Fréttablaðið - 24.04.2008, Síða 83
FIMMTUDAGUR 24. apríl 2008 51
folk@frettabladid.is
> GIFTUR
Það lítur allt út fyrir að Beyoncé og Jay-
Z hafi í raun gengið í hjónaband 4. apríl
síðastliðinn, því skjöl sem lögð voru
fram í New York-ríki á föstu-
dag staðfesta það. Mikil leynd
hvíldi yfir hjónavígslunni, eins
og reyndar yfir öllu sambandi
söngfuglanna sem leggja
ofuráherslu á að halda því
út af fyrir sig.
Svíar koma víða við í Eurov-
ision í ár eins og oft áður því
vinsælt hefur verið hjá
ýmsum þjóðum að kalla til
sænska popphjálp þegar
mikið liggur við. Fyrir utan
að semja sænska lagið voru
fjórir Svíar fengnir til að
berja saman sjóræningja-
stuðlagið fyrir Letta. Möltu-
menn hafa nú ýtt á rauða
popptakkann til Svíþjóðar
og fjórir sænskir karldans-
arar munu stíga dans við
lagið Vodka sem er fulltrúi
Möltu í ár. Thomas Benstem
fer fyrir hópnum og semur
dansinn.
Hið kraftmikla Vodkalag er
sungið af Morenu, 23 ára. Hún
er á blússandi uppleið heima
fyrir og gjarnan kölluð „eld-
fjall Miðjarðahafsins“. Að
syngja um hinn vinsæla drykk
gæti orðið sniðugt bragð hjá
Möltumönnum og ekki
skemmir fyrir að lagið er
grípandi og gífurlega hresst.
Möltumenn eiga það sam-
eiginlegt með okkur að vera
lítil eyþjóð. Þeir eru þó aðeins
fjölmennari, rúmlega 400.000
talsins. Þeir eiga líka svipaða
Eurovision-sögu. Tóku reynd-
ar fyrst þátt árið 1971 en hafa
bara tekið þátt tuttugu sinn-
um í allt. Malta hefur aldrei
unnið en tvisvar lent í öðru
sæti og tvisvar í því þriðja.
Vodka verður flutt í seinni
milliriðla-þættinum svo við
eigum kost á að kjósa Morenu
áfram. Hún yrði eflaust þakk-
lát enda hafa Möltumenn setið
eftir í milliriðli síðastliðin tvö
ár.
Svíar stíga maltneskan vodkadans
MALTA BÍÐUR UPP Á VODKA
Morena syngur en Svíar dansa.
Henry Birgir Gunnarsson,
íþróttafréttamaður á Fréttablað-
inu, byrjar með nýjan útvarps-
þátt á X-inu 977 föstudaginn 2.
maí. Verður hann á dagskrá alla
virka daga
milli 12 og
13.
„Ég er
gríðarlega
spenntur.
Það verður
mjög
skemmtilegt
að takast á
við þetta
verkefni.
Markmiðið
er skýrt, að
búa til besta
íþróttaþátt í
sögu íslenskrar útvarpssögu,“
segir Henry. „Þetta verður
alvöruþáttur með alvöruumræð-
um. Þar fyrir utan mun ég fá til
mín menn með sterkar skoðanir
sem þora að tjá þær. Þetta
verður lifandi og kraftmikill
þáttur.“
Enn á eftir að ákveða nafn
þáttarins og auglýsir Henry eftir
tillögum á bloggsíðu sinni www.
blogg.visir.is/henry.
Með nýjan
útvarpsþátt
HENRY BIRGIR
GUNNARSSON
Kvikmyndagerðarmaðurinn
Rúnar Rúnarsson keppir
um aðalverðlaunin í flokki
stuttmynda á Cannes-hátíð-
inni.
„Ég sagði við þau hjá ZikZak
þegar við vorum að gera myndina
að þau yrðu að splæsa í smóking
þegar við færum til Cannes. Þau
samþykktu það strax og nú er
komið að ögurstund; þegar ég fer
og vel Armani-smókinginn,“ segir
kvikmyndagerðarmaðurinn
Rúnar Rúnarsson.
Ekkert lát er á velgengni Rún-
ars því nýjasta stuttmynd hans,
Smáfuglar eða 2Birds, keppir um
aðalverðlaunin á Cannes-kvik-
myndahátíðinni sem fram fer um
miðjan maí. Rúnar viðurkennir
að hann hafi ekki átt fínu fötin
sem hann klæddist þegar hann
fór á Óskarinn með Síðasta bæinn
en hann ætli sér ekki að gera
sömu mistökin tvisvar. Þetta er
aðeins í annað sinn sem íslenskri
kvikmynd hlotnast þessi heiður
en árið 1993 keppti stuttmynd
Ingu Lísu Middleton, Ævintýri í
okkar landi, um þessa sömu verð-
laun.
Í fréttatilkynningu frá kvik-
myndafyrirtækinu ZikZak kemur
fram að myndin sé hrá, sjokker-
andi og jafnvel grimmileg og að
hún eigi eftir vekja umtal. Rúnar
kemur sér hjá því að svara spurn-
ingunum tengdum þessum sterku
lýsingarorðum eins og sannur
stjórnmálamaður, segir þetta ekki
vera sín orð og forðast að ljóstra
nokkru upp. Myndin var að öllu
leyti tekin upp á gamla varnar-
svæðinu í Reykjanesbæ, skömmu
eftir að varnarliðið hafði yfirgef-
ið land og þjóð og Rúnar segir það
vissulega hafa verið kost að hafa
heilt bæjarfélag út fyrir sig.
„Þetta var óneitanlega eins og að
vera í draugabæ.“
Rúnar á nú ár eftir í námi við
konunglega kvikmyndaháskólann
í Kaupmannahöfn og leikstjórinn
segist vera með í smíðum tvær
kvikmyndir í fullri lengd sem
verði farið af stað með eftir
útskrift. „Smáfuglar er hins vegar
önnur myndin í þríleik og ég ætla
mér að klára hann áður en ég
dembi mér út í löngu myndirnar,“
segir Rúnar. freyrgigja@frettabladid.is
ZikZak splæsir smókinginn
MIKILL HEIÐUR Rúnari Rúnarssyni hefur á örskömmum tíma tekist að vera tilefndur
til Óskars- og Cannesverðlauna.
29 DAGAR TIL STEFNU
GÓ‹
SUMAR-
TILBO‹
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
3
3
5
5
VEX ME‹ MÉRKomdu og upplif›u ævint‡ri innandyra í Holtagör›um!
Stubbasmi›jan er n‡ og spennandi verslun sem sérhæfir sig í húsgögnum og alhli›a lausnum fyrir hressa stubba.
Fjölbreytt úrval af fallegum sumargjöfum!
Höfum opi› í dag, sumardaginn fyrsta, frá kl. 12-18
GLE‹ILEGT SUMAR!
Auglýsingasími
– Mest lesið