Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 35

Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 35
FIMMTUDAGUR 24. apríl 2008 3 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Herrarnir verða betur klæddir en nokkru sinni í sumar. Lykilorðið er „élégance“, karlmaðurinn á að vera fágaður og stílhreinn. Jakkafötin eru ómissandi og eiga helst að vera hvít eins og hjá Hugo Boss, Paul Smith eða Yohji Yamamoto. Sama á við um ódýrari merki eins og Zara og H&M. Kannski ekki það besta fyrir íslensk rykmistur! Við jakkaföt- in eru notaðar þunnar fallegar peysur eða bolir og skyrtur fyrir þá sem vilja vera fínni. Enn eru bermúdabuxurnar flík sumarsins líkt og í fyrra og við þær eru notaðir skór, bæði mokkasíur og sandalar úr leðri en ekki þvengskór úr plasti. Til þess að gera þær fínni eru gjarnan notuð falleg belti og skyrtur með. Bermúdabuxurnar eru að sjálfsögðu hvítar eins og jakkafötin en einnig í litum eða munstraðar eins og hjá H&M sem í samstarfi við finnska merkið Marimekko hefur hannað sumarlínu fyrir H&M bæði fyrir dömur og herra. Slim-tískan er á hraðri útleið og í sumar má jafnvel sjá útvíðar gallabuxur að nýju en þær hafa verið algjörlega bannaðar um nokk- urra ára skeið, frá því að Heidi Slimane, fyrrverandi herrahönnuður Dior, kom renglutískunni á kortið með fyrirsætum sem minntu helst á karlkyns átröskunarsjúklinga. Herraímyndin 2008 er allt önnur og nú á karlmaðurinn að vera með form. Mjóu svörtu bindin sjást minna og nú eru bindin bæði breiðari og litríkari en nokkru sinni fyrr. Hjá Lanvin sést skemmtileg blanda af klassískum og frjálslegum klæðnaði líkt og síðustu misseri, til dæmis eru klassískir jakkar notaðir við buxur úr jogging-efni og prjónabindi. Fyrir yngri herra og þá sem vilja vera frjálslegir í klæðnaði er auðvitað margt í boði. Litirnir eru þó sterkir, til dæmis í skyrtum, hvort sem þær eru með stuttum eða síðum ermum og gjarnan með stórum blómum eða munstri. Einnig eru pólóbolir í óteljandi útgáfum, jafnt frá Lacoste eða Mangó sem nú býður upp á herralínu, svo aðeins tvö dæmi séu tekin. Herrahandtöskur hafa algjörlega fest sig í sessi síðan þær komust í tísku fyrir nokkrum árum. Auðvitað eru tískuhúsin hæstánægð með þessa nýju ,,nauðsynjavöru” fyrir herrana sem hækkar sölutölur og hagnað. Fínu tískuhúsin sem og önnur merki senda nú ekki frá sér tískulínu öðruvísi en að hafa ýmsa fylgihluti með í línunni til að draga að fleiri viðskiptavini og selja hverjum og einum fleiri en eina flík og þannig hækka ,,meðal innkaupakörfu“ hvers viðskiptavinar sem er eitt af ,,boðorðunum tíu” hjá kaupmönnum. Hjá herrum eru lakkskór enn í fullu gildi þó að þeir sjáist minna í sumar hjá dömunum og reyndar er hippatíska, blóm og friður nokkuð á skjön við herratískuna í sumar sem er miklu fágaðri. bergb75@free.fr Á hvítum sumarbuxum Lífræn snyrtilína Í SNYRTIVÖRUNUM FRÁ ORIGINS ERU ENGIN AUKAEFNI. Origins er lífræn snyrtivörulína án allra aukaefna. Meðal nýrra vara í línunni eru hárolía sem nærir og veitir hárinu fyllingu og vítamín, andoxunarandlitskrem sem fyrir- byggir vökvatap, mýkir og sefar rósroða og vara- salvi fyrir þurrar og sprungnar varir. Blaðberum Fréttablaðsins fjölgar um 30.000 Við stöndum upp úr Atvinna í boði... ...alla daga Atvinnublað Fréttablaðsins er með 60% meiri lestur en atvinnublað Morgunblaðsins miðað við 20–40 ára sk v. k ön nu n Ca pa ce nt 1 . n óv . 2 00 7– 31 . j an . 2 00 8 24,5% 39,3% At vi nn ub la ð M or gu nb la ðs in s At vi nn ub la ð Fr ét ta bl að si ns

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.