Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 24. apríl 2008 5 Á morgun er Dagur umhverfisins. Af því tilefni opna umhverfisráðuneytið, Úrvinnslusjóður og Sorpa sýninguna Vistvænan lífsstíl í Perlunni. „Með sýningunni viljum við skapa vettvang þar sem almenningur fær tækifæri til að kynna sér vistvæn- ar vörur og þjónustu sem í boði eru, en með því von- umst við til að áhugi neytenda aukist á að skipta við vistvæn fyrirtæki og að láta sig umhverfissjónarmið varða í innkaupum og daglegu lífi,“ segir Guðmund- ur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá umhverfisráðuneytinu, um sýninguna sem verður opnuð á morgun og lýkur á laugardag. „Á sýningunni nú verða minni fyrirtæki sem þjón- usta almenning í daglegu heimilishaldi og samgöng- um. Við finnum vel fyrir vaxandi umhverfisvitund almennings en heyrum líka kvartanir um að ekki sé nóg framboð af vistvænum vörum til heimilishalds- ins. Með sýningu sem þessari reynum við að leiða saman framboð og eftirspurn, og hjálpa fólki að hugsa og framkvæma grænt,“ segir Guðmundur, en á sýningunni í Perlunni má glöggt sjá að heimilishald getur verið umhverfisvænt frá grunni. „Þarna má finna umhverfisvænar vörur fyrir ung- börn og mæður, vistvæn leikföng og fatnað, lífrænar náttúruafurðir, hreinlætisvörur og matvæli, endur- vinnslutunnur, sælkeramat, listmuni og snyrtivörur, svo fátt sé upp talið. Úrvalið er fjölbreytt og auðvitað leggja menn mis- mikið á sig, en ef þeir ætla að hugsa grænt ofan í kjölinn er rétta leiðin að hugsa það allt frá grunni hússins, og velja vistvæna málningu, parkett og fleira í þeim dúr. Það er því hægt að vera umhverfis- vænn á marga vegu. Auðvitað þurfa menn ekki að vera algrænir, þótt það sé auðvitað best,“ segir Guð- mundur kankvís og bendir á áhugaverðan bás á Vist- vænum lífsstíl. „Umhverfsstofnun, sem sér um hið virta umhverfis- merki Svaninn, hefur leitað uppi flestar umhverfis- vænar heimilisvörur á íslenskum markaði. Þær verða til sýnis í stórum bás og kemur á óvart hversu mikið er til, allt frá sápu, rúmum, sláttuvélum og raf- magnsbílum,“ segir Guðmundur, en þess má geta að gestum býðst að reynsluaka rafmagnsbíl frá Perlu- kafaranum og fá ókeypis ástandsskoðun á reiðhjól- um. „Það er óskandi að sýningin veki fólk enn betur til vitundar og þeir sem koma verða örugglega margs vísari. Landvernd kynnir verkefnið Vistvernd í verki og dreifir í samvinnu við umhverfisráðuneytið bæk- lingnum Skref fyrir skref sem geymir endurbættar leiðbeiningar um vistvænan lífsstíl. Fólk getur því fengið margar góðar hugmyndir í Perlunni og farið heim með betri vitnesku um hvar það á að byrja.“ Aðgangur á Vistvænan lífsstíl í Perlunni er ókeypis. Vakin er athygli á uppboði Góða hirðisins á Hundinum eftir Guðmund frá Miðdal. Uppboðið fer fram á laugardag klukkan 14. Lágmarksboð er tut- tugu þúsund krónur. thordis@frettabladid.is Grænt og gott heimilislíf Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins, hvetur landsmenn til að fjölmenna á sýninguna Vistvænan lífsstíl í Perlunni, en þar gefur að líta flestallt sem lýtur að grænna og umhverfisvænna heimilishaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gleðilegt upphaf að góðum degi SMILEY-BOLLAR KÆTA. Mörgum þykir gott að hefja daginn með heitum kaffibolla eða te til að koma sér í rétta gírinn. Þá er nú ekki verra ef fallegt bros fylgir í kaupbæti en segja má að þetta tvennt sameinist í þessum glaðlega bolla sem kallast Smiley og fæst í versluninni Byggt & búið í Kringlunni. Bollinn og undirskálin eru einnig fáanleg í bláu og eru fjögur stykki seld saman á 1.999 krónur. www.eico.is Skútuvogi 6 / Sími 570 4700 Opið virka daga 09-18 og laugardaga 10-14 Vandaður búnaður á aðeins 25.900 kr. Tilvalinn fyrir heimilið eða sumarbústaðinn Alvöru pakkatilboð Formúlan í opinni dagskrá á ITV YFIR 100 FRÍAR RÁSIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.