Fréttablaðið - 24.04.2008, Qupperneq 28
28 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Ég birti dóm um Hagskinnu, Sögulegar hagtölur um Ísland í
Morgunblaðinu 21. ágúst 1997 og
fór þar fögrum orðum um þetta
vel samda og viðamikla rit og
höfunda þess, Hallgrím Snorrason,
þá hagstofustjóra, og samverka-
menn hans.
Ég jós verkið lofi í löngu máli.
Undir lokin nefndi ég tvö atriði,
sem mér fannst, að Hagskinna
hefði mátt gera betri skil. Mér
fannst vanta rækilegra efni um
menntamál, og brást Hagstofan
vel við þeirri áskorun. Í annan stað
fannst mér „afleitt, að engar
opinberar tölur skuli enn vera til í
hagskýrslum um þá gríðarlegu
eignatilfærslu, sem átt hefur sér
stað í skjóli aflakvótakerfisins
undanfarin ár. ... Tölur af þessu
tagi eru í raun og veru forsenda
þess, að menn geti myndað sér
skynsamlega skoðun um sum
mikilvægustu álitamálin á
vettvangi stjórnmálanna. Hvernig
eiga menn t.d. að geta tekið
afstöðu með eða á móti íhalds-
stefnu eða jafnaðarstefnu, ef menn
hafa engar haldbærar tölur um
jöfnuð og ójöfnuð í samfélaginu af
völdum ólíkra stjórnarhátta?“
Bréf milli vina
Við og við hef ég ásamt öðrum
minnt Hagstofuna á þessa
brýningu. Ég skrifaði hagstofu-
stjóra 4. maí 2006: „Kæri Hall-
grímur. Hvað líður útreikningum
Hagstofunnar á Gini-stuðlum fyrir
Ísland? Það er tilfinnanlegt, að
þessar tölur um tekjuskiptingu
skuli enn láta á sér standa. ... Hvað
veldur drættinum? Hvað er
mikilvægara eins og sakir standa?
Kær kveðja, Þorvaldur.“
Hagstofustjóri svaraði daginn
eftir og sagði, að sér þætti miður,
að vinnan við að gera tekjuraðirn-
ar nothæfar hefði ekki skilað
árangri, hann væri sammála því,
að æskilegt væri, að tekjuskipting-
artölur væru reiknaðar fyrir langt
tímabil, en það væri enn ekki
hægt. Ég sendi síðan hagstofu-
stjóra skeyti 25. október 2007 og
sagði þar: „Kæri Hallgrímur. Mig
langar að marggefnu tilefni að
benda þér á bls. 215 í fjárlaga-
frumvarpi norsku ríkisstjórnar-
innar ... Þar kemur fram, að norska
hagstofan hefur tekið saman tölur
um tekjuskiptingu í Noregi a.m.k.
aftur til ársins 1990 og norska
ríkisstjórnin birtir þessar tölur á
áberandi stað í eigin skýrslum og
leggur út af þeim ... Tölurnar sýna,
að tekjuskipting í Noregi hefur
færzt talsvert í ójafnaðarátt, en þó
hvergi nærri í sama mæli og á
Íslandi skv. mælingum ríkisskatt-
stjóra og annarra. Ég hef í a.m.k.
