Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 4
4 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Valdi var beitt í gær til að rýma Suðurlandsveg við Norðlingaholt af mótmælendum sem skeyttu engu um margítrekuð fyrirmæli lögreglu um að yfirgefa veginn. Tuttugu voru handteknir og fjöl- margir fengu piparúða í andlit. Atvinnubílstjórar höfðu truflað umferð með því að leggja tugum flutninga- og sendibíla á og við Suðurlandsveg til móts við þjón- ustustöð Olís frá því um klukkan níu um morguninn. Þeir hunsuðu fyrirmæli lögreglu um að víkja. Þegar klukkan var 25 mínútur gengin í ellefu kallaði stjórnandi lögreglunnar á vettvangi út tvo flokka manna úr óeirðalögreglunni sem beðið höfðu átekta í sendibíl- um þar álengdar. Stilltu lögreglu- mennirnir sér upp í fylkingu á veg- kantinum andspænis mótmæl endum sem neituðu stað- fastlega að hopa. Að auki var mik- ill fjöldi annarra lögreglumanna á staðnum. Handtökur boðaðar „Farið af götunni! Þeir sem ekki hlíta fyrirmælum geta átt von á því að verða handteknir. Þetta eru ólögleg mótmæli!“ hrópaði foringi lögreglumannanna hvað eftir annað. Hann uppskar aðeins háðs- glósur og fúkyrði frá mótmælend- um sem hvikuðu hvergi heldur skoruðu á fleiri úr sínum röðum að stilla sér upp á götunni. Umferð var á þessum tímapunkti beint fram hjá þessum kafla og um Norðlingabraut, handan við Olís- stöðina. Smátt og smátt bjuggu meðlimir óeirðalögreglunnar sig undir átök með hjálmum, skjöldum, kylfum og piparúða. Þegar kom í ljós að lögregla væri reiðubúin að beita piparúðanum drógu sumir mót- mælendanna upp olíuúðabrúsa. Þegar klukkuna vantaði þrettán mínútur í ellefu var lögreglumönn- unum skipað í viðbragðsstöðu. „Strákar mínir, þannig að þetta fari ekkert á milli mála: Við viljum ekki þurfa að beita valdi gegn ykkur. Þannig að við viljum mæl- ast til þess með góðu að þið rýmið götuna,“ sagði stjórnandi lögreglu á vettvangi og ítrekaði að það væru hans síðustu skilaboð. Upp úr sýður Klukkan fimm mínútur í ellefu sauð loks upp úr. Einn bílstjóranna hugðist fara í bílinn sem hann hafði lagt á Suðurlandsveginum. Þangað vildu lögreglumennirnir ekki hleypa honum og kom til stympinga milli hópanna og var táragasi beitt. Ökumaðurinn og fleiri voru handteknir. Tveimur mínútum síðar notaði lögregla aftur piparúða og þvingaði mann- skapinn af veginum með skjöldum sínum. Fleiri voru handteknir. Eftir þetta tók við um fimm klukkustunda atburðarás þar sem framan af skarst reglulega í odda milli lögreglu og mótmælenda og enn bættist í hóp handtekinna. Víg- línan færðist frá Suðurlandsvegi og að lóðamörkum Olís og þar á milli, fram og til baka. Eggjum og fleiru var kastað að lögreglumönn- um sem svöruðu á stundum með piparúða. Fjölmenni drífur að Stöðugt bættist í hóp mótmælenda og voru framhaldsskólanemar áberandi, sérstaklega þeir sem voru að dimitera. Mætti þar meðal annarra Adolf Hitler úr Iðnskólan- um í Hafnarfirði. Af innlendum stjórnmálamönnum sást aðeins til Grétars Mars Jónssonar, alþingis- manns úr Frjálslynda flokknum. Á meðan lögregla glímdi við að fjarlægja þá flutninga- og sendi- bíla sem kyrrsettir voru á Suður- landsvegi óku aðrir atvinnubíl- stjórar ýmist löturhægt eða stöðvuðu bíla sína alveg á Norðlingabraut sem var hjáleið á meðan á óeirðunum stóð. Um klukkan fjögur var loks unnt að opna Suðurlandsveg að nýju. gar@frettabladid.is ÁTÖK Í NORÐLINGAHOLTI VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 16° 18° 15° 13° 15° 18° 16° 13° 19° 24° 20° 16° 18° 27° 26° 28° 16° 4 Á MORGUN NA-8-13 m/s á Vest- fjörðum annars hægari. 13 LAUGARDAGUR 5-10 m/s en hægari á Suðurlandi. 8 11 13 12 11 9 10 9 12 10 5 1 4 1 2 6 6 6 6 6 10 8 1011 2 2 2 1010 GLEÐILEGT SUMAR Jæja þá er sumarið loksins komið. Það heilsar með ágæt- isveðri enda þótt einhver væta sé með landinu sunn- anverðu. Það eru reyndar horfur á að það kólni á landinu norðanverðu um helgina, sérstaklega á sunnudag og þá með slyddu eða snjókomu norðan og austan til. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Piparúða beitt á bílstjóra Tuttugu manns voru handteknir þegar óeirðalögregla beitti táragasi gegn bílstjórum sem neituðu að víkja af Suðurlandsvegi í gær. Átök brutust út hvað eftir annað meðan lögregla var að fjarlægja flutningabílaana. PIPARÚÐA ÓSPART BEITT Aðgerðadeild lögreglunnar sprautaði piparúða til að fá mótælendur til að hlýða fyrirmælum. Hér hefur leikurinn borist inn á starfsstöð Olís. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDTEKINN Tuttugu manns voru yfirbugaðir og færðir til skýrslutöku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við stóðum bara og fylgdumst með mótmælunum, réttum megin við gula borðann, þegar lögreglan úðaði allt í einu piparúða yfir hópinn. Ég fékk gusu beint í augun,“ segir Kolbrún Valsdóttir. Kolbrún og Björgvin Hermannsson segja ekkert hafa kallað á þessi viðbrögð lögreglu. Kolbrún fékk aðhlynningu í sjúkrabíl. Róbert Guðmundsson frá Eyrarbakka festist á Olísplaninu á leið til vinnu. „Ég sá lögregluna byrja að berja einn bílstjórann sem vildi fara. Ég stóð við dæluna og horfði á og allt í einu fékk ég gusu í augun. Ég þurfti að fá skolun á Slysavarðstofunni. Ég hef haft samband við lögfræðing og mun kæra,“ segir Róbert. - kóp Saka lögreglu um harðræði: Úðuð piparúða Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, segir upphaf átakanna í gær lögreglu að kenna. „Hún meinaði einum bílstjóra að færa bílinn sinn og tók hann fantatökum í staðinn. Við það kviknuðu mótmælin,“ segir Sturla. Hann segir að menn séu alls ekki hættir mótmæl- um enda fullvissir um að þjóðin standi með þeim. Sjálfur varð hann fyrir táragasi frá lögreglu og yfirgaf svæðið þess vegna. Lögregla braust síðar inn í bíl Sturlu og dró burtu. „Ég hef haft samband við lögfræðing og mun klárlega kæra eignaspjöll, enda bílnum löglega lagt,“ segir Sturla. -kóp Sturla segir lögreglu bera sök: Alls ekki hættir KOLBRÚN VALSDÓTTIR STURLA JÓNSSON GENGIÐ 23.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 150,0292 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 73,40 73,76 146,09 146,81 117,11 117,77 15,694 15,786 14,794 14,882 12,579 12,653 0,7115 0,7157 120,65 121,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.