Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 5bílar ● fréttablaðið ●
Tímaritið Bílar & sport fagnar um þessar mundir
þriggja ára afmæli og í tilefni af því verður glæsileg
sýning í Fífunni í Kópavogi um helgina.
Sýningin „Bílar & sport 2008“ verður haldin í Fífunni í Kópa-
vogi 2. til 4. maí næstkomandi og er þetta bíla- og mótorsport-
sýning af bestu gerð. „Sýningin spannar mjög vítt svið í bíla-
og mótorsporti og tökum við brot af því besta,“ segir Þórður
Freyr Sigurðsson, ritstjóri og framkvæmdastjóri tímaritsins
Bílar & sport.
Á sýningunni kennir ýmissa grasa og má þar auk öku-
tækja finna þyrlur og flugvélar. „Eins verður SBKÍ, sem er
Smábílaklúbbur Íslands, með aðstöðu á sýningunni og getur
fólk prófað þar fjarstýrða rafmagnsbíla sem komast hátt í
hundraðið. Léttitækni verður með kynningu á Segway-létt-
hjólunum en þetta eru tæki á tveimur hjólum og virka þannig
að tækið skynjar þyngdarpunktinn á þér þannig að þú heldur
alltaf jafnvægi. Síðan ferðu bara áfram með því að halla þér
fram og líkaminn stjórnar í raun hreyfingum tækisins. Það er
magnað að prófa létthjólin, en á sýningunni gefst fólki tæki-
færi á að gera það,“ segir Þórður.
Fyrir tveimur árum var haldin samskonar sýning í nýju
sýningarhöllinni í Laugardalnum og fyrir þá sýningu var
fluttur inn hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims, Koenig-
segg CCX. Nú verður sýningin helmingi stærri og er því hald-
in í Fífunni í Kópavogi sem er ein stærsta íþrótta- og sýning-
arhöll landsins.
„Við erum með alla höllina sem er um tíu þúsund fermetrar
að stærð og höfum við verið að undirbúa þetta meira og minna
síðan á síðustu sýningu fyrir tveimur árum. Þetta verður því
mjög flott og vönduð sýning,“ segir Þórður stoltur og hlakkar
til að sýna afraksturinn.
„Sýningin er unnin í samvinnu við klúbba og félagasamtök
í geiranum og það er mikið af bílum frá einstaklingum þannig
að þetta er fyrst og fremst skemmtileg sýning til að skoða
flott tæki en ekki þessi hefðbundna sölusýning, þó að þarna
verði fyrirtæki.
Bílabúð Benna ætlar til dæmis að frumsýna nýjan 911 Turbo
Cabriolet sem er blæjuútgáfa en það verður eitthvað um þess
háttar bíla á sýningunni,“ útskýrir Þórður og bætir við: „Við
erum að hugsa þetta þannig að fólk fái einhverja tengingu og
geti skoðað suma bíla alveg út í gegn. Síðan má ekki gleyma
að Stöð 2 verður með bás á svæðinu og þar verður Kristján
Einarsson sem er að keppa í Formúlu 3. Hann verður með for-
múlu 3 og formúlu 1 bíl til sýnis.“
Sýningin verður opnuð föstudaginn 2. maí klukkan fjögur
og er til níu um kvöldið. Hún er opin frá ellefu til níu laugar-
dag og ellefu til sjö á sunnudag. - hs
Brot af því besta í Fífunni
Þórður hallar sér hér upp að glænýjum tveggja dyra Benz sem er sérhannaður fyrir eigandann og með ýmsum
aukabúnaði. Bifreiðin verður til sýnis í Fífunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þessi fjórhjólakappi tilheyrir ATV Lovers sem er hópur fjórhjóla-
manna sem verða á sýningunni. MYND/SIGURÐUR RAGNAR GUÐLAUGSSON
Hér gefur að líta mest breytta bíl landsins, Dodge Ram á 54 tommu dekkjum. MYND/GUNNLAUGUR RAFN BJÖRNSSON
Mitsubishi Lancer EVO X er eini bíllinn sinnar tegundar á landinu og hafa menn beðið hans með eftir-
væntingu. MYND/ARNAR FREYR BÖÐVARSSON