Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 36

Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 36
[ ] Myndlist er mikilvæg á hverju heimili ekki síður en tónlist og bækur. Jafnt um verk virtra listamanna og teikningu eftir börnin gildir að frágangur og samspil við það sem fyrir er í rýminu gerir gæfumuninn. Það góða við „góða myndlist“ er að hún er vönduð, fer ekki úr tísku og er því ákaflega umhverfisvæn. Um eftirprentanir og tískuskraut gildir aftur á móti að líf tíminn er stuttur vegna lélegra gæða og aðeins spurning hvenær skrautið endar á haugunum. Ef þú þarft að kaupa skraut og skipta um mynd- ir reglulega, hafðu þá í huga að verkin séu úr efnum sem hafa ekki skaðleg áhrif um aldur og ævi eftir að þú hefur losað þig við þau. Best er að nota sparperur í stofuna en sumir velja að vera með mildari perur í stofunni og sparperur á ganginum og í geymslunni. Veldu þann möguleika á lýsingu sem þér finnst bestur. Þó svo að sparperur séu töluvert dýrari nota þær einungis um 15-20 prósent af orku vanalegrar ljósaperu, auk þess sem líftími þeirra er allt að tíu sinnum lengri en venjulegra pera. Ef öllum perum á íslenskum heimilum yrði skipt út og sparperur teknar í notkun sparaðist sem samsvarar einni tuttugu megavatta virkjun. Sjá meira um allt í stofunni á: http://www.natturan.is/husid/1331/ Stofan – Myndlist og lýsing Heimaskrifstofunni er erfitt að halda í góðu horfi. Ef allt er komið á hvolf þarf að takast á við hrúguna á skipulagðan hátt. Hægt er að koma skikki á skrifborðið í fjórum þrep- um. Byrja skal á því að flokka persónulega pappíra frá pappírum tengdum vinn- unni. Það er leiðinlegt þegar til- kynningar frá leikskólanum týnast innan um fundargerðir og skýrsl- ur. Skipuleggðu innpóst og útpóst. Fáðu þér skúffurekka og hafðu efstu skúffurnar undir reikninga og skjöl sem koma inn um lúguna og þurfa afgreiðslu við. Í neðri skúffurnar skaltu setja það sem þú þarft að fara með úr húsi eins og bréf í póst. Hreinsaðu til á borðinu svo það sé vinnupláss á því miðju. Það spar- ar mikinn tíma að þurfa ekki að byrja á því að róta draslinu til hlið- ar svo fartölvan komist á borðið. Settu upp hillur fyrir ofan borð- ið eða í seiling- arfjarlægð, undir bækur og blöð sem þú þarft oft að nota svo þær taki ekki upp pláss á borð- inu. www.real- simple.com - rat Tiltekt á skrifborði Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund Blóm lífga upp á heimilið. Sumarið kom í dag svo nú er tíminn til að skella blómum í pott út í glugga og út á pall. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Sölustaðir: Járn & Gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni · Pottar og Prik Akureyri · Gallerý kjöt og Fiskisaga · www.weber.is – ekki bara grill X E IN N J G E B G 5 x4 0 2 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir felst í nýju húsi frá Scanwo – dönsk hönnun, frábær einangrun í veggjum (245 mm) og í þaki (400 mm) – þú sparar orku og krónur. Er það búgarður, bústaður, einbýli, tvíbýli, ein hæð eða tvær? Lausnina fi nnur þú hjá Scanwo www.scanwo.dk scanwo@gmail.com s: 895 6811 Þurrktæki lækkar rakastig og kemur í veg fyrir vöxt myglusveppa. Burt með myglusveppina Er of hátt rakastig hjá þér? Netverslun ishusid.is A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.