Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 80
48 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Veitingastaðurinn Vox á Hilton Reykjavík Nordica hefur síðustu vikur boðið upp á svokallað „High Tea“. Um er að ræða aldagamlan evrópskan sið sem hefur upp á síðkastið gengið í endurnýjun líf- daga, og þá helst í Englandi, þar sem fólk hittist yfir tebolla og hefðbundnum léttum veitingum. „Þetta hefur eiginlega gengið framar vonum,” segir Björk Ósk- arsdóttir, Chef Garde Manger á Vox, sem sér um veitingarnar. „Þetta virðist vera skemmtileg nýjung inn í það flæði sem við höfum fyrir. Það hefur verið mikið um að hópar hittist hérna í High Tea, og jafnvel verið haldin afmæli hjá okkur,“ segir hún. Boðið er upp á úrval af tei, og ýmiss konar veitingar. „Við erum með þessar hefðbundnu litlu samlokur; agúrkusamlokur með reyktum laxi, parmaskinku- og pestó eða salamisamloku með eggjasalati. Í þessu sæta blönd- um við svo saman okkar sérís- lensku sætindum og þeim hefð- bundnu,“ útskýrir Björk. Einnig er hægt að fá High Tea, eða síð- degiste, með barnvænum veit- ingum, svo sem litlum pitsum, og hollari veitingar fyrir þá sem vilja minni sykur. Herlegheitin eru borin fram á tveggja og þriggja hæða bökkum, á hefð- bundinn hátt. Björk segist þó í raun ekki hissa á því að siðurinn eigi upp á pallborðið hér á landi. „Við erum svo nýjungagjörn, og líka orðin svo alþjóðleg. Það eru margir sem hafa prófað þetta erlendis. Ég átti líka alveg eins von á því að fólk myndi verða hrifið af þessu, alveg eins og brönsinn varð vinsæll,“ bætir hún við. Hægt er að fá High Tea á Vox alla daga vikunnnar á milli 14 og 18. - sun High Tea á upp á pallborðið Kartöflusalat... ...stendur alltaf fyrir sínu. Þú þarft ekki að fara á majónes-fyllerí til að uppskera gott kartöflu- salat, því þau eru til í aragrúa af mismunandi útfærslum. Sýrður rjómi eða sinnepsdressing eru á meðal þess sem getur komið í stað majónesdoll- unnar. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Það eru ávextir og skyr. Ég er nútímamaður með blandara. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Það var bara um daginn, þegar mér og leikhópnum úr Kommúnunni var boðið í mat heim til ömmu Gael García í Mexíkó. Það var kjúklingur í chili-súkkulaðisósu sem amman gerði, þessi sextán barna móðir. Það er allt önnur upplifun að fara svona í heimahús en að borða mexíkóskan mat á veitingastað, þá fyrst fattar maður hvað þessi matur er góður. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég er ekki undir sama þaki og svið. Fjöl- skyldan mín lætur mig alltaf vita ef svið eru á boðstólum, þá kem ég eftir mat. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Gufu- suðupotturinn minn, tvöfaldur pottur sem maður getur gufusoðið í grænmeti og fisk. Hitt leyndarmál- ið er að eiga rautt chili-mauk og kókosmjólk, þá er maður kominn langt á veg. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Eitthvað gott græn- metisfæði. Svo dett ég oft í ísskápinn á nóttunni. Ég er með mjög heilbrigðar matarvenjur í björtu, en þegar enginn sér til ligg ég í osti og brauði. Sambýlisfólk mitt er svo ómerkilegt að það kaupir brauð öðru hvoru. Og súkkulaði- sojamjólk. Það er dásamlegt gervibragð af henni. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á alltaf skyr, grænmeti og ávexti. Svo setur pakkið, sambýlisfólkið, öðru hvoru osta og brauð inn í ísskáp. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég tæki með mér hrísgrjón og mikið af háfjallasam- lokum, úr grófu brauði með hnetusmjöri og bláberjasultu. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Maurar sem ég fékk í Mexíkó. Okkur var ekki sagt að þetta væru maurar fyrr en eftir á, en þeir voru bara ógeðslega góðir. MATGÆÐINGURINN ÁRNI PÉTUR GUÐJÓNSSON LEIKARI Besta máltíðin hjá ömmu Gaels García Tabbouleh-salat á rætur sínar að rekja til Líbanons en er borið á borð víða í Austurlöndum nær. Þar sem kryddjurtir og sítrónusafi ljá því léttan blæ er tabbouleh tilvalið þegar léttur kvöldverður eða hádegisverður er efst á óskalista. Það er oftast borið fram með sal- atblöðum, en það er þó ekkert sem kemur í veg fyrir að seilst sé í brauðkörfuna. Þessa uppskrift að tabbouleh er að finna á uppskriftavefnum epic- urious.com. ½ bolli búlgúrhveiti 3 msk. ólívuolía 1 bolli sjóðandi vatn 2 bollar fínt söxuð fersk flatblaðs- steinselja ½ bolli fínt söxuð fersk mynta 2 tómatar, skornir í litla bita ½ steinalaus gúrka, skorin í litla bita 3 msk. sítrónusafi ¼ tsk. salt ¼ tsk. svartur pipar Afhýðið gúrkuna, fjarlægið kjarnann og skerið í litla bita. Hrærið saman búlgúrhveiti og 1 