Fréttablaðið - 24.04.2008, Qupperneq 50
24. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● gæludýr
Bólusetning ver hunda og ketti
gegn skæðum sjúkdómum.
Hanna María Arnórsdóttir, dýra-
læknir á Dýraspítalanum að
Kirkjulundi 13, Garðabæ, segir
bólusetningu katta og hunda bráð-
nauðsynlega til að verja þá gegn
illvígum sjúkdómum. „Það á að
byrja á bólusetningu hunda við
smáveirusótt þegar þeir eru átta
vikna. Svo aftur þegar þeir eru
tólf vikna og ef mikil hætta er
fyrir hendi er bólusett aftur þegar
þeir eru orðnir fjögurra mánaða.
Svo koma þeir ársgamlir og eftir
það er bólusetningin annað hvert
ár.“
Fái hundur smáveirusótt kemur
hún fram í miklum uppköstum,
jafnvel með blóði og einnig blóð-
ugum niðurgangi, háum hita,
slappleika og jafnvel meðvitundar-
leysi að sögn Hönnu. Mjög há dán-
artíðni er meðal hunda sem smit-
ast af smáveirusótt eða fast að níu-
tíu prósentum. „Hunda þarf síðan
að bólusetja árlega gegn svoköll-
uðum hótel-hósta eða kennel-hósta
þegar það á við. Nafngiftina má
rekja til þess að hundar sem helst
fá hótel-hósta hafa verið innan um
marga hunda, til dæmis á hunda-
hótelum eða -sýningum. Hótel-
hósti lýsir sér sem þurr og þrálát-
ur hósti, rennsli úr augum og trýni
og sumir fá hita. Hóstinn getur
varað í þrjár til fjórar vikur.“
Ekki hefur verið hægt að bólu-
setja gegn lifrarbólgu undanfarin
ár þar sem framleiðslu var hætt
á efninu að sögn Hönnu en nú er
komið nýtt bóluefni sem dýralækn-
ar bíða í ofvæni eftir. „Nóg verður
að bólusetja hunda annað hvert ár
með nýju bólusetningunni. Smit-
ist hundur af lifrarbólgu getur
það lýst sér með lystar leysi, upp-
köstum, niðurgangi og blæðingu í
húð sem endar oft með dauða, þótt
sumir sýni engin önnur einkenni
en bláma á auga.“
Að sama skapi þarf reglulega að
bólusetja ketti. „Byrjað er að bólu-
setja þá átta til tólf vikna og aftur
fjórum vikum síðar fyrir katta-
fári og kattainflúensu og einstaka
sinnum við klamydíu sem er önd-
unarfærasjúkdómur hjá köttum.
Kattainflúensa lýsir sér með nef-
og augnrennsli, hnerra og hita.
Kattafár lýsir sér með hita, upp-
köstum og blóðugum niðurgangi.
Kisan heldur engu niðri og ef hún
er ekki bólusett getur kattafár
dregið hana til dauða á skömm-
um tíma.“ Hanna segir hins vegar
óþarfa að bólusetja nagdýr eins og
kanínur, hamstra og naggrísi. - liz
Nauðsynlegt að bólusetja
Hér sést Hanna skoða hvolp sem þarf að bólusetja. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þessir hvolpar voru hressir og kátir að sjá efitr að hafa fengið bólusetningu.
Þökkum frábærar viðtökur
á Belcando hundafóðrinu
Fiskislóð 18 · 101 Reykjavík · Sími 552 7400
Afgreiðslutími er virka daga frá 11.00 - 18.00
og á laugardögum frá 11.00 - 16.00
Við höfum allt sem þarf til gæludýrahalds, hvort sem er fyrir
hunda, ketti, fiska, nagdýr, fugla eða hesta.
Við leggjum áherslu á gæðafóður fyrir hunda og ketti frá Belcando og Leonardo.
Einnig erum við með mikið úrval af ýmsum sérvörum fyrir þessi dýr.