Fréttablaðið - 24.04.2008, Qupperneq 67
FIMMTUDAGUR 24. apríl 2008 35
UMRÆÐAN
Sif Sumarliðadóttir
skrifar um heilbrigð-
ismál
Það hefur mikið verið skrifað um heilbrigð-
iskerfið á undanförnum
mánuðum og í því sam-
bandi m.a. fjallað um
kostnað samfélagsins til
þess málaflokks og rekst-
arform hans.
Samkvæmt nýútkominni skýrslu
Hagtíðinda sem Hagstofa Íslands
gefur út hafa heildarútgjöld til
heilbrigðismála aukist verulega á
Íslandi síðustu áratugi. Árið 1980
voru heildarútgjöld til heilbrigðis-
mála 6,3% af landsframleiðslu en
árið 2007 höfðu þau aukist í 9,2%
af landsframleiðslu. Árið 2007
voru heildarútgjöld til heilbrigðis-
mála 117,3 milljarðar króna og þar
af var hlutur hins opinbera 98,6
milljarðar króna (afganginn
greiða einkaaðilar eða einstakl-
ingar í landinu) sem eru um 19%
heildarútgjalda hins opinbera.
Siðferðileg skylda og hagfræði
Gott heilsufar íslensku þjóðarinn-
ar er óumdeilt og tekjutengdur
heilsuójöfnuður með því minnsta,
en í nýútkominni skýrslu OECD
kemur fram að Ísland er í fjórða
sæti OECD-landanna yfir lífslíkur
á skala sem metur lengd lífs án
veikinda eða fötlunar. Hins vegar
benda skýrsluhöfundar á að heil-
brigðiskerfið er kostnaðarsamt og
þótt dregið hafi úr hraða kostnað-
araukningar undanfarin ár megi
búast við því til lengri tíma litið að
eftirspurn eftir heilbrigðisþjón-
ustu muni aukast hlutfallslega
meira en tekjur ríkisins og því
muni sífellt verða erfiðara að fjár-
magna heilbrigðiskerfið án þess
að breyta fyrirkomulagi
þess.
Hækkandi aldur þjóð-
arinnar ræður miklu um
aukningu á eftirspurn
eftir heilbrigðisþjónustu
en í viðtali við fyrrver-
andi og núverandi for-
stjóra LSH í Fréttablað-
inu nýverið er þeirri
spurningu velt upp hvort
við höfum e.t.v. ekki efni
á að eldast án breytinga.
Þar kemur fram að krans-
æðaþræðingar á öldruðum eru t.d.
mun frekar framkvæmdar hér á
landi en í Svíþjóð sem og hjartaað-
gerðir sem gerðar eru á áttræðu
fólki og yfir. Læknaeiðurinn, sem
einnig er kallaður Hippókratesa-
reiðurinn, kveður nokkurn veginn
á um að læknar skuli gera allt sem
í þeirra valdi stendur fyrir sjúk-
linginn og sjúklingar á Íslandi
geta vænt þess þegar þeir leita sér
lækninga að þeir hljóti bestu
mögulegu meðferðina, án þess að
velta fyrir sér kostnaðinum. Heil-
brigðisstarfsfólk hefur því sið-
ferðilega skyldu við sjúklinginn
sem lýtur ekki að hagfræðilegum
álitamálum.
Nauðsynleg umræða
Í starfsemisupplýsingum LSH
skrifar Magnús Pétursson að við
séum óvön því að ræða lækningar
og lok lífs út frá fjárhagslegum
forsendum enda höfum við ekki
þurft þess hingað til.
Öll umræða er varðar þennan
málaflokk er bæði erfið siðferði-
lega og pólitískt en þarf eigi að
síður að fara fram, sérstaklega í
dag þar sem krafa um sparnað og
hagræðingu gerir starfsfólki heil-
brigðisstofnana erfitt fyrir. Bið-
listar eftir vissum aðgerðum og
rannsóknum eru langir og því
þurfum við jafnvel í náinni fram-
tíð að spyrja okkur að því hvort
réttlætanlegt sé að einstaklingar
sem eru t.d. komnir vel yfir átt-
rætt fari í aðra eða þriðju hjarta-
aðgerðina þegar á biðlista eru
yngri einstaklingar sem bíða jafn-
vel alvarlega veikir eftir að kom-
ast að í aðgerð.
Áðurnefnd OECD-skýrsla spáir
því að ef fram fer sem horfir muni
útgjöld hins opinbera til heilbrigð-
iskerfisins mögulega nema 15% af
vergri landsframleiðslu árið 2050
– þ.e. 15% af verðmæti allrar vöru
og þjónustu sem framleidd er í
landinu á einu ári. Skýrsluhöfund-
ar benda á að auka þurfi kostnað-
argreiningar á borð við kostnaðar-
árangursgreiningar
(cost-effective analyses) og kostn-
aðarskilvirkni innan heilbrigðis-
kerfisins hér á landi.
Heilsuhagfræði er tiltölulega
ný fræðigrein á Íslandi en á sér
lengri hefð t.d. í Bretlandi. Heilsu-
hagfræðingar vinna m.a. að hag-
fræðilegum greiningum er varða
ýmis mál tengd heilbrigðiskerfinu
og geta þeir varpað nýju ljósi á
þessi álitamál sem nefnd hafa
verið hér á undan. Vænta má að
hlutverk hagfræðilegra greininga
er varða innleiðingu nýrra með-
ferða, tækni og lyfja verði enn
mikilvægara og muni gegna sífellt
stærra hlutverki á Íslandi á kom-
andi árum.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og nemandi í heilsuhagfræði við
Háskóla Íslands.
