Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 46
 24. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● gæludýr Gunnar Vilhelmsson, eigandi Dýraríkisins, á sér dyggan en nokkuð sérstakan aðdáanda. Þegar Dísa kom til landsins frá Hollandi fyrir þremur árum hefur hún sjálfsagt ekki átt von á því að verða yfir sig ástfangin. En sú varð einmitt raunin þegar hún féll fyrir Gunnari Vilhelmssyni verslunareiganda. Vandamálið er hins vegar að Dísa er fugl af teg- undinni cacatua sulphura. „Það tók nokkurn tíma fyrir ástina að kvikna en ég hef ekki hugmynd um hvað olli þessari breytingu,“ segir Gunnar bros- andi, en hann er eigandi Dýra- ríkisins þar sem Dísa býr. „Dísa gerir mikinn mannamun. Suma elskar hún en þá sem henni líkar ekki við bítur hún og það fast. Raunar má segja að Dísa leggi sig fram um að bíta þá sem henni líkar ekki við.“ En bit eru fjarri huga Dísu þegar Gunnar tekur hana á fingur sér. Þá kyssir hún hann stanslaust. „Ég hef ekkert gert til að gera Dísu hændari að mér en önnur dýr hér í versluninni,“ segir Gunnar, en þegar hann birt- ist í versluninni byrjar Dísa að blaka vængjum og hleypur til og frá á priki sínu. „Hún er mikill karakter og ákvað upp úr þurru að ég væri makinn hennar.“ Dísa er óvenju fallegur fugl af sérstakri fuglategund, cacatua sulphura. „Þeir fuglar eru í út- rýmingarhættu svo það er ólík- legt að annar fugl af þessari ein- stöku tegund komi til landsins,” segir Gunnar, en verðið á Dísu er um hálf milljón króna. „Ég keypti Dísu af fuglaræktanda í Hollandi, en tegundin kemur frá Indónes- íu. Dísa gæti náð háum aldri, því fuglar af þessari tegund geta orðið sextíu til sjötíu ára gamlir.“ Gunnar segir að hann bindist dýrunum í búðinni sterkum bönd- um og oft sé eftirsjá að þeim sem seljast. Hann nefnir í því sam- bandi fugla af tegundinni African Grey sem seldust fyrir nokkrum mánuðum og er sárt saknað. „Ég var með mikið af fuglum hér fyrir jólin 2006 og þá voru til dæmis sex gaukar í sóttkvíarýminu. Þá leit Dísa nú ekki við mér! Nú hefur það hins vegar breyst mikið og ef hún yrði seld veit ég að ég myndi sakna hennar mikið.“ - liz Á vængjum ástarinnar Þessi fallegi páfagaukur heitir Lovísa og er af tegundinni Red-Sided Eclectus. Fjöldi skrautfiska fæst í Dýraríkinu. Hér má sjá skrautfisk af tegundinni Black and White Butterfly. Kakadúinn Dísa getur ekki leynt hrifningu sinni á Gunnari Vilhelmssyni, eiganda Dýraríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verslanir Dýraríkisins eru nokkrar og þykir sú nýjasta að Miðhrauni afar glæsileg. Fjölskyldu- og húsdýragarður- inn býður upp á skemmtileg og fræðandi sumarnámskeið þar sem börn komast í kynni við veröld dýra og vísinda. „Hani, krummi, hundur, svín er heiti á námskeiði sem er ætlað börnum á aldrinum tíu til tólf ára þar. Þar læra þau að sjá sjálf um dýrin í eina viku og komast tíu krakkar að hverju sinni,“ segir Unnur Sigurþórsdóttir, deildar- stjóri fræðsludeildar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. „Þetta er gert til að börn kynn- ist dýrunum og læri hvernig á að umgangast þau. Einn dagur fer í að sjá um hestana, einn dagur í að sinna gæludýrunum, einn í að sinna villtu dýrunum í garðin- um og að lokum er umhverfis- og leikjadagur.“ Unnur segir algengt að börn- in óttist dýrin í upphafi, þá helst minkana og refina, og séu óörugg í návist þeirra. „Það lagast yfirleitt á þeirri viku sem þau eru á nám- skeiðinu og svo ná þau að bindast dýrunum órjúfanlegum böndum. Þau heillast mest af hestunum og fá að fara að hestbak. Svo finnst þeim mikið sport að gefa selunum. Þessi námskeið njóta ótrúlegra vinsælda. Það er algengt að börn- in komi á námskeið sumarið eftir og sum þeirra eru jafnvel í þrjú sumur.“ Námskeiðið er annað tveggja sem er í boði í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum, en hitt námskeið- ið kallast Vísindakrakkar og er sömuleiðis ætlað börnum á aldr- inum tíu til tólf ára, þar sem tíu komast að hverju sinni. „Hús- dýragarðurinn leggur áherslu á að börnin kynni sér vel undra- veröld vísindanna, sem og sjávar- dýragarð safnsins, þar með talið selina. Á þessu námskeiði er lögð sérstök áhersla á vísindaveröld garðsins og gerðar eru skemmti- legar og einfaldar vísindatilraunir með þátttakendum. Börnin fara í ratleiki sem tengjast efni nám- skeiðsins og heimsækja önnur dýr garðsins.“ Námskeiðin eru viku í senn og er dagskráin frá klukkan 10 til 15 en eftir það tekur við frjáls tími innan garðsins til klukkan 18. Skráning hefst 7. maí en hún fer fram á Rafrænni Reykjavík eða réttara sagt á heimasíðunni www. reykjavik.is. Hægt er að afla sér nánari upplýsingar á www.hus- dyragardur.is. - liz Kennt að umgangast dýr Unnur Sigurþórsdóttir, deildarstjóri fræðslusviðs Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins, segir sumarnámskeið fyrir börn njóta mikilla vinsælda. Hér sést Unnur með kiðling sem fæddist í garðin- um á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.