áratug, ýmist opinberlega eða
einkalega, hvatt Hagstofu Íslands
og þig til að taka saman svipaðar
tölur um Ísland, en þið sýnið samt
ennþá engin merki þess, að þið
hyggist verða við þeim áskorunum
mínum og annarra. ... Aðgerðar-
leysi Hagstofunnar hefur valdið
skaða, meðal annars með því að
gefa ósannindamönnum færi á því
að fara með rangt mál og rugla
almenning í ríminu, eins og gerðist
fyrir kosningar í vor leið. ... Með
beztu kveðjum og óskum, Þorvald-
ur.“
Kortlagning tekjuskiptingar
Snemma árs 2007 hafði Hagstofan
loksins birt tvo Gini-stuðla fyrir
Ísland 2003 og 2004. Síðan hefur
Hagstofan bætt við stuðli fyrir
2005 án þess að kortleggja
þróunina aftur í tímann. Tölurnar
sýna, að Gini-stuðullinn hækkaði
um eitt stig á ári 2003-2005 líkt og
Gini-stuðlar ríkisskattstjóra, sem
hækkuðu um rösklega eitt stig á
ári að jafnaði allt tímabilið 1993-
2006 (hækkun þýðir aukinn
ójöfnuð). Samanburður Hagstof-
unnar á Íslandi og öðrum löndum
2003-2005 er því marki brenndur,
að fjármagnstekjur, sem gerast æ
mikilvægari í heildartekjum, eru
ekki taldar með til fulls. Þetta
skekkir samanburðinn, því að
skattar á fjármagnstekjur eru
langt undir sköttum á vinnutekjur
hér heima öndvert mörgum
nálægum löndum, þar sem minna
misræmi, ef nokkurt, er í skatt-
lagningu fjármagnstekna og
vinnutekna. Þess vegna þarf að
taka allar tekjur með í reikninginn
og reikna dæmið aftur í tímann
líkt og ríkisskattstjóri hefur gert
til að reyna að gefa rétta mynd af
þróun tekjuskiptingarinnar. Sumir
stjórnmálamenn og erindrekar
þeirra eru viðkvæmir fyrir
auknum ójöfnuði, einkum skipu-
lögðum ójöfnuði, þar eð þeir vita
upp á sig sökina, og þræta fram í
rauðan dauðann, þótt staðreyndir
málsins blasi við öllu sjáandi fólki.
Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands gaf 2001 út skýrslu um
tekjuskiptingu á Íslandi eftir fimm
hagfræðinga: Ásgeir Jónsson, Ástu
Herdísi Hall, Gylfa Zoëga, Mörtu
Skúladóttur og Tryggva Þór
Herbertsson. Skýrslan lýsir
stigvaxandi ójöfnuði í skiptingu
ráðstöfunartekna að meðtöldum
fjármagnstekjum 1993-2000: Gini-
stuðullinn hækkaði úr 27 árið 1993
í 33 árið 2000 (bls. 87). Útreikning-
ar ríkisskattstjóra vitna með líku
lagi um rösklega eins stigs
hækkun Gini-stuðulsins á hverju
ári að jafnaði 1993-2006 eins og
áður sagði og eru í góðu samræmi
við skýrslu Hagfræðistofnunar um
fyrri hluta tímabilsins. Aukinn
ójöfnuður á Íslandi er bláköld
staðreynd og á sér skiljanlegar
skýringar. Opinberar hagtölur
þurfa að spegla veruleikann.
Ójöfnuður
Enn um misskiptingu
Í DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
UMRÆÐAN
Jón Steindór Valdimarsson skrifar um
framkvæmdir og atvinnulíf
Mannvirkjagerð er mikilvæg uppspretta atvinnu- og verðmætasköpunar og sá
þáttur iðnaðar sem vaxið hefur hvað mest.
Til mannvirkjagerðar má rekja ríflega 10%
verðmætasköpunar og um 16.000 manns
starfa við greinina. Vöxtur og viðgangur
mannvirkjagerðar skiptir því verulegu máli
í þjóðarbúskapnum og það er hagur allra að
vel gangi hjá fyrirtækjum innan hennar.
Á nýliðnum fundi Samtaka iðnaðarins var fjallað
um verklegar framkvæmdir og áhættu undir
yfirskriftinni: Hver er sinnar gæfu smiður. Umræð-
an þar sýndi glöggt að þeir sem standa í verklegum
framkvæmdum eiga við ærinn vanda að etja við
núverandi óvissu og sveiflur á markaði. Áhættan er
mikil og við bætist að samdráttur er verulegur, a.m.k.
á fasteignamarkaði.
