Fréttablaðið - 24.04.2008, Síða 16
24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
Kynntu þér námið á www.hr.is
MSc í alþjóðaviðskiptum
Námið byggir bæði á fræðilegum grunni og hagnýtri þekkingu á alþjóðaviðskiptum og fer kennsla
fram á ensku. Uppbygging námsins miðar við reynslu margra bestu háskóla heims. Allir nemendur
dvelja erlendis eina önn.
MEISTARANÁM
Í VIÐSKIPTADEILD
MSc í reikningshaldi og endurskoðun
Námið er ætlað þeim sem vilja verða löggiltir endurskoðendur, eða hafa áhuga á að starfa sem
sérfræðingar eða stjórnendur á sviði reikningshalds í fyrirtækjum. Útskrifaðir nemendur eru
eftirsóttir til ýmissa stjórnunarstarfa í atvinnulífinu, einkum hjá stórfyrirtækjum í alþjóðlegri
starfsemi.
MSc í fjármálum
Námið er sérsniðið að þörfum fjármálafyrirtækja og framsækinna alþjóðlegra fyrirtækja. Hægt
er að sérhæfa sig í fjárfestingarstjórnun eða fjármálum fyrirtækja.
Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er fjölbreytt og krefjandi nám sem getur opnað
þér dyr að margvíslegum starfstækifærum.
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is
Þar sem tryggingar
snúast um fólk
VERTU MEÐ ALLAR
TENGINGAR Í LAGI
HÚSVAGNATRYGGING VÍS
Húsvagnatrygging VÍS er alhliða trygging fyrir tjaldvagna, fellihýsi
og hjólhýsi, sem tekur m.a. til áreksturs, veltu, útafaksturs, eldsvoða,
skriðufalls og innbús svo eitthvað sé nefnt.
Hafðu samband við þjónustuver VÍS í síma 560 5000 eða komdu
við á næstu þjónustu- skrifstofu og fáðu nánari upplýsingar.
VESTMANNAEYJAR „Það er höfnin og
ferðaþjónustan sem bera mest úr
býtum í þessari þriggja ára áætl-
un,“ segir Elliði Vignisson, bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum um nýja
þriggja ára áætlun Vestmanna-
eyjabæjar sem nær yfir árin 2008
til 2011.
Stefnt er að byggingu stór-
skipahafnar norðan við Eiðið.
Rúmar 700 milljónir eru teknar
frá til framkvæmdarinnar sem
samsvarar 40 prósentum af kostn-
aði en samkvæmt gildandi hafn-
arlögum greiðir ríkið 60 prósent
af gerð hafnarmannvirkja.
„Stórskipahöfn norðanvert við
Eiðið myndi gera okkur kleift að
taka á móti næstu kynslóð af stór-
skipum og auka þjónustu við alla
hafnsækna stafsemi, bæði tengda
sjávarútvegi, léttiðnaði og
nýfengnum tækifærum til dæmis
í vatnsútflutningi,“ segir Elliði.
Hann segir bæjarstjórnina hafa
gert samgönguyfirvöldum grein
fyrir þessari áætlun sinni og að
viðbrögð hafi verið góð.
Áætlunin byggir að nokkru á
úttekt Háskólans á Bifröst á því
hvaða byggðarleg áhrif Land-
eyjahöfn muni hafa á atvinnulíf
og búsetugæði í Eyjum þegar
siglingaleiðin styttist úr tæpum
þremur klukkustundum í hálfa
klukkustund. „Þeir meta það sem
svo að það séu gríðarlega miklar
breytingar framundan sem við
þurfum að búa okkur undir.“
Áætlunin gerir ráð fyrir að
íbúum í Eyjum hætti að fækka
árið 2008 og fjölgi um eitt prósent
á ári næstu þrjú árin þar á eftir.
„Á síðasta ári var minnsta fækk-
un sem verið hefur frá árinu 1993
og það sem af er þessu ári er
fjölgun. Þannig að þetta er að snú-
ast við núna.“
En fleira verður gert en byggð
stórskipahöfn. Áhersla verður
einnig lögð á uppbyggingu ferða-
þjónustu svo sem byggingu menn-
ingarhúss, Náttúrugripasafns,
nýs útivistarsvæðis og alger upp-
bygging miðbæjarins. Alls er gert
ráð fyrir að kostnaður sveitarfé-
lagsins við þessar sérstöku fram-
kvæmdir verði 1.853 milljónir
króna. „Ég hugsa að þetta séu
mestu framkvæmdir sem sveit-
arfélagið hefur ráðist í eftir að
uppbyggingu eftir gos lauk. Við
erum afar bjartsýn.“
olav@frettabladid.is
Landeyjahöfn
kallar á stór-
skipahöfn
Í nýrri þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar er
gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir tæpa tvo millj-
arða króna. Þar ber hæst framkvæmdir vegna nýrr-
ar stórskipahafnar á utanverðu Eiðinu.
FRÁ VESTMANNAEYJUM Eiðið heitir í raun Þrælaeiði og er sandeyri milli Klifsins og
Heimakletts. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
UMHVERFISMÁL Fólki gefst kostur á
að reynsluaka vetnis-, metan- og
rafbílum á Miðbakkanum í dag.
Þá fer fram sýning á þeim fjöl-
mörgu visthæfu bifreiðum sem
komnar eru í umferð hérlendis.
Bílasýningin fer fram á milli
klukkan 11 og 15.
Við opnun sýningarinnar verður
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
afhentur þrettándi vetnisfólksbíll-
inn sem fer í almenna umferð hér-
lendis. Þetta er Ford Focus efna-
rafalabíll.
Í tilkynningu frá Bílgreinasam-
bandinu kemur fram að vetnis-
bílafloti Íslendinga sé orðinn einn
sá stærsti í heiminum. Þá fjölgi
öðrum visthæfum bílum hérlendis
jafnt og þétt. - ghs
Sýning á Miðbakka á sumdardaginn fyrsta:
Vetnisbílar prófaðir
AFHENTUR Í DAG Gestum gefst kostur
á að reynsluaka vetnis-, metan- og
rafbílum á Miðbakkanum í Reykjavík
milli ellefu og þrjú í dag eftir að nýr
efnarafalabíll hefur verið afhentur.
ÞÝSKALAND, AP Otto Schily, fyrr-
verandi ráðherra í ríkisstjórn
Gerhards Schröder, þarf að greiða
þýska þinginu sekt fyrir að vilja
ekki gefa þingforseta upplýsing-
ar um tekjur sínar.
Schily segist ekki vilja gefa
upp tekjur af lögfræðistörfum
sínum utan þings vegna trúnaðar-
skyldu við skjólstæðinga sína.
Þingið samþykkti að krefja
hann um 22 þúsund evrur í sekt,
rúmlega 2,5 milljónir króna.
Þetta er í fyrsta sinn sem þing-
manni í Þýskalandi er refsað fyrir
að gefa ekki upp tekjur. Hann
getur þó áfrýjað ákvörðun þings-
ins. - gb
Þýskur þingmaður neitar að gefa upp tekjur:
Greiði þinginu sekt