Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 78
46 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Á ári hverju fyllist franska rivíeran af kvikmynda- stjörnum, blaðamönnum og forvitnum ferðamönnum þegar Cannes-kvikmynda- hátíðin hefst. Óvenju fáar stórstjörnur keppa um Gull- pálmann þetta árið. Hinar sólríku frönsku strendur við Miðjarðarhafið hafa heillað kvikmyndagerðarmenn síðast- liðna sex áratugi. Og varla skemm- ir það fyrir að geta notið alls þess besta í alþjóðlegri kvikmyndagerð á meðan sopið er á fínu frönsku kampavíni undir sólhlíf. En það er ekki bara hitinn og hvítir sandar sem fá stjörnurnar til að flykkjast til Frakklands því Gullpálminn góðkunni er jafn eftirsóknarverð- ur og Óskar frændi. Eastwood í flottum hópi Clint Eastwood er stærsta nafnið í keppninni um Gullpálmann sem nítján leikstjórar reyna að kló- festa. Kvikmynd Eastwoods, Changeling, gerist 1920 og segir sögu ungrar konu sem leitar sonar síns eftir að honum er rænt. Þegar hann snýr aftur heima renna á konuna tvær grímur og hana grun- ar að sá snáði sé alls ekki hennar. Líkt og í öðrum kvikmyndum East- woods er engin hörgull á stórleik- urum en meðal aðalleikara eru Angelina Jolie, John Malkovich og Amy Ryan. Þrátt fyrir að nafn Eastwoods sé bæði stórt og fyrirferð- armikið er slíkt engin ávísun á velgengni hjá áhorfendum í Cannes. Þeir eru ósparir á lof en hika ekkert við að láta í ljós óánægju sína ef þeim mislíkar eitt- hvað, með tilheyr- andi bauli og öðru látbragði. Hann ætti þó að eiga hauk í horni hjá formanni dómnefndarinnar sem er Sean Penn en þeir gerðu saman Óskarsverðlaunamyndina Mystic River. Eastwood fær þó verðuga sam- keppni. Þýski sérvitringurinn Wim Wenders gæti velt spagetti- vestrahetjunni úr sessi með The Palermo Shooting en þar fer rokk- drottningin Patti Smith með lítið hlutverk við hlið Dennis Hopper og Milu Jovovich. Bandaríski leik- stjórinn Steven Soderbergh gerir Che Guevara skil í stórmynd sinni The Argentine en þar verður Benicio Del Toro í hlutverki byltingarhetjunnar. Meðal ann- arra leikstjóra sem ætla sér að hljóta náð fyrir augum dómefndarinnar má nefna Walter Salles en hann sló einmitt í gegn með Mótorhjóla- dagbókunum, en þær fjölluðu einnig um Che Guevara. B a r c e l o n a - Allen Skipuleggjend- ur Cannes kynntu þennan fríða hóp á blaða- mannafundi í París í gær og var eftir því tekið að fá stór nöfn ætluðu að blanda sér í baráttuna um Gull- pálmann. Fransmennirnir voru hins vegar ekki lengi að svara slíkum vangaveltum og útskýrðu skýrt og skilmerkilega að hollvin- ir hátíðarinnar væru önnum kafnir við sín störf. Gestir Cannes ættu þó ekki að kvíða fyrir stjörnuleysinu því meðal kvikmynda sem sýndar verða utan keppni er nýjasta Indi- ana Jones-myndin. Fastlega má gera ráð fyrir því að augu alheims- ins beinist að viðbrögðum áhorf- enda við fjórðu myndinni um fornleifafræðinginn sem spek- ingar spá að gæti orðið einn stærsti smellur 21. aldarinnar. Þeir sem vilja kynna sér hugar- heim Quentins Tarantino ættu að fara að hlakka til því leikstjórinn verður með svokallað masterclass- námskeið meðan á hátíðinni stendur. Aðdáendur Woody Allen fá líka sitthvað fyrir sinn snúð því kvikmynd hans, Vicky Christ- ina Barcelona, verður frumsýnd á hátíðinni. Allen, sem fyrir löngu gafst upp á Hollywood, fékk spænsku Óskarsverðlaunahafana Penelope Cruz og Javier Bardem til að leika aðalhlutverkin þótt Scarlett Johansson sé auðvitað ekki langt undan á kreditlistanum. -fgg Eastwood stjarnan í Cannes HOLLYWOOD-LAUS Woody Allen vill sem minnst af Hollywood vita og nýjasta mynd hans skartar þannig spænskum leikurum upp til hópa. MANNRÁNSDRAMA Clint Eastwood frumsýnir mannránsdramað Changeling á Cann- es og vonast eflaust til þess að heilla dómefndina