Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 18
18 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Mannabein „Þetta stóð út úr bakka, þar sem sjór hefur brotið af landi, þegar ég sá þetta.“ ÁRNI ÞÓR HELGASON STÁLSMIÐUR Á ÍSAFIRÐI Fréttablaðið 22. apríl Óvissa „Alvara málsins er sú að tæplega þriðjungshlutur í HS er í óvissu.“ ÁSGEIR MARGEIRSSON FORSTJÓRI GEYSIS GREEN ENERGY Morgunblaðið 22. apríl Meistaranemar í sögu og heimspeki við Háskóla Íslands vinna að rannsókn- arverkefnum í tengslum við tölvuleikinn EVE-On- line. Samfélag leiksins er heppilegur vettvangur fyrir rannsóknir, segir forstjóri CCP. „Það er athyglisvert að sjá hvernig lýðræðinu reiðir af í þessu skemmtilega samfélagi,“ segir Pétur Jóhannes Óskarsson, meist- aranemi í heimspeki, sem vinnur nú að rannsókn á þróun lýðræðis í tölvuleiknum EVE-Online. Rannsóknin er unnin í samstarfi við CCP, sem framleiðir leikinn, og er um leið lokaverkefni Péturs við Háskóla Íslands. „Ég er að skoða hvernig hugmyndir manna um lýð- ræði lifa af í þessu samfélagi sem leikurinn er. Meðal annars skoða ég kenningar heimspekinganna Jean-Jacques Rousseau og John Rawls í þessu samhengi og hvern- ig þær samrýmast lýðræðisþróun í leiknum,“ segir Pétur. Leiðbeinandi Péturs í verkefn- inu er Róbert H. Haraldsson próf- essor við hugvísindadeild. Hilmar Veigar Pétursson, for- stjóri CCP, segir það færast í vöxt að háskólarannsóknir séu unnar í samstarfi við CCP. Leikurinn sé heppilegur til rannsókna. „Það kemur okkur ekki á óvart að EVE- Online samfélagið sé notað til margvíslegra háskólarannsókna. Við höfum talað fyrir því frá upphafi að samstarf við háskóla væri heppilegt og starfsemi af því tagi er sífellt í vexti,“ segir Hilmar Veigar. „Það er vel mögu- legt að byggja brýr inn í háskóla með samfélagi leiksins og eftir að við réðum dr. Eyjólf Guðmundsson sem yfirhagfræðing hefur áhugi á rannsóknarverkefnum verið að aukast töluvert.“ Erlendir háskólar hafa sýnt sam- félagi EVE-Online áhuga og er MIT (Massachusetts Institue of Technology) í Boston, í gegnum Háskólann í Reykjavík, meðal háskóla sem vinna að rannsóknum sem tengjast samfélagi leiksins. EVE-Online leikurinn hefur vaxið og dafnað ár frá ári síðan honum var komið á laggirnar árið 2003. Samtals eru 236 þúsund manns sem spila leikinn reglulega. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt frá því leiknum var komið á. Spilarar leiksins koma flestir frá Evrópu og Bandaríkjunum, um fjörutíu prósent af heildarfjölda úr hvorri heimsálfu. Um tuttugu prósent spilara eru frá öðrum heimsálfum. Örlítið brot af spilur- um leiksins kemur frá Íslandi, nokkuð innan við eitt prósent. magnush@frettabladid.is Rannsaka sögu og lýðræði EVE PÉTUR JÓHANNES ÓSKARSSON ■ Vinstri umferð á sér langa sögu. Þegar vopnaðir menn mættust var tryggast að hafa höndina sem sverðinu brá sömu megin og sá var, sem á móti kom. Hægri umferð verður rakin til frönsku stjórn- arbyltingarinnar. Fram að henni náði stéttaskiptingin til umferð- arinnar. Aðallinn ók vögnum sínum vinstra megin og bolaði alþýðunni út á hægri kantinn. Gangandi almúgamenn héldu sig til hægri og viku út á