Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 6

Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 6
6 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL „Markmið okkar var að opna veginn,“ segir Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, um aðgerðir lögreglu þegar flutninga- bílstjórar stöðvuðu umferðina á Suðurlandsvegi í gær. „Þess vegna tókum við lyklana af þeim og færðum bílana. Lagt var hald á sextán flutningabíla og þeim verður haldið eins og þarf. Það er heimild til að halda munum til tryggingar á greiðslu sektar, kostnaðar og annars þess háttar.“ Milli fimmtíu og sextíu lög- reglumenn af höfuðborgarsvæð- inu voru á staðnum þegar mest var. Að auki bættust sérsveitar- menn í hópinn til aðstoðar. Lög- reglumenn höfuðborgarsvæðisins sem voru á staðnum voru úr umferðardeild, almennri deild og rannsóknardeild, auk aðgerðar- hóps úr almennu deildinni. Tuttugu menn voru handteknir á staðnum, að sögn Harðar og eiga þeir yfir höfði sér kærur fyrir að hunsa fyrirmæli lögreglu, brjóta umferðarlög, auk brota á hegning- arlögum með því að raska almenn- ingssamgöngum. Spurður hvað hafi orðið til þess að upp úr sauð svo að til átaka kom segir Hörður að bílstjórarnir hafi safnast saman í gærmorgun til að loka veginum. „Við höfum alltaf verið með við- búnað sem við höfum ekki þurft að beita. Að þessu sinni urðu þeir við tilmælum um að fara, en ein- hver hluti þeirra fór ekki langt eða kom til baka og lokuðu vegin- um aftur. Þeir sinntu ekki ítrekuð- um fyrirmælum. Þetta var orðið stjórnlaust af þeirra hálfu því það var enginn í forsvari fyrir þessu. Það var því bara maður á mann. Hörður sagði að ekki hefði tekist að ná í talsmann bílstjóranna um fjögurleytið í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Spurður um hvað gerist stöðvi bílstjórarnir umferð í dag eða næstu daga segir Hörður að lög- regla grípi ætíð til þeirra aðgerða sem séu viðeigandi hverju sinni. „Það sem við gerðum nú, svo sem að beita úða er algjör undan- tekning. Við grípum ekki til svona aðgerða nema ef og þegar aðrar aðgerðir duga ekki. Þarna var kominn mikill mannsöfnuður og það er allt betra en líkamleg átök. jss@frettabladid.is Sextán flutningabíl- ar voru kyrrsettir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tuttugu menn og lagði hald á sextán flutningabíla í gær. Bílarnir hafa verið kyrrsettir um óákveðinn tíma til trygg- ingar á greiðslu sekta og kostnaðar. Hinir handteknu eiga kærur yfir höfði sér. ÁTÖK Í NORÐLINGAHOLTI ER SVIFRYKIÐ AÐ KÆFA OKKUR? DAGSKRÁ MÁLÞINGS Setning Eygerður Margrétardóttir, stjórnarkona í Félagi umhverfi sfræðinga á Íslandi. Upp úr hjólfarinu. Um hjólreiðar og hlutverk heimspekinnar Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimsspeki við Háskóla Íslands. Loftgæði, lungu og heilsa Sigurður Þór Sigurðarson, læknir. Loftgæði í Reykjavík Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi á Umhverfi s- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Visthæfar samgöngur Pálmi Randversson, sérfræðingur í samgöngumálum á Umhverfi s- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. UMRÆÐUR Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Félags umhverfi sfræðinga á Íslandi. ALLIR VELKOMNIR Málþing Félags umhverfi sfræðinga á Íslandi um vistvænan lífsstíl, samgöngur og loftgæði. Yale, fundarsal Radison SAS, Hótel Sögu, 2. hæð á Degi umhverfi sins, föstudaginn 25. apríl kl. 15:00-17:30. FÉLAG UMHVERFISFRÆÐINGA Á ÍSLANDI Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík, telur heppni að ekki fór verr en raun ber vitni við Norðlinga- holt í gær. „Ég tel að við höfum sloppið fyrir horn og hvet til þess að þessum mótmælum verði fundinn annar farvegur þannig að ekki stafi af þeim hætta,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir mikilvægt að draga lærdóm af atburðum gærdagsins, þannig megi koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. „Það er mikilvægara að menn sameinist um að þetta gerist ekki aftur en að leita að sökudólgi eða blórabögglum.“ Borgarstjóri er formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Á fundi hennar á föstudag var rætt um aðgerðir bílstjóra og lýst áhyggjum af þeirri hættu sem þeim getur fylgt vegna tálmunar slökkviliðs- og sjúkra- bíla. Ólafur segir slökkviliðsstjóra hafa rætt við talsmenn bílstjóranna og gert þeim grein fyrir hættunni. Vonar hann að bílstjórarnir hafi þessi atriði eftirleiðis í huga. „Það varðar líf og öryggi fólks að þessir bílar geti komist um göturnar,“ segir hann. SLUPPUM FYRIR HORN Piparúði lögreglunnar er hættulítill eða hættulaus fullyrðir vakthaf- andi læknir á slysadeild. Hann valdi sviða en nóg sé að skola augun. Þeir sem leituðu á slysa- deild voru afklæddir og skolað af þeim í bílskúrnum af því að úðinn getur smitast yfir á aðra sjúklinga. - kóp Piparúðinn er hættulítill Telur þú að beinið sem fannst í Dýrafirði á sunnudag sé frá Spánverjavígunum? Já 34% Nei 66% SPURNING DAGSINS Í DAG Þekkir þú kröfur vörubílstjóra? Segðu skoðun þína á vísir.is Æstir unglingar Nokkur fjöldi unglinga safnaðist saman á Norðlingaholti þegar fréttist af átökum. Unglingarnir köstuðu eggjum að lögreglu og létu ófriðlega. Lögreglan þurfti hvað eftir annað að skakka leikinn. FRÉTTABLAÐTÐ/STEFÁN HANDTEKINN Ungur maður var handtekinn við mótælin. Hann kvartaði sáran undan því að fá ekki að þurrka piparúðann úr augum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dómsmálaráðherra hefur ekkert út á framgöngu lögreglu að setja : Gaf ekki fyrirmæli um aðgerðir Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra gaf ekki fyrirmæli til lög- reglunnar um að hefja aðgerðir gegn mótmælum bílstjóra í gær. Hann segist ekki hafa neitt út á framgöngu lögreglumanna að setja. „Það stefndi í að upp úr syði, ef haldið yrði áfram á sömu braut,“ segir hann. Hann segir ekki hægt að full- yrða um það hvort lögregla muni framvegis bregðast við mótmæl- um með þessum hætti. „Lögregla tekur ákvarðanir sínar í samræmi við lög og mat á aðstæðum hverju sinni.“ Hann hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hann muni óska eftir skýrslu um málið frá lögreglu- stjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur segir hann að unnt sé að óska eftir því við ríkissaksókn- ara að hann láti rannsaka fram- göngu lögreglunnar þyki mönn- um tilefni til þess. Aðspurður um hvað honum þyki um mótmælin segir hann, „ég tel, að í okkar þjóðfélagi eigi að leiða mál til lykta með viðræð- um en ekki á þann hátt að trufla þjóðlífið með ólögmætum aðgerð- um“. - jse KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.