Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 22
22 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Tveggja ára ströngu ferli lauk formlega á þriðjudag þegar íslenskum háskólum voru afhentar viðurkenn- ingar menntamálaráðuneyt- isins á þeim fræðasviðum sem þeir starfa. Í ávarpi menntamálaráðherra við það tilefni kom fram að niðurstöður sérfræðinga- nefnda hvettu til aukinnar samvinnu og sameiningar háskóla. Smæð íslenska háskólakerfisins gerir það að verkum að íslenskir háskólar þurfa að vinna meira saman, sérstaklega þeir sem starfa á sömu fræðasviðum. Mjög litlir skólar geta aldrei haldið uppi háskólakennslu á sama gæðastaðli og stórir háskólar, og því er æskilegt að sameina háskóla til að byggja upp og efla fræðilega hæfni þeirra. Þetta er meðal þeirra ábendinga sem ítrekað komu fram í niðurstöðum sérfræðinganefnda sem fjallað hafa um umsóknir íslenskra háskóla um viðurkenningu á þeim fræðasviðum sem starfsemi þeirra tekur til, á síð- ustu tveimur árum. Einnig kemur fram í niðurstöð- unum gagnrýni á innra gæðaeft- irlit háskólanna og telja nefnd- irnar íslenska háskóla almennt skorta skýrari stefnumótun. Þeir dreifi kröftunum óþarflega mikið með því að halda úti mörgum, veikburða námsleiðum í stað þess að forgangsraða og sérhæfa sig á afmarkaðri sviðum. „Ég mun beita mér fyrir auknu samstarfi og spái því að við munum sjá enn frekari umbreyt- ingar á háskólasamfélaginu á næstu misserum en verið hefur,“ segir Þorgerður Katr- ín Gunnars- dóttir mennta- málaráð- herra. „Í sumar munum við upp- lifa stóra og mikilvæga sameiningu í átt til eflingar kenn- aramenntunar þegar Kennarahá- skólinn og Háskóli Íslands verða sameinaðir. Við skulum bíða og sjá með allar frekari sameining- ar en þetta eru vissulega álita- efni sem okkur ber að taka alvar- lega.“ Sérfræðinganefndirnar voru hins vegar mjög ánægðar með aðlögun skólanna að viðmiðum um æðri menntun og prófgráður. Einnig töldu nefndirnar að í nær öllum tilfellum væri aðbúnaður starfsfólks og nemenda til fyrir- myndar. kjartan@frettabladid.is HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 44 6 1. 43 4 nám, fróðleikur og vísindi Opið hús verður hjá Háskólanum á Akur- eyri, Borgum í dag, sumardaginn fyrsta milli klukkan 13 og 15. Þá verður opið hús í Háskólanum á Bifröst frá klukkan 14 til 17. Fólk fær tækifæri til að kynna sér nám við háskólana og spjalla við nemendur og kennara skólans. Á Akureyri fá öll börn sem mæta sumargjöf og ís auk þess sem nem- endur í leikskólakennarafræði munu lesa valda kafla úr uppáhaldsævintýrum sínum. Á Bifröst geta börnin farið á hestbak og leikið sér í leiktækjum á háskólatorg- inu. Boðið verður upp á veitingar. ■ Kynning á starfsemi skóla Opið hús hjá HA og Bifröst Mælt með sameiningu háskóla á landinu Kjarni málsins > Fjöldi kennara í framhaldsskólum, með og án kennslu- réttinda, skólaárið 2006-2007 Svafa Grön- feldt, rektor Háskólans í Reykjavík, segir skipta gríðarlegu máli að nemendur og kenn- arar hafi valkost þegar kemur að háskólum. „Við þurfum fleiri en einn og fleiri en tvo öfluga háskóla. Hins vegar er það afar mikilvægt að skólarnir verði ekki það margir og það litlir að þeir nái ekki að standa á eigin fótum.“ Aðspurð um álit sér- fræðinefndar um æskilega samein- ingu háskóla segir Svafa það alls ekki eiga við Háskólann í Reykjavík. „Við og HÍ erum af þeirri stærðargráðu sem vel getur staðið í innlendum og erlendum samanburði.