Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 48

Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 48
 24. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● gæludýr Gullfallegur en eilítið skömmustulegur bolabítur í hjónarúmi. NORDICPHOTOS/GETTY Sagt er að gullfiskar hafi ein- ungis þriggja sekúndna minni og því finnst sumum kannski ekki liggja á að þrífa búrið þeirra. En því er nú öðruvísi farið að sögn Sigursteins Þorsteinssonar, verslunarstjóra Fiskó, Dalvegi 16. „Það er gott að skipta um tut- tugu til þrjátíu prósent af vatn- inu og þrífa dælur ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði. Hægt er að þrífa sandinn meðan verið er að þrífa dælurnar og skipta um vatn. Glerið þarf að vera hreint svo heimilis vinirnir sjáist nú og því er upplagt að skafa glerið þegar það fer að verða skítugt. Þessar um- hirðuleiðbeiningar eiga við allar tegundir fiska,“ segir Sigursteinn. Að hans sögn eru gullfiskar eftirsóttustu fiskarnir, en rán- og skrautfiskar geta líka verið skemmtileg viðbót á heimilið þar sem þeir búa oft yfir mesta per- sónuleikanum. Spennandi getur verið að fylgjast með þegar rán- fiskar hrygna og verja síðan hrogn og seiði. „Bæði karlkyns og kven- kyns fiskar hrygna á botn- inum og kvenfiskur einnar tegundar tekur hrognin upp í sig og klekur þeim út uppi í sér,“ útskýrir hann. Sigursteinn tekur fram að aldrei megi þó setja ránfiska í búr með öðrum tegundum þar sem þeir geti reynst þeim hættulegir. „Rán- fiskar geta bara verið í búri með öðrum ránfiskum sem eru svipað- ir að stærð. Þeir eru mjög skrautlegir, í raun mun skraut- legri en skrautfiskar. Þegar þeir stækka þurfa þeir svo öðruvísi mat en aðrir fiskar, það er fóður í bitum en ekki þunnum flögum.“ Að lokum tekur hann fram að gullfiskum líði best í stofuhita en þeir geti verið í 4-30°C hita án þess að verða meint af. „Ef vatn- ið er undir 10°C eru þeir í eins konar dvala og éta ekki. Rán- og skrautfiskar þurfa meiri hita því þeir koma frá heitum löndum. Hjá þeim þarf hitinn að vera í kring- um 24 til 26°C,“ bendir hann á og bætir við að hægt sé að fá frekari upp- lýsingar í síma 564- 3364. - liz Hamingja í lítratali Nauðsynlegt er að skipta reglulega um vatn í fiskabúrum, þrífa dælur og sand, svo þessum smáu heimilisvinum heilsist sem best að sögn Sigursteins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fiskar þrífast við mismunandi hitastig; gullfiskar til dæmis við mun minni hita en skraut- fiskar. Það hefur löngum verið vitað að knús og nærvera við hunda geta linað bæði andlegan og líkam- legan sársauka. Slíkt réttlætir þó ekki alltaf að leyfa hundum að sofa uppi í rúmi hjá húsbændum sínum. Langflestir hundaþjálfarar og sérfræðingar í atferli hunda mæla gegn því að hundar sofi í rúmum fólks. Í mörgum tilvikum er það vissulega saklaust og bara sætt, en margt ber að varast og hafa í huga. Óvandir hvolpar sem enn eiga flest ólært í siðum og um- gengni við fólk ættu ekki að fá aðgang að rúmi eigenda sinna, og aldrei skyldi bjóða skapmikl- um hundum til hvílu. Stjórnsamir, ódælir og ruddalegir hundar, sem ekki bera virðingu fyrir húsbónda sínum, geta beinlínis verið hættu- legir rekkjunautar og hika ekki við að sýna vald sitt þar sem þeir líta á rúmið sem sitt eigið, um- fram eiganda sinn. Séu ung börn á heimilinu er ör- uggast að hundum sé aldrei leyft að fara upp í rúm né sófa. Mörg- um eldri börnum þykir notalegt að kúra hjá heimilishundinum, en þá þurfa foreldrar að meta hvort slíkt sé áhættunnar virði. Sé barn mjúkhent og rólynt, og skap hunds stöðugt og gott, ættu kostirnir að vega upp á móti því sem vanalega þyrfti að varast. Hundur þarf að vera að fullu húsvanur til að mega sofa í sama rúmi og manneskjur. Hann verður að kunna að hlýða skipunum um að fara úr rúminu og ekki eiga það til að missa stjórn á sér né fara í varnarham þegar hann vaknar óvænt. Sofið hjá húsbóndanum Auglýsingasími – Mest lesið Blaðberum Fréttablaðsins fjölgar um 30.000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.