Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 54

Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 54
● fréttablaðið ● sumar í lofti 24. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR16 Íslenska sumarið getur verið stutt í annan endann en til eru ráð við því. Með því að tjalda yfir svalirn- ar eða garðinn má lengja sumar- ið um nokkrar vikur og stjórna veður farinu á veröndinni. Fyrirtækið Hrein fjárfesting flytur inn tjöld eða markísur frá Noregi og sníður þær til eftir máli fyrir viðskiptavini. Sveinn Ant- onsson, eigandi Hreinnar fjárfest- ingar, segir markísurnar henta ís- lenskum aðstæðum vel þar sem hægt sé að hallastilla þær á ein- faldan hátt og losna við hliðarvind og rigningu. Fyrirtækið hafi nú í ellefu ár boðið upp á þessa þjón- ustu og markísurnar njóti mikilla vinsælda. „Það er nóg að gera hjá okkur en við komum heim og tökum mál fyrir fólk því að kostnaðarlausu og sjáum líka um uppsetningu. Fólk er ánægðast með að losna við hvirfilinn sem myndast oft uppi á þaki og kemur niður ofan á garð- borðin.“ Markísurnar eru vinsælar yfir heita potta og svalir í fjölbýlis- húsum en verðið er misjafnt eftir stærðum. Algengasta stærðin sem pöntuð er hjá Sveini er fjórir sinn- um þrír metrar og kostar hún um 198.000 krónur. Nánar á www.markisur.is og www.markisur.com - rat Markísur lengja sumarið Markísurnar eru vinsælar yfir heita potta til skjóls. Markísurnar eru sniðnar eftir máli og henta íslenskum aðstæðum. Algeng stærð á markísum er 4x3 metrar og henta þær fyrir meðalstórar svalir. M YN D /H REIN FJÁ RFESTIN G

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.