum. Keflavíkurliðið hefur sýnt mik- inn styrk í lokaúrslitum síðustu ár og hefur sem dæmi unnið 11 af síðustu 13 leikjum sínum um titil- inn. Þrír leikmenn liðsins hafa spilað alla þessa þrettán leiki en það eru Gunnar Einarsson, Magn- ús Þór Gunnarsson og Jón Norðdal Hafsteinsson. Arnar Freyr Jóns- son missti af einum leik vegna leikbanns (lokaleikurinn 2004) og þá var Sverrir Þór Sverrisson búinn að leika alla leiki fyrir loka- úrslitin í ár en hann skipti eins og kunnugt er yfir í Njarðvík fyrir þetta tímabil. Snæfell hefur aftur á móti tapað 8 af 10 leikjum í sínum þremur lokaúrslitum og þeir Hlynur Bær- ingsson og Sigurður Þorvaldsson hafa verið með í öllum þessum tíu leikjum. Snæfell hefur mætt Keflavík í öll skiptin og hefur nú tapað fimm leikjum í röð í lokaúr- slitum í Sláturhúsinu í Keflavík sem nú ber nafnið Toyota-höllin. Kunna að klára einvígin Það er ekki nóg með að Keflvík- ingar séu sterkir í lokaúrslitum; þeir eru einnig góðir í að klára úrslitaeinvígin sín. Keflvíkingar hafa alls unnið 8 af 11 leikjum þar sem þeir hafa getað tryggt sér meistaratitilinn, þar af sex af þeim sjö leikjum sem þeir hafa spilað við þessar aðstæður á heimavelli sínum í Keflavík. Eina skiptið sem þeir hafa klikk- að á því að tryggja sér titilinn á heimavelli var þegar Njarðvíking- ar unnu þá 91-81 í fjórða leiknum árið 1991. Njarð- víkingar tryggðu sér þar með odda- leik í Ljóna- gryfjunni þar sem þeir tryggðu sér Íslandsmeist- aratitilinn og unnu því þetta vor tvo af þessum þremur leikjum sem Keflvík- ingar hafa tapað með Íslandsbikarinn innan seilingar á hliðarlín- unni. Þriðja tap Keflvík- inga kom í Njarðvík í fjórða leik árið 1999 en Keflvíkingar bættu fyrir það með því að vinna odda- leikinn á heimavelli og tryggja sér titilinn. Keflavík hefur nú unnið fjóra leiki í röð í þessari stöðu en liðið vann báða leiki sína sannfær- andi gegn Snæfelli í sömu stöðu árin 2004 (20 stiga sigur, 87-67) og 2005 (10 stiga sigur, 98-88). Útlendingar Keflavíkur hafa svo sannarlega vinninginn í fyrstu tveimur leikjunum. Þeir Bobby Walker, Tommy Johnson og Anthony Susnara hafa skil- aði 53 fleiri stigum, eru með 18,8 prósentustigum hærri skotnýtingu og hafa skilað 34,5 hærra framlagi að meðaltali í leikjunum til þessa. Þeir Bobby og Tommy eru líka með hæsta framlag allra leikmanna í einvíg- inu. Bobby hefur skorað 22,6 stig, tekið 6,5 fráköst og gefið 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjum eitt og tvö, sem skilar 32 framlagsstigum til liðsins, en Tommy hefur skilað 23,0 framlagsstigum í leik. Tommy hefur reyndar bætt í í hverri umferð úrslita- keppninnar. Hann var róleg- ur gegn Þór í átta liða úrslit- unum (12,5 stig í leik), vaxandi gegn ÍR í undanúrslitunum (17,0 stig í leik og 96 prósenta vítanýt- ing) og hefur síðan verið frábær í fyrstu tveimur leikjunum á móti Snæfelli (22,5 stig og 53,1 prósents skotnýting). Aðeins tvö sóknarfráköst Nokkrar tölur stinga í augun þegar tölfræði fyrstu tveggja leikjanna er skoðuð nánar. Frákastatröllið Hlynur Bær- ingsson hefur sem dæmi aðeins tekið tvö sóknarfráköst á 70 mín- útum í þessum tveimur leikjum og það er augljóst að Keflavíkurliðið leggur höfuðáherslu á að stíga Víkinginn út en Hlynur tók sem dæmi 24 sóknarfráköst í fjórum leikjum á móti Grindavík. Annað sem vekur athygli er að Keflavík hefur stolið 19 fleiri bolt- um (27 á móti 8) en Snæfell en Hólmarar hafa alls tapað 34 bolt- um í fyrstu tveimur leikjunum á móti aðeins 16 hjá Keflvíkingum. Það hefur enn fremur ekki dugað Snæfellsliðinu að taka 22 fleiri fráköst og fá 9 fleiri víti í þessum leikjum. Vinni Snæfellingar í kvöld tryggja þeir sér fjórða leikinn í Stykkishólmi á laugardaginn en vinni Keflvíkingar leikinn verða þeir Íslandsmeistarar í níunda sinn. ooj@frettabladid.is Sterkir á úrslitastundu Keflavík hefur unnið 11 af síðustu 13 úrslitaleikjum sínum um Íslandsmeistara- titilinn og getur orðið Íslandsmeistari í fjórða sinn á sex árum vinni liðið Snæ- fell í kvöld. Sagan segir Keflvíkinga kunna það manna best að klára sín einvígi. ÞEKKIR ÞESSA STÖÐU VEL Magnús Þór Gunnarsson hefur skorað 17 stig í leik og hitt úr 50 prósentum af þriggja stiga skotum sínum í þeim leikjum sem Keflavík hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í undanfarin þrjú skipti. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRNL MEISTARAR Gunnar Einarsson lyftir Íslands- bikarnum 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nr. 38923-54238 Stærðir: 36-41 Dömuskór Nr. 38243-53376 Stærðir: 36-41 Dömuskór GOLFSKÓR VOR 2008 KRINGLUNNI - SMÁRALIND Verð: 16.995kr.- Nr. 38674-52102 Stærðir: 40-45 Verð : 22.995kr.- Herraskór Nr. 38004-51052 Stærðir: 40-46 Verð: 24.995kr.- Herraskór Nr. 38644-54242 Stærðir: 41-45 Verð: 19.995kr.- Herraskór Verð: 22.995kr.- Nr. 38883-53582 Stærðir: 36-41 Verð: 18.995kr.- Dömuskór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.