Fréttablaðið - 24.04.2008, Síða 68
36 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
Páskauppreisnin var vopn-
uð uppreisn af hálfu Íra gegn
breskum yfirráðum á Írlandi.
Uppreisnin hófst 24. apríl á
öðrum degi páska.
Með henni vildu herskáir lýð-
veldissinnar ná fram sjálfstæði Ír-
lands með valdi. Það var ,,Hið
írska bræðralag lýðveldisins”
sem skipulagði uppreisnina. Þeir
tóku yfir pósthús borgarinnar og
lýstu þar yfir sjálfstæði Írlands.
Lýðveldissinnarnir náðu smátt
og smátt yfirráðum víðs vegar
um borgina. Bretar sneru vörn í
sókn og nokkrum dögum seinna
var uppreisnin brotin á bak aftur.
Uppreisnarmennirnir nutu ekki
mikils stuðnings meðal almenn-
ings, því litið var á þá sem óá-
byrga ævintýramenn. Almenn-
ingsálitið snerist þó á sveif með
uppreisnarmönnunum eftir að
það spurðist út að fimmtán
þeirra höfðu verið teknir af lífi.
Vopnuð átök héldu áfram næstu
árin og Írar fögnuðu svo sjálf-
stæði árið 1922 með stofnun
lýðveldis.
ÞETTA GERÐIST: 24. APRÍL 1915
Uppreisn á ÍrlandiKELLY CLARKSON TÓNLISTAR-KONA ER 26 ÁRA.
„Guð mun aldrei láta þig fá
eitthvað í hendurnar sem
þú ræður ekki við. Svo ekki
hafa neinar áhyggjur.“
Kelly Clarkson hefur gert garð-
inn frægan á söngsviðinu. Hún
var fyrsti keppandinn sem sigr-
aði í Idol-keppninni í Banda-
ríkjunum, sem nýttist henni til
frægðar og frama.
Eden í Hveragerði þekkja allir Íslendingar sem hafa tekið
sunnudagsbíltúr austur fyrir fjall. Enda vinsælt að stoppa
þar og rétta aðeins úr sér. Nú eru fimmtíu ár liðin frá stofn-
un Eden og því verður fagnað með pompi og prakt.
„Ég tók við rekstrinum í mars síðastliðnum en þá opnaði
Eden aftur eftir mikla andlitslyftingu,“ segir Arnþór Jón
Egilsson, rekstrarstjóri Eden. Lokað hefur verið í allan vetur
og var opnað aftur í mars. Margir nýir hlutir hafa komið inn
og aðrir verið endurnýjaðir. Mjög vel hefur gengið eftir að
Eden opnaði og tölur sýna að fjöldi gesta hefur aukist frá
sama tíma fyrir ári.
„Við höfum fengið mjög góðar viðtökur hvað varðar breyt-
ingarnar og það er hið besta mál og trúlega ástæðan fyrir
þessari aukningu á gestunum. Við búumst við góðu sumri.
Frá upphafi hafa aðeins tveir eigendur verið á Eden og segir
það um ágæti rekstursins. Sumardaginn fyrsta verður mikið
um dýrðir en þá eru fimmtíu ár frá því að Bragi Einarsson
stofnaði Eden en hann rak Eden og átti í 48 ár. Fyrir tveim-
ur árum keypti Egill Gunnar Jónsson Eden og tók við rekstr-
inum og nú í vetur var farið í þessar endurbætur á staðnum.
Hjá Eden hefur Valgerður eða Gógó unnið í eldhúsinu í heil
þrjátíu og sex ár. Í eldhúsinu hefur hún stjórnað alveg snilld-
arlega og er enn á fullu,“ útskýrir Arnþór.
Á hverju ári heimsækja þrjú hundruð og fimmtíu til fjög-
ur hundruð þúsund manns Eden og sú tala hefur hækkað
ár frá ári. Erlendir ferðamenn eru þar stór hluti enda vin-
sæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem fara hinn svokallaða
Gullna hring. Breytingarnar felast í því að svæðið fyrir al-
menning hefur stækkað. „Við höfum einnig stækkað gróð-
urhúsið og komið fyrir leiktækjum fyrir börnin. Við höfum
endurnýjað alla klósettaðstöðuna og opnað inn í gróðurhúsið.
Verslun með minjagripi er enn til staðar og eru það erlendir
ferðamenn sem sækja í hana þó að nokkrir Íslendingar séu
þarna inn á milli,“ segir Arnþór.
Í Eden starfa frá tíu til þrjátíu manns. Yfir veturinn er
auðvitað minna að gera og vinna þá um tíu en á sumrin þre-
faldast sú tala og þrjátíu manns sinna því ýmsum þjónustu-
störfum sem til falla í eldhúsinu, verslun og sjoppunni.
„Apinn Bóbó er ennþá í fullu fjöri og stendur fyrir sínu og
er alltaf jafn vinsæll hjá yngri kynslóðinni. Það má segja að
Bóbó karlinn sé ódauðlegur og verður til staðar svo lengi
sem Eden verður til,“ útskýrir Arnþór.
