Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.04.2008, Qupperneq 10
10 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR KJARAMÁL Formenn félaga innan Bandalags háskólamanna, BHM, hunsuðu fund sem boðaður hafði verið með samninganefnd ríkis- ins í Karphúsinu síðdegis í gær. Félögin hafna því að senda full- trúa á slíkan fund enda ætla þau öll að semja hvert með sinni samninganefnd. Í svari sem samninganefnd náttúrufræðinga sendi til samn- inganefndar ríkisins, segir að fundurinn hafi verið boðaður án dagskrár. Samninganefnd félags- ins vilji eiga „milliliðalaus sam- skipti við SNR og hafnar því að senda fulltrúa á fund sem boðað- ur er án dagskrár“. Þá ítrekar nefndin kröfu um samningafund tafarlaust og bendir á að í viðræðuáætlun sé gert ráð fyrir að 23. apríl sé staða viðræðna metin með tilliti til þess hvort endurskoða skuli viðræðu- áætlun eða vísa málinu til sátta- semjara. Páll Halldórsson, formaður Félags íslenskra náttúrufræð- inga, FÍN, segir að hvert félag innan BHM fari með sitt samn- ingsumboð og ekki hafi verið fjallað um að láta það af hendi. Í síðustu viku hafi náttúrufræð- ingar fallist á að fresta samn- ingafundi. „Nú erum við að ýta á að það verði boðað til fundar og að við komumst að borðinu,“ segir hann. Náttúrufræðingar hafa kynnt kröfugerð sína fyrir samninga- nefnd ríkisins. Grundvallarkraf- an er sú að lágmarkslaun nátt- úrufræðings með BS-próf verði 300 þúsund krónur en lágmarks- launin eru í dag 210 þúsund krón- ur. Til viðbótar eru kröfur sem snúa að réttindamálum og öðru. Páll segir að ákveðnir hópar hafi setið eftir. Hann nefnir sem dæmi starfsmenn LSH „þar sem launakjör eru með þeim hætti að ekki verður við unað. Það eru alls konar svona mál sem verður að leysa. Mönnum er ekki vel við að þessum málum sé alltaf ýtt út af borðinu með heildarsamning- um.“ Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður FÍH, segist ekki hafa séð neina ástæðu til að þramma á fundinn því að þar myndu ekki eiga sér stað neinar samninga- viðræður. Beðið sé eftir samn- ingafundi. Forystumenn innan BHM mættu hinsvegar til fundar við samninganefnd ríkisins í gær- morgun og svöruðu þá tilboði rík- isins um þriggja ára samning. Ekki náðist í Gunnar Björns- son, formann samninganefndar ríkisins. ghs@frettabladid.is Mættu ekki til fundar með ríkinu Stéttarfélög innan BHM mættu ekki til fundar með samninganefnd ríkisins í gær. Félögin ætla að semja hvert í sínu lagi og sjá ekki tilgang funda með einstök- um forystumönnum sem boðaðir eru án dagskrár. SLEPPTU ÞVÍ AÐ MÆTA Stór BHM-félög á borð við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Félag íslenskra náttúrufræðinga slepptu því að mæta á fund með samninganefnd ríkisins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SIGURÐSSON Nú erum við að ýta á að það verði boðað til fundar og að við komumst að borðinu. PÁLL HALLDÓRSSON FORMAÐUR FÍN RV U N IQ U E 04 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Réttu tækin í þrifin - háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur frá 8.888 kr. Nilfisk P160 1-15 B X-tra Dæluþrýstingur: 160 bör Vatnsmagn: 650 l/klst. Nilfisk E140 2-9 X-tra Dæluþrýstingur: 140 bör. Vatnsmagn: 500 l/klst. Nilfisk C100 4-5 Dæluþrýstingur: 100 bör. Vatnsmagn: 320 l/klst. Nilfisk Buddy 18 ryk- og vatnssuga Loftflæði: 3600 l/mín. Mótor: 1300W 15 l tankur Nilfisk C120 2-6 Dæluþrýstingur: 120 bör. Vatnsmagn: 520 l/klst. 20% afslá ttur Vinningur í hverri viku DÓMSMÁL Þrennt var í gær dæmt í máli Tryggingarstofnunar (TR) gegn fyrrverandi starfskonu. Alls eru 20 manns ákærðir í málinu, en eftir á að rétta yfir höfuðpaurnum, 45 ára gamalli konu. Æskuvinkona hennar, sem er 75% öryrki, var dæmd í níu mán- aða fangelsi fyrir að heimila ríf- lega 11 milljóna króna innlagnir á reikninga sína. Hún hlaut helming upphæðarinnar í sinn hlut. Þá var nágrannakona hennar dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir viðtöku ríflega 4,6 milljóna, en fyrir það fékk hún tæpar 540 þúsund krónur. Fyrrverandi sam- býlismaður höfuðpaursins hlaut tveggja mánaða fangelsi, en hann tók við 1,3 milljónum og ráðstafaði samkvæmt vilja konunnar. Allir dómarnir eru skilorðsbundnir. Þingfesting málsins var sú fjöl- mennasta í sögu Héraðsdóms Reykjavíkur. - kóp Enn dæmt í fjársvikamáli Tryggingastofnunar: Þrennt fer á skilorð UMFANGSMIKIÐ MÁL Tuttugu manns eru ákærðir í fjársvikamáli tengdum Trygg- ingastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.