frægu upp úr skónum. Síðasta kvikmynd Ang Lee var erótísk njósnamynd úr seinni heimsstyrjöldinni. Þar áður hafði hann gert samkynhneigðu smölunum góð skil í Brokeback Mountain eftir að hafa fært græna skrímslið Hulk í kvikmyndabúning þar áður. Og því kemur það engum á óvart að næsta kvikmynd leikstjórans skuli ekki vera í neinum tengslum við neinar kvikmyndir sem hann hefur áður gert því hún er um hippahátíðina frægu, Woodstock. Og er gamanmynd, nema hvað. Þetta kemur fram á kvikmyndavef Empire. Myndin er byggð á sögu Elliots Tiber, mannsins sem þótti Woodstock-svæðið henta vel undir tónleikahald. Tiber sá einnig um að öll nauðsynleg leyfi væru fyrir hendi en eins og flestum ætti að vera kunnugt safnaðist stór hluti bandarísku hippakynslóðarinnar saman á túninu við bæinn Bethel árið 1969 og hlustaði á margar af fremstu stjörnum tónlistarheimsins leika listir sínar undir friðarsólinni. Myndin mun þó að mestu einblína á líf Tibers sem vann á gistihúsi foreldra sinna þar til hann breytti, nánast uppá sitt eigið einsdæmi, ímynd heillar kynslóðar. Lee mun þó hafa haft annað verkefni í bígerð, A Little Game, en henni hefur verið slegið á frest. Sú fjallaði um par sem telur öllum trútt um að þau séu hætt saman og fá í kjölfarið að heyra hversu ömurlegt ástarlíf þeirra hafi verið frá sínum nánustu. Ang Lee úr erótík á Woodstock ÓLÍKINDATÓL Lee hefur sannað það á ferli sínum að aðdáendur hans vita aldrei hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. Myndasögukóngurinn Stan Lee er síður en svo dauður úr öllum æðum. Hann hefur samið við Virgin Com- ics um að hanna og teikna tíu nýjar ofurhetjur. Það hefur þá væntan- lega í för með sér að minnsta kosti tíu ný illmenni. Ofurhetjurnar byrja að birtast árið 2009 en auk myndasögublaða er gert ráð fyrir því í samningnum að stutt teikni- myndabrot verði sýnd á netinu. Lee er í fríðum flokki stórstjarna sem samið hafa við fyrirtækið að und- anförnu því innan vébanda Virgin Comics eru leikararnir Nicholas Cage og Hugh Jackman og ´80 hetj- urnar í Duran Duran. Stan Lee er hálfgerð goðsögn í myndasögu- heiminum en hann skapaði hetjur á borð við Köngulóarmanninn og X- Men sem hafa þar að auki malað gull í Hollywood. Þá eru hetjur Lee áberandi í stórmynda-sumrinu því græni risinn Hulk í meðförum Edwards Norton verður frumsýnd auk Iron Man með Robert Downey Jr. í broddi fylkingar. Lee gerir tíu nýjar ofurhetjur MEISTARI Stan Lee er meistari mynda- söguhetjanna og ætlar að skapa tíu nýjar hetjur fyrir Virgin Comics. Samkvæmt bloggsíðunni Ugo.com hefur fjórðu myndinni um Tortímandann verið ýtt út af borðinu. Ekki liggur fyrir hvort þráðurinn verður tekinn upp aftur eða ekki en ljóst þykir að eitthvað mikið hefur gengið á við undirbúning myndarinnar. Erlendar vefsíður hafa tekið málið upp á sína arma en komist lítið áleiðis við að grafa upp hvort hreinlega hafi verið hætt við gerð myndarinnar. Ugo.com hefur eftir einum starfsmanni kvikmyndar- innar að hann hafi nægan tíma um þessar mundir þar sem framleiðslunni hafi verið hætt. Miklar vonir voru bundnar við fjórðu myndina eftir að sú þriðja þótti fremur misheppnuð og vond. Leðurblökumaðurinn Christian Bale hafði verið ráðinn í hlutverk John Connor og Josh Brolin sem nýr Tortím- andi. Jafnvel stóð til að Paul Haggis myndi sjá um að slípa handritið til en aðdáendur þessarar heimsendasyrpu verða að bíða frekari fregna af málinu. Fjórða Tortímandan- um eytt tímabundið > GÖTUKÓNGAR Í BÍÓ Kvikmyndin Street Kings verður frum- sýnd í Reykjavík um helgina. Myndin skartar þeim Keanu Reeves og Forest Whitaker í aðalhlut- verkum en hún þykir þvottekta löggumynd frá Los Angeles. BÚIÐ SPIL Fjórða myndin um Tortímandann verður hugsanlega aldrei gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.