Þess vegna er það óþolandi að stjórnvöld, með
Seðlabanka Íslands í broddi fylkingar, skuli leynt og
ljóst nota atvinnugreinina til sveiflujöfnunar og telja
það sjálfsagt. Þá virðast þeir háu herrar gleyma
þeim fyrirtækjum og starfsfólki sem standa að baki.
Nú er Seðlabankinn að reyna að ná niður
verðbólgunni og þar sjá menn lausnina í því
að kæla fasteignamarkaðinn eins og það er
kallað. Með illu skal illt út reka. Nú skal tala
markaðinn niður í alkul – sömu menn sem
kvarta undan því að óvarlega sé talað um
ágæti krónunnar.
Þessar aðgerðir stjórnvalda eru óskiljan-
legar því aðstæður í efnahagslífinu sjá
hjálparlaust til þess að samdráttur verður,
ástæðulaust er að ýta undir hann. Útlána-
stopp bankanna, háir vextir, verðbólga og
gengissveiflur hafa nógu slæm áhrif. Miklu
frekar á að reyna að örva markaðinn og vinna gegn
of miklum og snöggum samdrætti. SI hafa t.d. bent á
að nú sé kjörið tækifæri til þess að fella niður
stimpilgjöld að fullu. Þetta er gjaldtaka sem allir eru
sammála um að sé úrelt og ósanngjörn.
Mannvirkjagerð er því marki brennd að sveiflur í
framkvæmdum hafa verið miklar. Það er öllum
fyrirtækjum erfitt og því nauðsynlegt að leita allra
leiða til þess að draga úr þeim. Stöðugleiki í efna-
hagsumhverfi og jafn og öruggur vöxtur er mann-
virkjagerðinni jafn mikilvægur og öðrum greinum
iðnaðarins og atvinnulífsins alls.
Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Með illu skal illt út reka
JÓN STEINDÓR
VALDIMARSSON
Sturluð Samfylking
Magnús Þór Hafsteinsson, aðstoðar-
maður formanns Frjálslynda flokks-
ins, sakar á bloggi sínu Samfylking-
una um hræsni í samgöngumálum.
Ekki hafi verið innistæða fyrir hinu
digurbarkalega slagorði „Burt
með sturlaðar samgöngur“ úr
síðustu kosningabaráttu, til
dæmis bóli ekkert á efndum
loforðs um afnám gjalds í
Hvalfjarðargöng. Í athuga-
semdakerfinu bætir
hann við að vanefnd-
irnar verði Samfylk-
ingunni dýrkeyptar,
að minnsta kosti í
Norðvesturkjördæmi,
þar sem Samfylkingin
„galt afhroð“ í fyrravor.
Afhroð
Guðbjartur Hannesson, þingmaður
Samfylkingarinnar, blandar sér í leik-
inn og spyr hvernig Magnús skilgreini
„afhroð“. Það stendur ekki á svörum
hjá Magnúsi: Afhroð er „þegar stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn missir
tvö prósent í kjördæminu frá
2003 og það með nýjan
mann í brúnni. Svoleiðis er
það bara“. Það er stórt orð
afhroð. Og verður fróðlegt
að vita hvaða orða
Magnús Þór grípur
til ef Samfylkingin
skyldi einhvern
tímann falla
um fjögur
prósent?
Ósannspá
Róttæklingnum Birgittu Jónsdótt-
ur bauð líklega ekki í grun hvað
dagurinn bæri í skauti sér þegar hún
settist niður fyrir framan tölvuna
sína klukkan 10.48 í gærmorgun og
bloggaði: „Þora löggurnar bara
að vera með ofbeldi gagnvart
ungu fólki og friðarsinnum?