“ SKIPTIR ÖLLU AÐ HAFA VALKOST SVAFA GRÖNFELDT, REKTOR HR Háskóli Íslands: á sviðum hugvís- inda, lista, náttúruvísinda, verk- og tæknivísinda, heilbrigðisvísinda og félagsvísinda Háskólinn í Reykjavík: á sviðum verk- og tæknivísinda og félagsvís- inda Háskólinn á Akureyri: á sviðum félagsvísinda, heilbrigðisvísinda og auðlinda- og búvísinda Landbúnaðarháskóli Íslands: á sviðum náttúruvísinda og auðlinda- og búvísinda Kennaraháskóli Íslands: á sviðum félagsvísinda, sem kennaramennt- unin fellur undir Háskólinn á Bifröst: á sviði félags- vísinda Háskólinn á Hólum: á sviðum auðlinda- og búvísinda Listaháskóli Íslands: á sviði lista VIÐURKENNINGAR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTISINS „Sameining er ekkert töfraorð í sambandi við háskóla frekar en það er töfra- orð í sambandi við viðskipti og fyrirtæki. Sumir álíta að svo sé en það er ekki þannig, þetta fer eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, aðspurður um það álit sérfræðinefndanna að aukin sameining háskóla sé æskileg. Ágúst segir samvinnu vera af hinu góða en engin sameiningaráform séu á döfinni á Bifröst. „Okkur gengur ágætlega í þeirri einingu sem við erum í hér og meðan svo er höldum við áfram í þeim ramma sem nú er búið að veita okkur viðurkenningu fyrir.“ SAMEINING ER EKKI TÖFRAORÐ ÁGÚST EINARSSON REKTOR Á BIFRÖST Þorsteinn Gunnars- son, rektor Háskólans á Akureyri, telur sameiningu af einhverju tagi ríma fremur illa við hlutverk skólans. „Við teljum okkur gegna því afar mikilvæga hlutverki að byggja upp háskólamenntun á landsbyggð- inni. Sameining okkar við háskóla í Reykjavík myndi vinna gegn því markmiði að mínu mati. Hins vegar eigum við í góðu samstarfi við marga háskóla, bæði innanlands og erlendis, og slíkt samstarf höfum við í hyggju að rækta,“ segir Þorsteinn. SAMRÝMIST ILLA HLUTVERKI OKKAR ÞORSTEINN GUNN- ARSSON, REKTOR HA TILBOÐ kr.: 129.900 Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði Miele þvottavélar M eð k en ns lu ré tt in di Án k en ns lu ré tt in da VIÐURKENNING Háskólar fengu viðurkenningu menntamálaráðuneytis- ins á þriðjudag. Hans Pjetursson stundar BA-nám í upptöku- fræðum við School of Audio Engineering í London, einn stærsta hljóðmenntunarskóla heims. Hann segir gremju með eigin kunn- áttuleysi hafa ráðið því að hann ákvað að leggja upptökufræði fyrir sig. „Ég hef lengi verið að fikra mig áfram með að búa til tónlist og með það að markmiði keypti ég mér pro-tools upptökugræjur fyrir nokkrum árum. Ég kunni ekkert á græjurnar og náði engu almennilegu hljóði út úr þeim að mér fannst, þannig að rökrétt næsta skref var að skella sér í skóla og læra að gera þetta almennilega.“ Hans er nýfluttur til London þar sem hann lýkur við síðari hluta námsins, gráðu- hlutann, en hann gengur að öllu leyti út á bóklegt nám og ritgerðir. Verklega hluta námsins, diplómuhlutann, stundaði Hans hins vegar í Liverpool á síðasta ári. „Fyrri hlutinn snerist um að læra listina á bak við upptökur í hljóðveri, að taka upp hljóm- sveitir, mixa, útsetja og slíkt. Þeir bjóða ekki upp á að taka gráðuárið í Liverpool, því miður, því ég kunni afskaplega vel við mig þar og hefði gjarnan viljað vera lengur. Í Liverpool eignaðist ég heilan haug af góðum vinum og þar er mikið um skemmt- anir og góða tónleika. Smæð samfélagsins í borginni átti líka mjög vel við mig, en London er töluvert stærri og varla hægt að líkja borgunum saman. Á móti kemur að hér í London er hægt að gera bókstaflega allt. Námið er mjög skemmtilegt og gaman að geta hellt sér út í það sem vekur áhuga manns.“ Hans segir framtíðina verða að leiða í ljós í hvað hann nýti námið í framtíðinni, en draumarnir eru skýrir. „Ég ætla að stofna mitt eigið stúdíó og verða næsti Þorvaldur Bjarni. Svo langar mig að vinna með Björk, og þegar því er lokið vil ég vinna með Stuð- mönnum. Þá verður takmarkinu náð,“ segir Hans og hlær. NEMANDINN HANS PJETURSSON LEGGUR STUND Á UPPTÖKUFRÆÐI Í LONDON: Ætlar að verða næsti Þorvaldur Bjarni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.