Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 74
42 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Jazzhátíð Garðabæjar hefst í kvöld og stendur í þrjá daga, en þetta er í þriðja skipti sem hátíðin fer fram. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er tónlistarmaður- inn og fyrrverandi bæjarlistamaður Garða- bæjar, Sigurður Flosason. „Það er afar rökrétt að bærinn standi fyrir djasstón- listarhátíð þar sem furðumargir þjóðþekktir djassar- ar hafa sterka tengingu við bæinn. Þeirra á meðal eru til að mynda systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal, sem bæði eru uppalin hér, sömuleiðis bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir. Einnig hafa Hilmar Jensson og Matthías Hemstock verið búsettir hér og svo mætti lengi telja. Hátíðin tekur nokkuð tillit til þessa og því er hlutfall Garðbæinga hátt á meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á henni, en þó hleypum við íbúum annarra bæjarfélaga líka að,“ útskýrir Sigurður og hlær. Að vanda hefst hátíðin með stórtónleikum kl. 20 að kvöldi sumardagsins fyrsta. Að þessu sinni verður það söngstjarna bæjarins, Ragnheiður Gröndal, sem kemur fram í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ með tveimur ólíkum hljómsveitum, Stórsveit Tónlistar- skóla Garðabæjar, Tríói Sigurðar Flosasonar og svo gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni. Á meðal annarra atriða á hátíðinni eru Haukur Gröndal og Nardona Musika, Tríó Sunnu Gunnlaugs og hljóm- sveitin BonSom. „Dagskráin í ár er sérstaklega metnaðarfull og spennandi,“ segir Sigurður. „Ungt fólk og eldri flytjendur leiða saman hesta sína svo úr verður fjölbreytt flóra tónlistar sem þó má fella undir hatt djassins. Það er óhætt að segja að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíð- inni.“ Dagskrá hátíðarinnar má kynna sér nánar á heimasíðu Garðabæjar, www.gardabaer.is. Vert er að geta þess að frítt er inn á alla tónleika hátíðarinnar í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar og Menningarsjóðs Glitnis. Til að tryggja sér sæti er tónlistarunnendum þó bent á að sækja sér miða fyrirfram í útibúi Glitnis að Garða- torgi 7, en einnig verður hægt að fá miða á tónleika- stað. vigdis@frettabladid.is Djassað í Garðabæ RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Söngstjarna Garðabæjar kemur fram á djasshátíð í kvöld. Djasspíanistinn Agnar Már Magn- ússon kemur í kvöld fram ásamt hljómsveit á tónleikum á Domo, Þingholtsstræti 5, kl. 21. Agnar og félagar leika tónlist af plötunni Láð sem kom út síðastliðið haust. „Tónlistin er eftir mig, en hún byggir á íslenskum þjóðlögum og rímnastefjum, mismikið þó. Sum laganna halda sig nokkuð nálægt þjóðlögunum, en önnur detta út í meiri djassspuna,“ útskýrir Agnar. Láð var lofi hlaðin þegar hún kom út og heillaði tónlistargagn- rýnendur upp úr skónum. Eitt lag- anna af plötunni fékk Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta djasstónsmíð seinasta árs. „Það var óneitanlega gaman að fá verð- launin og gott að finna aukinn áhuga á plötunni í kjölfarið,“ segir Agnar. „Annars er ég ekki viss um að svona verðlaun skipti í raun miklu máli fyrir söluna, enda selj- ast djassplötur sjaldnast í bílförm- um, ekki einu sinni þær sem ganga best. En, jú, það var skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu.“ Á tónleikunum í Iðnó verða með- leikarar Agnars þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontra- bassa og Matthías Hemstock á trommur, auk blásarasveitar sem skipuð er Martial Nardeau á alt flautu, Emil Friðfinnssyni á franskt horn, Rúnari Óskarssyni á bassaklarinett og Rúnari Vilbergs- syni á fagott. - vþ Þjóðlög yfir í spuna AGNAR MÁR MAGNÚSSON Leikur tónlist af plötu sinni Láð á Domo í kvöld. Útvarpsþátturinn framtakssami Hlaupanótan, sem sendur er út á Rás 1, stendur fyrir tónleikum í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu í dag kl. 16.08. Frumflutt verða fimm rafverk sem öll eru byggð á tónsmíðum tónskálda sem eiga stórafmæli á árinu. Flutt verða verk eftir Hildi Ing- veldardóttur Guðnadóttur, Guð- mund Vigni Karlsson, Gunnar Andreas Kristinsson, Ríkharð H. Friðriksson og Þuríði Jónsdóttur sem byggja á verkum afmælistón- skáldanna Atla Heimis Sveinsson- ar, Þorkels Sigurbjörnssonar, Jóns Ásgeirssonar, Páls P. Pálssonar og Jórunnar Viðar. Aðgangur að þess- um spennandi tónleikum er ókeyp- is og öllum heimill, en þeim sem ekki eiga heimangengt sal bent á að tónleikarnir verða jafnframt sendir út beint á Rás 1. - vþ Hlaupanótan í Hafnarhúsi ATLI HEIMIR SVEINSSON Eitt tónskáld- anna sem heiðrað er á tónleikum Hlaupanótunnar í dag. LAUGARDAGUR 26. APRÍL KL. 20 PÍANÓTÓNLEIKAR – TÓNÓ RVÍK HALLA ODDNÝ MAGNÚSDÓTTIR AÐGANGUR ÓKEYPIS! SUNNUDAGUR 27. APRÍL KL. 16 FIÐLUTÓNLEIKAR - LHÍ BJÖRK ÓSKARSDÓTTIR AÐGANGUR ÓKEYPIS! ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL KL. 20 TÍBRÁ: SEMBALTÓNLEIKAR JORY VINIKOUR LEIKUR GOLDBERGTILBRIGÐI BACHS. VERÐ 2000/1600 KR. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld 24. apríl kl. 20. Fyrirlesari Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Allir velkomir. Vonin og lífið Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fim 24/4, fös. 25/4 örfá sæti laus Sólarferð e.Guðmund Steinsson Tvær sýningar lau. 26/4 örfá sæti laus sýn. sun. 27/4 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 26/4 sýningum að ljúka Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson sýn. sun. 27/4 uppselt Athugið aukasýning 4. maí! Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. fim. 24/4 uppselt, fös. 25/4 uppselt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.