Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 8
8 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR 1 Hvað heitir dóttir Josefs Fritzl sem hann lokaði inni ásamt börnum þeirra feðgina í kjall- ara í Austurríki? 2 Er formaður Framsóknar- flokksins hlynntur eða andvígur því að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu? 3 Hver leikstýrir verkinu Ást sem verður sett upp í London? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 BRETLAND, AP Niðurstöður sveitar- stjórnarkosninga, sem haldnar verða í Bretlandi í dag, gefa vænt- anlega góða vísbendingu um stöðu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins og Gordons Brown forsætisráð- herra sem tók við af Tony Blair síð- asta sumar. Nái Verkamannaflokkurinn ekki góðu fylgi má búast við innri átök- um í flokknum. Vaxandi efasemda muni gæta um að Brown verði sig- urstranglegur í baráttunni gegn David Cameron, leiðtoga Íhalds- flokksins, í þingkosningunum sem haldnar verða á næsta eða þar næsta ári. Athyglin beinist þó ekki síst að borgarstjórakosningum í London, þar sem íhaldsmaðurinn Boris Johnson gerir sér vonir um að sigra vinstri róttæklinginn Ken Living- stone. Livingstone hefur verið borgar- stjóri í London í tíu ár, hægri mönn- um til mikillar armæðu. Living stone hefur verið óhræddur við að gefa umdeildar yfirlýsingar, meðal ann- ars gjarnan lýst aðdáun sinni á Hugo Chavez, hinum umdeilda for- seta Venesúela. Johnson þykir þó ekki síður sér- stakur en Livingstone. Hann er fyrrverandi blaðamaður og þekktur fyrir að missa út úr sér mismæli og skrýtin ummæli. Þriðji frambjóðandinn, frjáls- lyndi demókratinn Brian Paddick, þykir ekki eiga mikla möguleika. Hann er fyrrverandi lögreglustjóri og fer ekki í felur með samkyn- hneigð sína. - gb Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi gefa vísbendingar um stöðu Gordons Brown: Hörð keppni um London BORIS JOHNSON Hægrimaðurinn sem vill taka við af Ken Livingstone, borgar- stjóra í London. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TYRKLAND, AP Tyrkneska þingið samþykkti í gærmorgun, eftir næturlangar umræður, breytingu á lögum sem takmarka málfrelsi. Mannréttindasamtök segja breytinguna ekki ganga nógu langt, en í yfirlýsingu frá Evrópusambandinu er breyting- unni fagnað sem skrefi í rétta átt. Breytingin er aðeins orðalags- breyting á umdeildu lagaákvæði, sem óspart hefur verið notað til þess að þagga niður í gagnrýnis- röddum. Til þessa hefur verið bannað að „móðga allt sem tyrkneskt er“, en nú banna lögin fólki að „móðga tyrknesku þjóðina“. - gb Tyrkneska þingið: Hömlur á mál- frelsi mildaðar MÓTTAKA UMSÓKNA ER HAFIN UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ Háskólinn á Akureyri Viðskiptafræði Námið nýtist mér á hverjum einasta degi. Ég nýti það sem ég lærði í stefnumótun, gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana, vöruþróun, gæðastjórnun, markaðssetningu og starfs- mannastjórnun en ekki síður það sem ég lærði af samnemendum mínum í verkefnavinnu. “ Viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri er bæði í boði sem staðar- og fjarnám. Fjarnámið er skipulagt þannig að hægt sé að stunda það samhliða starfi. Áherslusvið eru: Fjármál - Stjórnun - Markaðsfræði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjá miðla, sem reka Já og Skjáinn. Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is DÓMSMÁL „Það er nú óumdeilt að samráð olíufélaganna olli neytend- um tjóni og það er það sem þessi dómur segir okkur,“ sagði Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Sig- urðar Hreinssonar, húsasmiðs frá Húsavík, sem í gær voru dæmdar fimmtán þúsund krónur í skaða- bætur vegna samráðs olíufélag- anna Kers, áður Olíufélagsins, Skeljungs og Olís. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli ein- staklings sem höfðar mál á hendur olíufélögunum vegna samráðs olíu- félaganna á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001. Sigurður höfðaði mál gegn Keri þar sem hann átti öðru fremur við- skipti við það félag á fyrrnefndu tímabili. Mál á þriðja hundrað einstakl- inga bíða þess nú að vera tekin fyrir í dómstólum, á grundvelli dóms Hæstaréttar, en Lögfræði- stofa Reykjavíkur vinnur að fram- gangi þeirra í samráði við Neyt- endasamtökin. Kristinn Hallgrímsson, lögmað- ur Kers, segir niðurstöðu dómsins vera vonbrigði. „Það var hátt reitt til höggs í málinu. Það sem eftir stendur er innan við fimm prósent af upphaflegri kröfugerð og að því leyti er niður- staðan ánægju- leg. Hins vegar er hún óvænt, þar sem við bjuggumst við sýknu í málinu, og að því leyti til er niðurstaðan vonbrigði.“ Kristinn seg- ist jafnframt líta svo á að dómurinn sé á skjön við fyrri dóma í skaðabótamálum. „Ég tel að þessi dómur feli í sér algjörlega nýtt fordæmi á sviði íslensks skaðabótaréttar. Það er verið að gefa óviðundandi afslátt á venjubundnum reglum um sönnun. Við leyfum okkur að fullyrða að niðurstaðan sé upp á kant við öll dómafordæmi á sviði skaðabóta- réttar.“ Í dómnum segir meðal annars að Ker hafi ekkert „fært fram í mál- inu, sem staðið geti í vegi þeirri ályktun að tilgangur samráðsins hafi verið að hækka tekjur Kers með því að selja bensín á hærra verði en annars hefði verið.“ Keri var auk þess gert að greiða Sigurði 400 þúsund krónur í máls- kostnað. magnush@frettabladid.is Samráðið olli hærra verði Sigurði Hreinssyni, húsasmiði frá Húsavík, voru í gær dæmdar bætur vegna samráðs olíufélaganna. Óumdeilt að samráðið olli viðskiptavinum félag- anna tjóni, segir lögmaður Sigurðar. KRISTINN HALLGRÍMSSON HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur dæmdi í gær Ker, áður Olíufélagið, til þess að greiða Sigurði Hreinssyni fimmtán þúsund krónur í bætur vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.