UMRÆÐAN
Kristinn Hilmarsson skrif-
ar um talmeinafræðinga
og TR
Að gefnu tilefni gerir Stjórn Félags talkenn-
ara og talmeinafræðinga
athugasemd við orð Guð-
bjargar Guðmundsdóttur,
verkefnisstjóra kynning-
armála hjá Trygginga-
stofnun ríkisins, sem höfð eru eftir
henni í Fréttablaðinu föstudaginn
11. apríl 2008.
Eftir Guðbjörgu er þetta haft:
„Tryggingastofnun gerði athuga-
semd við vinnubrögð talmeina-
fræðinga og taldi að samningsbrot
hefði átt sér stað, en eftir þær
athugasemdir sagði stór hluti tal-
meinafræðinga sig frá samningi.“
og síðar segir „Ástæðurnar fyrir
því liggi þó ekki hjá Trygginga-
stofnun heldur hjá talmeinafræð-
ingum sem sögðu sig frá samning-
um vegna eðlilegra athugasemda
stofnunarinnar.“ (Fbl., 11.04.2008)
Sjálfstætt starfandi talmeina-
fræðingar hafa engan áhuga á að
dvelja við það sem er búið og gert.
Það kemur ekki á óvart að málsað-
ilar líti misjöfnum augum á orsök
ástandsins sem nú bitnar á sjúkra-
tryggðum sem þarfnast meðferðar
vegna mál- og talörðugleika sinna.
Það má þó öllum vera ljóst að algjör
trúnaðarbrestur hefur orðið milli
TR og sjálfstætt starfandi tal-
meinafræðinga.
Ástæða er til að benda Guðbjörgu
Guðmundsdóttur á að athugasemd-
ir TR fólust í alvarlegum og raka-
lausum ásökunum og að vegið var
að starfsheiðri og æru þeirra sem
fyrir urðu. Vörn talmeinafræðing-
anna tók rúmt hálft ár en að lokum
dró TR kærur sínar til baka eins og
ljóst mátti vera strax í upphafi að
gera þyrfti.
Talmeinafræðingar
hafa aldrei dregið í efa
rétt TR til eftirlits með að
samningar væru haldnir
en við óvandaða stjórn-
sýslu er ekki hægt að búa.
Talmeinafræðingar gera
kröfu um að TR virði
gerða samninga og fari
fram af hófsemd og fylgi
reglum um vandaða
stjórnsýslu.
Talmeinafræðingar
vinna víða og gera samninga við
marga verkkaupa. Samningar
byggja á gagnkvæmu trausti og
virðingu. Því hefur ekki verið til að
dreifa milli TR og talmeinafræð-
inga síðustu misserin.
Það er einnig rétt að minna á að
talmeinafræðingar sömdu ekki
reglugerð þá sem nú er í gildi og
bera enga ábyrgð á hversu andsnú-
in hún er þeim sem þarfnast með-
ferðar vegna mál- og talmeina.
Athygli hefur vakið þegar reglu-
gerðin er borin saman við reglu-
gerðir sem eru í gildi vegna þjón-
ustu hjartalækna, bæklunarlækna
og tannlækna hve málhömluðum
er gert erfitt fyrir.
Félag talkennara og talmeina-
fræðinga er tilbúið að gera nýjan
samning við TR en því aðeins að
ljóst sé að hægt verði að endur-
reisa það traust sem áður var milli
aðila. Við skorum á TR að sýna í
verki að þeim sé það einhvers virði
að samningar náist.
Höfundur er formaður Félags
talkennara og talmeinafræðinga.
Samkvæmt nýútkominni
skýrslu Hagtíðinda sem
Hagstofa Íslands gefur út hafa
heildarútgjöld til heilbrigðis-
mála aukist verulega á Íslandi
síðustu áratugi.
KRISTINN
HILMARSSON
Að gefnu tilefni Mikilvæg úrlausnarefni
Ástæða er til að benda Guð-
björgu Guðmundsdóttur á að
athugasemdir TR fólust í alvar-
legum og rakalausum ásökunum.
SIF
SUMARLIÐADÓTTIR
www.alcoa.is
Við ætlum að fjölga fólki
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
A
L
C
4
20
94
0
4.
20
08
Ef þú hefur áhuga á starfi hjá Fjarðaáli hafðu þá samband
við Sigurlaugu Þorsteinsdóttur eða Tómas Odd Hrafnsson
hjá Capacent, í síma 540 1000 eða á netföngin
sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is /
tomas.hrafnsson@capacent.is eða skráðu umsókn þína
á www.capacent.is og haft verður samband við þig.Kynntu þér kosti þess að búa og starfa
á Austurlandi: www.austurat.is
Framtíðarstörf í framleiðslu
Við ætlum að ráða fleiri starfsmenn á vaktir í framleiðslu. Fjarðaál
framleiðir verðmætar afurðir úr áli og álblöndum, þar á meðal
álvíra í háspennustrengi. Ekki er gerð krafa um ákveðna menntun
eða reynslu umsækjenda. Í fjölbreyttum hópi framleiðslustarfs-
manna eru konur og karlar á öllum aldri. Mikið er lagt upp úr
þjálfun og starfsþróun. Launin eru góð og Fjarðaál veitir starfs-
mönnum margvíslega þjónustu, svo sem heilsuvernd, frítt fæði
og akstur til og frá vinnu.
Í fjölbreyttum hópi starfsmanna eru konur og karlar á öllum aldri sem njóta góðra launa, starfsþjálfunar
og ýmissa fríðinda. Núna viljum við bæta í þennan blómlega hóp og ætlum að fjölga starfsmönnum á næstunni.
Kynntu þér traust og spennandi atvinnutækifæri.
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er einn
öflugasti vinnustaður heims á sínu sviði