Svo virðist vera. Þeir eru
augljóslega skíthrædd-
ir við bílstjórana eða
kannski eru þeir bara
sammála þeirra málstað
og fara því um þá silki-
hönskum.“ Skemmst er
frá því að segja að það
reyndist ekki rétt.
bergsteinn@frettabladid.isÁ
tök lögreglu við flutningabílstjóra og vegfarendur við
Norðlingaholt í gær eru forvitnileg á ýmsa kanta. Af
viðbrögðum við þeim að dæma virðist almenn samúð
með aðgerðum flutningabílstjóra vera að fjara mjög
hratt út. Enda er málstaður þeirra orðinn ansi þoku-
kenndur. Það sem í upphafi leit út fyrir að vera barátta gegn of
háu eldsneytisverði hefur snúist upp í mótmæli bílstjóranna gegn
lögum um hvíldartíma. Fyrir vikið hafa aðgerðir þeirra tapað því
yfirbragði að þær séu í nafni þjóðarinnar. Þær eru í þröngu eigin-
hagsmunaskyni bílstjóranna sem vilja vera lengur á ferð á vegum
úti en löggjafinn heimilar.
Lög um hvíldartíma kveða á um að bílstjórar stórra flutninga-
bíla megi ekki aka lengur en tíu klukkustundir á sólarhring. Þessi
ákvæði eru ekki síst í þágu annarra ökumanna og farþega í umferð-
inni og eiga að koma í veg fyrir að örþreyttir menn séu undir stýri
á margra tonna trukkum á þjóðvegum landsins með tilheyrandi
slysahættu. Það er borin von ef Sturla Jónsson og félagar halda að
almennur stuðningur sé við að slakað verði á því lagaákvæði.
En burtséð frá því hvaða augum hver og einn lítur á aðgerðir
bílstjóranna þá vörpuðu atburðir gærdagsins mjög athyglisverðu
ljósi á tvær opinberar stofnanir. Annars vegar Ríkissjónvarpið og
hins vegar lögregluna.
Ríkissjónvarpið brást hratt við og hóf snemma beina útsendingu
frá vettvangi atburðanna. Fyrir vikið gátu þeir sem voru við skjá-
inn fylgst með hver gerði hverjum hvað af allmikilli nákvæmni.
Sjónvarpsáhorfendur sáu þegar bílstjórunum lenti saman við
hjálmkædda lögreglumenn með plastskildi sér til varnar. Áhorf-
endur sáu nákvæmlega á hvaða tímapunkti lögreglumennirnir
ákvaðu að beita piparúða á þá sem að þeim sóttu og hvernig þeir
báru sig að við að handtaka menn á vettvangi. Og sjónvarpsáhorf-
endur sáu líka þegar að dreif fólk að því er virtist í þeim erinda-
gjörðum einum að æsa ástandið enn meira.
Hinir ungu dimitendar sem þrömmuðu um svæðið í einkenn-
isklæðnaði nasista urðu sjálfum sér og skóla sínum til mikillar
minnkunar. Um þá var ekki hægt að hugsa annað en mikið geta
ungir menn stundum verið mikil fífl. Þeir voru þó skömminni
skárri en kjánarnir sem tóku upp á því að grýta eggjum og öðru
lauslegu í lögreglumennina. Hverju skyldi sá hópur hafa verið að
mótmæla? Ekki er hægt að segja annað en að lögreglumennirnir
hafi sýnt þeim ólátabelgjum óvenju mikla þolinmæði.
Þetta sjónarspil allt flutti Ríkissjónvarpið af kostgæfni á skjái
landsmanna. Og á hrós skilið fyrir. Þetta er í fyrsta skipti fjörutíu
ár sem lögreglan lendir í átökum við almenning. Það er sannar-
lega fjölmiðlun í almannaþágu að sýna beint frá svo sögulegum
atburðum.
Og lögreglunni til mikils hróss þá reyndi hún á engan hátt að
takmarka aðgengi fjölmiðla að vettvangi. Fréttamenn, ljósmynd-
arar og tökumenn fengu að fara óáreittir um svæðið. Það eykur
skilning og stuðning við störf lögreglunnar þegar svona er staðið
að verki. Þarna voru greinilega menn að störfum sem höfðu ekkert
að fela.
Ríkissjónvarp og lögreglan standa vel að verki.
Norðlingaholts-
bardaginn
JÓN KALDAL SKRIFAR