Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 24
24 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 298
5.203 +0,63% Velta: 3.965 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,30 -0,55% ... Bakkavör 42,30
-0,24% ... Eimskipafélagið 22,85 -0,22% ... Exista 11,99 +2,04% ... FL
Group 6,37 -0,31% ... Glitnir 16,60 +0,61% ... Icelandair Group 23,30
-2,71% ... Kaupþing 837,00 +0,72% ... Landsbankinn 30,80 +0,65%
... Marel 90,10 +0,45% ... SPRON 4,86 -0,82% ... Straumur-Burðarás
12,26 +0,74% ... Teymi 3,98 +0,00% ... Össur 93,50 +3,32%
MESTA HÆKKUN
ÖSSUR 3,32%
EXISTA 2,04%
FØROYA BANKI 1,41%
MESTA LÆKKUN
ATLANTIC AIRWAYS 8,68%
FLAGA 3,41%
ICELANDAIR 2,71%
Guðjón Karl Reynisson,
fyrrverandi framkvæmda-
stjóri 10-11, hefur verið
ráðinn forstjóri bresku leik-
fangakeðjunnar Hamley´s
sem er í eigu Baugs. Keðjan
veltir tíu milljörðum króna
og skilaði 500 milljónum í
hagnað í fyrra.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs
Group, sem er eigandi Hamley´s,
segir félagið hafa vantað nýjan for-
stjóra þar sem Nick Mather, sem
verið hefur forstjóri Hamley´s síð-
astliðin tvö ár og fjármálastjóri
félagsins þar á undan, ákvað að láta
af störfum til þess að skoða ný tæki-
færi. Hann þvertekur fyrir að Math-
ers hafi verið sagt upp störfum.
„Nick hefur gert góða hluti fyrir
Hamley´s enda félagið verið á mik-
illi siglingu að undanförnu,“ segir
Gunnar. Hann segir Guðjón strax
hafa komið til greina sem eftirmað-
ur Mathers enda gert mjög góða
hluti með 10-11 verslanirnar.
Hvað reynsluleysi Guðjóns á leik-
fangamarkaðinum og þar að auki á
breska markaðinum varðar, segir
Gunnar að innan Hamley´s sé öflugt
og ferskt lið sem þekki geirann inn
og út. Það sé hans trú að persónu-
leiki Guðjóns, reynsla í rekstri,
ferskleiki og dugnaður, eins og
Gunnar orðar það, henti vel inn í
þann hóp sem þarna fer. Guðjón
hefur störf í byrjun maímánaðar og
hefur Sigurður Reynaldsson, nú
þegar tekið við starfi hans sem
framkvæmdastjóri 10-11 búðanna.
Hamley´s veltir í kringum tíu millj-
örðum króna á ári og var hagnaður
félagsins í fyrra um hálfur milljarð-
ur íslenskra króna. Alls eru versl-
anirnar orðnar 15 talsins, þrjár í
Danmörku, ein á Regent-stræti í
Lundúnum, sex í verslunum House
of Fraser, sem eru einnig í eigu
Baugs, þá eru fjórar flugvallarbúð-
ir og ein á lestarstöð í Lundúnum.
Og nóg verður að gera hjá Guðjóni
því fyrirhugað er að opna þrjár
Hamley´s verslanir til viðbótar á
næstunni, eina í Jórdaníu í júní og
eina í Dubai í desember. „Síðan er
verið að skoða fleiri tækifæri í
öðrum löndum,“ segir Gunnar.
Guðjón er íþróttakennari að
mennt auk þess sem hann lauk
rekstrar- og viðskiptanámi frá EHÍ
árið 2000 og MBA-gráðu frá Háskóla
Íslands árið 2002.
- ss
Hagnaður Hamley‘s
hálfur milljarður króna
„Mikil ábyrgð fylgir
orðum seðlabankastjóra,
ekki síst á erlendri grundu.
Því þarf hann að gæta
orða sinna sérstaklega
vel,“ segir Erlendur
Hjaltason, formaður Við-
skiptaráðs Íslands.