Sumardaginn fyrsta verður þessu fimmtíu ára afmæli
staðarins fagnað með ýmsum uppákomum í Eden. Því er
kjörið tækifæri að skella sér í Eden og sjá herlegheitin, fá
sér ís eða aðrar veitingar og ekki má gleyma að heilsa upp á
hann Bóbó. mikael@frettabladid.is
EDEN Í HVERAGERÐI: FAGNAR 50 ÁRA AFMÆLI Í DAG
Vinsælt á leiðinni austur
BÓBÓ ENN Í FULLU FJÖRI Arnþór Jón Egilsson, rekstrarstjóri Eden,
segir apann Bóbó alltaf jafn vinsælan hjá yngri kynslóðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Gyða Vestmann Einarsdóttir
er lést 16. apríl sl. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 25. apríl kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Hjartavernd.
Anna Björg Þorláksdóttir Stefán Böðvarsson
Þór Þorláksson Áslaug Gunnarsdóttir
Einar Þorláksson Margrét Thelma Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Arnbjörg Hermannsdóttir
Ólafsbraut 30, Ólafsvík,
andaðist á Dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, miðviku-
daginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 26. apríl kl. 14.00.
Gylfi K. Magnússon Guðrún Blöndal
Elísabet Magnúsdóttir
Björg Magnúsdóttir Einar Kristjánsson
Hermann Magnússon Svanhildur Pálsdóttir
Trausti Magnússon Jóhanna K. Gunnarsdóttir
Steinþór Magnússon Sigrún Harðardóttir
Ágústa Magnúsdóttir Jón Guðmundsson
Svanur Magnússon María S. Pétursdóttir
Kristín Magnúsdóttir Jón Axelsson
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Þorkell Páll Pálsson
lést laugardaginn 19. apríl. Útför fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.00.
Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir
Jón Gunnar Þorkelsson Sigrún Haraldsdóttir
Herdís Þorkelsdóttir Einar Einarsson
Ágústa Þorkelsdóttir Ólafur H. Óskarsson
Páll Vikar Þorkelsson
Lilja Þorkelsdóttir Garpur Dagsson
og afabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
Bjarni Hlíðkvist Jóhannsson
Blásölum 24, Kópavogi,
sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi,
sunnudaginn 20. apríl, verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.00.
Guðný Þorgeirsdóttir
Íris Bjarnadóttir Kristmar Ólafsson
Jóhann Bjarnason Sigríður Vilhjálmsdóttir
Björgvin Bjarnason Guðbjörg Elín Þrastarsdóttir
Skúli Eyjólfur Bjarnason
Guðný Bjarnadóttir Sveinbjörn Sigurðsson
Guðrún Bjarnadóttir Þorgeir Reynisson
Hjördís Bjarnadóttir Ingi Þór Guðmundsson
afa- og langafabörn.
Hjartans þakkir færum við öllum sem
sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall
okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengda-
móður, ömmu og systur,
Kristínar Marteinsdóttur
Hafraholti 30, Ísafirði.
Einnig þökkum við ómetanlega hjálp frá ættingjum og
vinum.
Svanbjörn Tryggvason
Brynjar Svanbjörnsson Bára Berg Sævarsdóttir
Marteinn Svanbjörnsson Elín Hólm
Tryggvi Svanbjörnsson
Aron Svanbjörnsson
barnabörn, systkini og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Björg Rögnvaldsdóttir
frá Miðfirði í V-Húnavatnssýslu,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 22. apríl sl.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3.
maí kl. 14.00.
Guðfinna Margrét Óskarsdóttir
Stefán Dan Óskarsson Rannveig Hestnes
Brynjólfur Óskarsson Selma Olsen
Rögnvaldur Þór Óskarsson Védís Geirsdóttir
Már Óskarsson Bryndís G. Friðgeirsdóttir
Arnar Óskarsson Anna Magnea Hreinsdóttir
og ömmubörnin.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Einar A. Evensen
sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á
Blönduósi þann 18. apríl sl. verður jarðsunginn frá
Blönduóskirkju laugardaginn 26. apríl kl. 15.00. Blóm
og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Orgelsjóð Blönduóskirkju eða
að leyfa Parkinsons-samtökunum að njóta þess.
Anne Jóhannesdóttir
Erla B. Evensen Guðmundur Haraldsson
Þorvaldur I. Evensen Charlotta Evensen
Jóhann K. Evensen Elísabet Jónsdóttir
afabörn og langafabörn.
LEGSTEINAR
OG FYLGIHLUTIR
Mikið úrval
Yfi r 40 ára reynsla
Sendum myndalista
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ingibjörg Pálsdóttir
frá Björk, Grímsnesi, Grænumörk 5,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn
26. apríl kl 15.30. Jarðsett verður að Stóru-Borg.
Guðrún Tryggvadóttir Hörður Smári Þorsteinsson
Tómas Tryggvason Þórdís Pálmadóttir
Páll Tryggvason Sigríður Björnsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
timamot@frettabladid.is