vegkant fyrir umferð höfðingjanna. Eftir byltinguna 1789 töldu aðalsmenn tryggara að láta lítt á sér bera og slógust í för með borgurunum. VINSTRI UMFERÐ FYRSTA FORVÖRNIN „Það er allt það besta að frétta af mér. Allt vit- laust að gera í vinnunni, heilu auglýsingaherferð- irnar með tökum og öllu tilheyrandi fram undan í maí og mikið stuð,“ segir Dröfn Ösp Snorradóttir, einnig þekkt sem DD-unit. Dröfn starfar sem viðskiptastjóri og hugmyndasmiður á auglýs- ingastofunni Fíton milli þess sem hún skrifar um heitasta slúðrið á vinsælli bloggsíðu sinni, eyjan.is/dd-unit. „Ég er ekki alveg nógu dugleg við að uppfæra síðuna mína en það er klárlega á dagskránni að herða mig í þeim efnum,“ segir Dröfn. Aðspurð um sum- arið fram undan segist Dröfn hafa ýmislegt skemmtilegt í bígerð. „Í fyrsta sinn á ævinni fæ ég fimm vikna sumarfrí og er hæstánægð með það, líður nánast eins ég hafi unnið í lottó. Ég hef hugsað mér að ferðast í fríinu, ætla til dæmis að keyra hringinn í kringum landið og í enda maí ætla ég að skella mér til Berlínar í viku. Ég hef aldrei komið þangað en hef heyrt frá mörgum að borgin sé frábær, og þá sérstaklega austurhluti hennar.“ Það verður þó ekki stanslaus útivera hjá Dröfn í sumar því hún hefur hug á að fylgjast vel með EM í knattspyrnu í sjónvarpinu. „Ég fylgist alltaf með stórmótunum í boltanum og kom til dæmis skjannahvít heim úr útskriftarferðinni minni til Spánar því ég eyddi mestum tímanum inni á bar að horfa á HM í fótbolta. Mínir menn Englendingar og Danir eru því miður ekki með í ár en líklega styð ég bara Portúgal. Ronaldo spilar nú einu sinni með þeim,“ segir Dröfn og hlær tvíræðum hlátri. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? DRÖFN ÖSP SNORRADÓTTIR VIÐSKIPTASTJÓRI Býr sig undir EM í knattspyrnu ÚR LEIKNUM Mikill fjöldi tekur þátt í netleiknum Eve-Online. Meistaranemi í heim- speki rannsakar nú hvernig lýðræðinu reiðir af í leiknum. Markús Andri Gordon Wilde, meist- aranemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, vinnur að fimm eininga einstaklingsverkefni þar sem saga leiksins EVE-online er til rannsókn- ar. „Ég heyrði Hilmar forstjóra CCP ávarpa Fan-fest-hátíð fyrir spilara leiksins í nóvember síðastliðnum þar sem hann bar saman manns- ævir sem höfðu farið í að reisa Kárahnjúkavirkjun annars vegar og svo gerð EVE-online hins vegar. Þá fékk ég þessa hugmynd að það væri gaman að skoða sögu leiksins og hvernig samfélag í leiknum hefur verið að þróast. Það er mikil vinna margra að baki því samfélagi sem spilarar eru nú þátttakendur í,“ segir Markús Andri. Hann nálgast viðfangsefni sitt út frá tveimur rannsóknarspurning- um: Á yfir höfuð að vera skrá sögu EVE-online? Og: Hvernig er best að huga að skrásetningu sögunnar? „Ég talaði við Dr. Eyjólf [Guðmunds- son], akademískan tengil hjá CCP, í nóvember síðastliðnum og byrjaði svo að huga að verkefninu í febrúar. Þetta er spennandi,“ segir Markús Andri. SAGA EVE-ONLINE RANNSÖKUÐ Netverð á mann miðað við 2, 3 eða 4 í stúdíó, íbúð eð a hótelherbergi. Enginn barnaafsláttur. Inni falið er fl ug, gisting í 7 næ tur, fl ugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.