Ummælin hljóti að teljast
óheppileg, enda þótt þau
hafi verið mistúlkuð að
verulegu leyti.
Fram kom í danska við-
skiptablaðinu Börsen, að
Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri
lýsti áhyggjum af stórum fjárfest-
um í íslenskum bönkum. Enn frem-
ur sagði blaðið að hrun hjá fjárfest-
um gæti þýtt verulegt tap fyrir
íslensku bankana.
Eiríkur sagði í samtali
við Markaðinn, að hann
hefði gefið danska blaða-
manninum svar við fræði-
legri spurningu. Ekki
væri til þess vitað að slík
vandamál væru í uppsigl-
ingu. Hann lét þess enn
fremur getið að erfiðleik-
ar á markaði gætu reynst
smærri bönkum illa og
leitt til sameininga.
Erlendur segir það ekki
hlutverk seðlabankastjóra
að spá fyrir um sameiningu eða
fækkun fjármálafyrirtækja. „Að
sama skapi eru ummæli um mögu-
leg vandamál hjá eigendum stærstu
bankanna afar óheppileg og gætu
valdið misskilningi.“ - ikh
Seðlabankastjóri
gæti orða sinna
„Húsnæðislánavextir banka og
sparisjóða eru töluvert hærri nú en
vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa
þeir að taka mið af peningamála-
stefnu landsins, ólíkt því sem virð-
ist gilda um Íbúðalánasjóð,“ segir
Guðjón Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vik-
unnar sé ekki til þess fallin að
styðja við virkni peningamála-
stefnu Seðlabankans.
Íbúðalánasjóður lækkaði vexti
niður í 5,2 prósent með uppgreiðslu-
ákvæði, og niður í 5,7 prósent án
slíks ákvæðis.
„Fyrir þær tugþúsundir lands-
manna sem greiða af verðtryggð-
um húsnæðislánum í íslenskum
krónum er stærsta hagsmunamálið
að það takist að ná niður verðbólgu
í landinu,“ segir Guðjón.
Hann vitnar til nýlegrar skýrslu
OECD, þar sem segir að sjóðurinn
þurfi að halda sig frá aðgerðum
sem dragi úr virkni peningamála-
stefnunnar og að hann þurfi að geta
starfað án opinberra afskipta. Nið-
urgreiðsla húsnæðisviðskipta, með
ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs, skipti
þó mestu máli.
„Það hefur aldrei reynt á þessa
ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs,“ segir
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala. Hún segir
kjör sjóðsins á markaði skýrast
fyrst og fremst af því að hann sé
góður skuldari „með traust og góð
fasteignaveð og lítil vanskil. Þess
vegna skil ég ekki þessi brigsl um
annað.“ Hún segir Íbúðalánasjóð
mjög mikilvægan fyrir íslenskan
fasteignamarkað, eins og staðan nú
sýni, enda þótt galli sé á fyrirkomu-
lagi hámarkslána. Haft var eftir
félagsmálaráðherra í síðasta Mark-
aði að vegna stöðunnar í verðbólgu-
málum væri ekki tímabært að miða
lán sjóðsins við markaðsverð.
- ikh
Mikilvægast að ná
verðbólgunni niður
ERLENDUR
HJALTASON
HAMLEY‘S Í LONDON
Baugur rekur alls 15
Hamleys búðir og
áætlar að opna fleiri.
Finnur Ingólfsson er enn
stór hluthafi í Icelandair
Group í gegnum félagið
Langflug.
Fréttir af sölu Finns á
hlutum í félaginu í fyrra-
sumar, báru með sér að þá
hefði Finnur sagt skilið við
félagið. Þá seldi félag
Finns FS7 tæplega 15,5
prósenta hlut sinn.
Finnur staðfestir að
hann eigi nú tvo þriðju
hluta hlutafjár í Langflugi, á móti
Fjárfestingafélaginu Gift, sem á
þriðjung. Langflug er stærsti hlut-
hafinn í Icelandair Group, með
23,8 prósenta hlut.