msk. af olíu í hitaþolinni skál. Hellið sjóð- andi vatni yfir og strengið plastfilmu yfir skálina svo ekkert loft komist að. Látið standa í 15 mínútur, sigtið búlgúrhveitið frá vatninu og reynið að pressa sem mestan aukavökva úr hveitinu. Setjið búlgúrhveitið í aðra skál og blandið öllu saman við, ásamt 2 msk. af olíu, þar til allt hefur blandast vel. Berið fram. Ferskt tabbouleh Þau leiðu mistök urðu hér á matar- síðunni fyrir viku að uppskrift Sigrúnar Baldursdóttur að brúnni randalínu reyndist röng. Þar stóð að til baksturins þyrfti 50 g af hveiti, en þar átti að standa 500 g, eins og bakstursvanir lesendur hafa eflaust margir áttað sig á. Uppskriftin birtist hér í sinni réttu mynd. Brún randalína 250 g smjörlíki 325 g sykur 500 g hveiti 2 egg 3 msk. kakó 1 tsk. matarsódi 2 tsk. negull 1 tsk. kanill ½ tsk. kardimommudropar 2 dl mjólk Krem: 2 msk smjör/smjörlíki 2 bollar flórsykur 1 eggjarauða 2 msk. rjómi Vanilludropar eftir smekk Hrærið smjörlíki þar til lint og ljóst. Setjið sykur og egg saman við og hrærið. Bætið hveiti, matarsóda, kryddi og kakói út í og hrærið saman. Bætið mjólk út í og hrærið þar til deigið verður lint. Smyrjið deiginu í fjórum hlutum á bökunarplötu, svo hver lengja verði um 0,5 cm á þykkt. Bakið við 200 gráður í 20 mín. Hrærið innihaldi kremsins saman. Raðið kökunni saman og smyrjið kremlagi á milli lengja, svo samtals verði þrjú lög. Rétt randalína KEIMUR AF AUSTURLÖNDUM Tabboul- eh-salat er ættað frá Líbanon, en er vinsælt víða í Austurlöndum nær. NORDICPHOTOS/GETTY Hildur Ársælsdóttir, ein liðskona hljóm- sveitarinnar Amiinu, hefur verið grænmet- isæta frá unga aldri. Dahlið sem hún gefur uppskrift að er uppáhaldshversdagsmatur- inn hennar. „Ég er uppalin grænmetisæta og þekki varla annað. Ég reyndi aðeins að borða kjöt upp úr unglingsárum, vegna einhvers hræðsluáróðurs, en það átti bara ekki við mig,“ segir hún. Dahlið sem hún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að er í uppáhaldi hjá Hildi, en rétturinn er upphaflega ættaður frá Indlandi. „Þessi útgáfa er nú ekkert sérstaklega indversk. Þeir nota indverskt smjör í réttinn og miklu meiri fitu. Þetta er svona heimatilbúin útgáfa,“ útskýrir Hildur. Hún segir réttinn afar einfaldan, enda er hann uppáhalds- hversdagsrétturinn á heimili Hildar. „Það er svo gott að grípa í hann þegar það er mikið að gera og maður hefur ekki tíma til að setja of mikið púður í eldamennskuna. Maður hendir öllu í pott og bíður bara,“ segir hún. Hildur notar oftast vatn við gerð réttarins, en hún segir gott að skipta á hluta þess og setja kókosmjólk eða sojamjólk ef fólk vill hafa hann rjómakenndari. „Ég geri það þegar ég er í hátíðaskapi,“ segir hún og brosir. Eldamennska er annars eitt af áhugamálum Hildar. „Ég hef mjög gaman af því að stússast í eldhúsinu. Ef ég nenni að vera með vesen finnst mér rosalega gaman að búa til góð grænmetisbuff, það er svona klassík á heimilinu. Svo geri ég líka mikið af matar- miklum salötum,“ segir hún. Hildur hefur í nógu að snúast með Amiinu þessa dagana, en hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa tvenna tónleika á Listahátíð 15. og 16. maí. „Þetta er samstarf á milli okkar og Kippa kanínus, sem er raftónlistarmaður, og svo erum við búin að fá tíu aðra tónlistarmenn í lið við okkur. Þetta verður svaka partí,“ segir Hildur. Hildur mælir með grænmetiskrafti sem er laus við msg, til dæmis frá Himneskri hollustu. Byrjið á að steikja lauk og hvítlauk upp úr kókosolí- unni. Látið malla vel og lengi á pönnunni þar til laukurinn er orðinn gullinbrúnn og sætur. Á meðan hann mallar er gott að setja dahlið af stað. Setjið linsur, vökva, grænmetiskraft, karrí, tómatpúrru og kanilstöng í pott. Látið suðu koma upp og sjóðið í um 15 mínútur. Hrærið þá sítrónusafa út í. Setjið dahlið á diska og steiktan laukinn, fullt af ferskum kóríander og döðlubita ofan á. Berið fram með góðu salati eða ofnbökuðu rótargrænmeti. . sunna@frettabladid.is Hversdagsmatur Hildar SÚPER EINFALT DAHL Fyrir 3-4 500 g rauðar split-linsur 1 lítri vatn 3-4 msk. grænmetiskraftur 1 msk. curry paste 2 msk. tómatpúrré 1 kanilstöng (má sleppa) 1 msk. sítrónusafi Ofan á: 1 msk. kaldpressuð kókosolía 4 laukar, skornir í strimla 6 hvítlauksrif, fínt söxuð ferskur kóríander 4 döðlur, í bitum SÍÐDEGISTE SLÆR Í GEGN Björk Óskars- dóttir segir viðtökurnar við svokölluðu High Tea, eða síðdegistei, á Vox hafa verið framar vonum. DAHL Í UPPÁHALDI Hildur Ársælsdóttir segir sína útgáfu af dahli, grænmetisrétti með rauðum linsum, uppáhalds- hversdagsmatinn á heimili hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.