Samkvæmt ársreikningi Lang-
flugs fyrir árið 2006 átti Eignar-
haldsfélagið Samvinnutryggingar,
forveri Giftar, 75 prósenta hlut, en
Finnur fjórðung prósenta. „Þetta
var einhvern tímann á síðasta ári,“
segir Finnur, þegar hann
er spurður um hvenær
hann jók hlut sinn í
Langflugi.
Í lok desember sátu
þrír menn í stjórn Lang-
flugs. Finnur Ingólfs-
son, Helgi S. Guðmunds-
son og Ólafur
Friðriksson. Finnur er
nú stjórnarformaður
Samvinnusjóðsins, sem
líklega á þriðjungs hlut í
Gift, og verður stærsti hluthafinn
í Gift. Ólafur Friðriksson er fyrr-
verandi stjórnarformaður Giftar.
Allir þrír hafa setið í svonefndu
Fulltrúaráði eignarhaldsfélagsins
Samvinnutrygginga. Fulltrúaráð-
ið velur sig sjálft en þar eru innan
borðs ýmsir sem meðal annars
tengjast Kaupfélögunum og Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga.
- ikh
FINNUR INGÓLFSSON
Á ennþá 15 prósent
Góður gangur
Fjölmiðlar hafa verið duglegir við að segja fréttir
af erfiðleikum fyrirtækja við að sækja sér lánsfé
til að standa undir áframhaldandi rekstri og
framtíðaruppbyggingu. Það á samt ekki við um
öll fyrirtæki. Á meðan álverð fer hækkandi er
fýsilegt að byggja fleiri álver hér á landi. Að
því stefnir Norðurál í Helguvík. Í síðustu viku
voru forsvarsmenn Norðuráls, sem er í eigu
Century Aluminium og með höfuðstöðvar í
Kali- forníu, í Bandaríkj-
unum og ræddu
við þarlenda
banka.
Og ekki vantar áhugann. Höfðu stærstu bankar
Bandaríkjanna samband að fyrra bragði til að
ræða hugsanlegt lán til uppbyggingar í Helguvík.
Auk þess að auka hlutafé og taka fjármagn úr
rekstrinum er ætlunin að taka nokkur hundruð
milljónir dollara að láni. Og kjörin munu ekki
vera verri en það sem gilti fyrir lánsfjárkrepp-
una. Það er engin kreppa í álinu.
Bíður rólegur
Það er gömul saga og ný, að niðursveifla
á markaði getur skapað góð kauptæki-
færi fyrir þá sem eiga fjármuni á lausu.
Björgólfur Thor Björgólfsson sagði
við danska viðskiptablaðið Börsen í
gær, að verð á dönskum fasteigna-
félögum myndi lækka á næstunni
þar sem einhverjir bankar myndu
neyðast til að selja fyrir hönd
umbjóðenda sinna. Hann geri
því ekkert fyrir jól, enda hafi
hann nógan tíma.
Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARSeðlabanki Noregs hefur hækkað
stýrivexti í 5,5 prósent, um 0,25
prósentustig. Í Vegvísi Landsbankans
kemur fram að hækkunin hafi verið í
takt við væntingar sérfræðinga. Í Nor-
egi hefur verið uppgangur sem skýrist
að stórum hluta af háu olíuverði, sem
er helsta útflutningsvara Noregs.
Vegvísir fjallar einnig um stýrivexti
í Svíþjóð sem tilkynnt var að væru
óbreyttir í 4,25 prósentum.
Uppgjör fyrirtækja vegna fyrsta
ársfjórðungs fara nú að líta dagsins
ljós. Í dag koma þau fyrstu, en Nýherji
og Eik Banki ríða á vaðið. „Uppgjörs-
hrinan skellur svo á af fullum krafti í
næstu viku en þá munu átta félög á
Aðallista Kauphallarinnar birta upp-
gjör fyrir fyrsta ársfjórðung,“ bendir
greiningardeild Kaupþings á.
Viltu skjól á veröndina?
www.markisur.com og www.markisur.is
Veðrið verður ekkert vandamál
Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík
Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar